Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 16
BREF frá Birni Jónssyni, ritstjóra Noráanfara til Sveins Sveinssonar, Kreppstjóra á Hraunum. Kristmundur Bjarnason bjó til prentunar. (Framhald.) 2. BRÉF. Akureyri, dag 18. september 1849. Mikilsvirti, elskulegi vin! Fyrir yðar ástúðlega og mér kærkomna bréf yðar af 12ta þ.m., þá hina höfðinglegu vinarsendingu þar með eins og allt óþreytanlega gott mér til handa þakka ég yður sem og yðar góðu konu skyldugast og ástsamleg- ast. — Það gleður mig að heyra, að yður ásamt öllum gömlu kunningjunum líður svo vel sem vænta er eftir kringumstæðum. Víst er um það, að alltaf sakna ég Sigluf. síðan reyndi, hvað gott var að vera þar í fólksins og mörgu öðru til- liti, og því hefði mér verið ánægja í því og heillavon að mega hverfa þangað aftur. En svo stendur á hérna, að ég get ekki farið frá Daníelsen, á meðan ekki veit til vissu, hvað hann afræður með verzlun sína, hvort held- ur að halda henni áfram eða sem líklegast horfir við, selja hana. Ég varð því að hafna — því miður — tilboði míns góða Thaae’s með að fara á Sigluf. að vori. Og heyri ég nú sagt, að hr. assistant Guðm. Brynjúlfson í Hofsós hafi fengið Sigluf. eftir Jósef, svo nú er ekki að sinni þess von, að ég eigi þangað afturkvæmt. Þó gæti það æxlazt svo til ennþá. Engar eru fréttir héðan merkilegar, aðrar en þær, sem ég gjöri mér vissa von um, að heyrt hafið t. a. m. um seinasta bardagann millum Dana og Þjóðverja og svo vopnahléð, sem um er samið, að skuh standa í 6 mán- uði, ef að friður enn að nýju gæti á komizt í millitíð- inni .... Mikið gengur nú á í henni veröldu, sagði kellingin og svo má segja enda hér á Fróni. Þó er nú helzt rætt um Norðurreið Skagfirð [inga] í vor að Friðriksg [áfu], sér í lagi síðan hið opinbera fór að skipta sér af því c: sýslum., sem fór vestur að inqvirere í því. Hon- um varð ekkert ágengt, því enginn mætti; en hérna f dölunum komu tveir á þingstaðinn, hinir mættu svo heima á Myrká og Steinsst[öðum]. Ég veit, að þér hafið fengið Þjóðólf eins og Rv.póst- inn og Gest. Ég kalla Þjóðólf nauðsynlegt tímarit ásamt Rv.póstinum og nú er einmitt kominn sá rétti rekspöl- ur á þau, því bezt verður sannleikurinn kunnur eða ásig- komulag hins rétta, að mælt sé með og mót. Einn mik- ill maður enskur mælti eitt sinn: „Dersom vi ikke havde Opposition, burde vi skabe os en.“ Ábyrgðarmaður Þjóðólfs kom hér í sumar og gisti hjá mér nær því viku. Hann fór fram í fjörð. Að sunn- an kom hann úr Borgarfirði, yfir Grímstunguheiði of- an Vatnsdal, út á Skagastr. og norður á Hofsós og að Enni, þaðan yfir Heljardalsheiði og hingað. Sra Sveinbjörn* er einhver með uppbyggilegustu mönnum ég hefi átt tal við og mér fannst sannkristinn í anda sínum. Nokkrir af höfðingjum vorum hafa ímu- gust á honum, eru kannski hræddir við beryrði hans. Hafið þér ekki lesið Norðurreiðina í Þjóðólfi, og sér í lagi niðurlag hennar? Mælt var, að assesor Jónassen** mundi vilja verða hér amtmaður, en hann synjar fyrir og vill hverfa aftur suð- ur, þykir dauflegt hér hjá því sem í Rv. Hann á mörg börn, hverra menntun hann kostar mikið, sér í lagi væri hann ekki í Rv. við barnaskólann og hinn skólann. Það eru nokkrir hér, sem vilja fara að efna upp á prentsmiðju hér á Norðurlandi, svo við sjálfir getum látið prenta það við æskjum og nauðsynlegt álízt og * Sveinbjöm Hallgrímsson, prestur stofnaði Þjóðólf 1848. Var síðast prestur í Glæsibæ 1860—63. ** Þórður Jónasson, yfirdómari var settur amtmaður eftir lát Gríms amtmanns Jónssonar 1848. — K. B. 148 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.