Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 15
Jón i Volaseli. Signrður i Stafafelli. að komið er við tjaldið. Einn okkar snarast út og segir samstundis, að kominn sé gestur, sem þarfnist hlýjunn- ar, en gesturinn var allsber og ullarlaus skjálfandi ær. Við tókum hana inn í tjaldið og hlýnaði henni brátt, en vafalaust hefði hún dáið, ef hún hefði ekki rekizt á tjaldið í tíma. Stefán í Hlíð hefur ætíð verið árrisull og tekið daginn snemma, enda veit hann af reynsunni að morgunverkin eru drjúg. En aldrei hefur hann látið vinna lengi fram eftir á kvöldin. Þegar ég hefi komið að Hlíð að kveldi dags, hvílir ró yfir öllu, og eins og öllum störfum sé lokið, en á sumum heimilum er eins og allt sé ógert að kveldi, og alltaf verið að tala um það. Slíkt heyrðist aldrei í Hlíð, og hefur þó ekki ver- ið minna framkvæmt þar en annars staðar. Stefán hef- ur gegnt mörgum trúnaðarstörfum, og því oft verið að heiman frá búi sínu. Þá er að minnast Sigurðar í Stafafelli. Hjá honum hefi ég oft unnið og þekki það góða heimili vel. Sig- urður hefur verið mikill framkvæmdamaður í jarðrækt og sauðfjárrækt. Hann tók ungur við bústjórn. Margt fólk var í heimili og þurfti því góðs stjórnara við. Engu var líkara en öll bústjórn lægi fyrir honum eins og op- in bók. Hann hugsaði alltaf fram í tímann, hvernig verkum skyldi skipað, og hvað skyldi fylgja öðru. Hann var mikill verkstjóri og alltaf glaður í bragði við fólkið, enda virtu hjúin hann og elskuðu í senn. Það er ekki vandalaust að vera góður húsbóndi, ekki sízt á mannmörgu heimili, því að oft kemur það þá fyrir, að einhverjir verða missáttir og sundurorða. Sigurður var fljótur að jafna allar slíkar deilur, svo að allir létu sér vel líka. Oft voru unglingar á Stafafelli. Sigurði var lagið að kenna þeim að vinna, leggja þeim lífsreglur og búa þá undir lífið. Víða í Lóni var fallegt fé, en fallegast held ég það hafi verið í Stafafelli, enda var Sigurður mikill fjármað- ur, glöggur og dýravinur. Hann fékk hverjum vinnu- manni tiltekinn starfa á vetrum, og varð hann að öllu leyti að sjá um þær skepnur, sem honum voru fengnar til gæzlu. Sigurður var heppinn með fjármenn, en það er bæði ábyrgðarstaða og vandaverk að hirða fé svo vel fari, heyin endist og féð gangi vel fram. Sigurður er bjartsýnn og greindur hugsjónamaður. Hann hafði löngum mörgum störfum að sinna utan heimilis, og kom honum því vel að hafa góða menn heima fyrir. Jón Eiríksson í Volaseli var alþekktur, góður maður og traustur, búmaður mikill og góður heimilisfaðir og hjúasæll. Óhætt mun að fullyrða, að allir sveitungar hans hafi elskað hann. Hann var lengi forðagæzlumaður og kom þá á hvert heimili í sveitinni. Ég hlakkaði alltaf til komu Jóns. Hann hafði frá svo mörgu að segja, hafði víða farið og vissi margt. Hann var bæði mikill ferða- maður og sjómaður. Hann var umhyggjusamur um fá- tæklinga og var þeim hollráður. Ætíð var hann boðinn og búinn að hjálpa, þegar sjúkdóma bar að höndum, sækja lækni og létta undir með sjúklingum og heimil- um þeirra. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum ut- an heimilis. (Framhald á bls. 150.) Heima er bezt 147

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.