Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 17
þar á meðal tímarit. Mér sýnist, að við Norðlendingar séum á eftir hinum fjórðungunum í sumu tilliti, t. a. m. með jarðyrkju, túngarðahleðslu m. fl., þá þilskipabrúk- un, og er raun til þess að vita, því heldur sem Norður- land er þó af Náttúrunnar höfundi engu síður úr garði gert en hinir fjórðungarnir. Hér kom maður í sumar á jagt 10 lesta stórri vestan úr ísaffirði], Ásgeir Ásgeirsson að nafni. Hann vildi koma í félag við menn um verzlun, svoleiðis að menn ættu sjálfir skip og færu á því landa á millum með vör- ur sínar og keyptu fyrir þær aftur. Ég vildi þetta fegin- samlega, en enginn þorði að áræða þetta, svo líklega ferst það hér fyrir. ísfirð [ingar] voru nær því búnir að ganga í félag hér um, en verzlanirnar komu þeim til að ganga aftur af trúnni. Mælt er, að þeir á Breiðafjarðar- •eyjum muni þó ætla að koma þessu á. Því var miður, að ég var ekki nær yður, annars skyldi ég hafa farið til yðar fystra manna um þetta fyrirtæki, og ég gjöri mér vissa von um, að þér hefðuð hlaupið undir baggann það hefðuð kunnað. Margir tala um ein- olom verzlunarinnar, en þá ráðast á í að breyta henni, þá hverfur ailur hugur. Lausakaupmenn, sem voru hér í sumar, sér í lagi Hansen, sem gaf og góða prísa t. a. m. upp og ofan frá 10 til 16 rd. á hverjum 100 rd. við hann var skipt betur en í landi. Hvernig lízt yður á aðgjörðir alþingis núna? Mönn- um þykir, að þeim verði skrafdrjúgt og oft um það minnst er ívarið. Ég hef átt tal við einn þingmanna — ekki Stefán* — um aðgjörðir þingsins og sér í lagi um, hvort nokkur sérleg alúð og áhugi fylgi þar gjörðum manna og synjaði hann þess, þókti léttúð, flokkadrátt- ur og hlutdrægni ráða þar of miklu. Hann taldi sra Hannes** eins og Jón Sigurðsson skara langt fram úr öll- um og ekki sízt með einurðina og standa fastur fyrir, hvað sem á gengi, þar sem margir hinna færu að því, er hugsuðu, að hinum meiri mönnum og stjórninni bezt hugnaðist. Stiftamtm. ávann sér mikinn og góðan orð- stír hjá þingmönnum. Hann þykir fágætlega þjóðlegur °g þegar orðinn kunnugur ásigkomulagi landsins. Þér stingið nú þessu í vasa yðar, sem um þingið er sagt etc. Þegar annir eru úti í haust, er áformað að halda hér fund um, hvernig bezt mundi haga að koma hér á prentsmiðju og gangi hennar. Menn ætlast til að gjafa verði leitað um allt norður- og austur umdæmið þar til. Prentsmiðjan fyrirslegin að höfð sé hérna á Akureyri, etc. etc..... Heilsið hjartanlegast frá mér konu yðar elskulegri og börnum, samt foreldrum yðar. Ég er ávallt yðar manndygða skuldb. elsk. vinur og heiðrari. B. Jónsson. * Stefán Jónsson á Reistará. ** Hannes Stephensen á Innra Hólmi. 3. BRÉF. Akureyri, 27. maí 1850. Mikilsvirti og elskuverði vinur minn! Af því sem Jón kallinn í Neðra-Haganesi er nú hér staddur, þykir mér óvirðing að því að nota ekki því- líkt tækifæri til að heilsa upp á yður bréflega og yðar góðu konu. Ég þakka ykkur þá ástsamlegast og skyld- ugast velgjörðir ykkar og alúð, sem mér er æ minnis- fast, og sakna jafnframt, og vildi því geta verið horf- inn á sömu stöðvar og áður, ef ekki sannfæring mín teldi svo um fyrir mér, að ég ef til vildi fengi betra færi á hér en ytra að vinna öðrum í hag, ekki aðeins í verzlunarlegum skilningi, heldur í þeim, sem nú plag- ast að kalla þjóðlegum. Miklar eru nú orðnar hreyfingar í landi voru, og væri því óskanda, að þær leiddu til góðra afdrifa. Þetta tíma- bil, sem nú er, er víst eitthvert hið merkilegasta í tilliti til tækifæris þess það frambýður, og skiptir miklu, hvernig tekst að fara með það. Nú mun vera búið að velja menn til þjóðfundarins hér í sumar, yfir allt land, og fréttist því bráðum, hverj- ir hafa verið hinir útvöldu. Hér í sýslu eru þeir bræð- ur kjörnir: sýslum. E. Briem og timburm. O. Briem. I N.s. eða suðurpartinum* Jón á Múnkaþverá og Jón bóndi Jónsson á Grænavatni, bróðir madame Hólmfr. á Hvanneyri.** Úr Norðurpartinum*** hef ég enn ekki frétt. í Skagafirði er yður kunnast. Líklegast munu þeir eftir sögn hafa orðið upp á teningnum alþm. Stephan á Reistfará] og Jón Samsonarson, eða sr. Benedikt, fyrst að sýslum. yðar, því miður, var ekki fáanlegur.**** Mér þykir í sannleika furða, að þér skylduð komast hjá því að verða valinn til þingmanns, af því sem það er meining mín, að þér væruð einmitt, meðal annarra góðra, er þér eruð gæddir með, sjálfsagðir þartil, og ekki á leikmönnum í Skagaf. neinum betri völ. Þetta er hreinskilin sannfæring mín, og ég vildi óska, að þetta gæti þá við næsta tækifæri rætzt, þótt mönnum sæist yfir yður núna. Ýmislegar eru meiningar manna og álit um, hvemig bezt mundi hagað til stjórnarbreytingum framvegis, en Guð einn veit, hvað okkur er hagkvæmt, og það eru einu úrræðin, að biðja hann að leiða oss í allan sann- leika, en af því mannsins ákvörðun er svo háttað, að * Þ. e. Norðursýslu; suðurparturinn: Suður-Þingeyjarsýsla. - K. B. ** Madama Hólmfríður, þ. e. kona Jóns pr. Sveinssonar, er síðast sat á Mælifelli. Séra Jón var um þessar mundir prestur á Hvanneyri í Siglufirði. *** Þjóðfundarmenn N.-Þing. voru bréfritarinn og sr. Björn Halldórsson í Laufási. **** Stefán á Reistará Jónsson, alþm., síðast á Steinsstöðum. Jón Samsonarson var fyrsti þingmaður Skagfirðinga eftir endurreisn Alþingis 1845. Séra Benedikt, átt við Benedikt Vigfússon, prófast á Hólum. Sýslumaður Skagfirðinga var um þessar mundir Lárus Thorarensen. Heima er bezt 149

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.