Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 8
7*
Arndis Theódórs, húsfrú, Litla-Holti.
Hinn 15. ágúst 1903 kvæntist hann frændkonu sinni,
Elinborgu Pálsdóttur, prófasts í Vatnsfirði, Ólafssonar,
en Páll var bróðir Theódórs á Borðeyri. Vorið 1904 hóf
hann svo búskap á Borðeyrarbæ. Ekki var það stór-
eignamaður, er hér hóf búreksturinn. Þó átti hann 20
ær og einn hest, en faðir hans gaf honum eina kvígu á
öðru ári í fjósið.
Árið eftir flytur hann að Reykjum í Hrútafirði og
bjó þar í 3 ár, en 1908 flytur hann svo að Stórholti í
Saurbæ í Dalasýslu og þar hefur hann unað sér síðustu
55 árin, og gert garðinn frægan.
Saurbær í Dölum er af flestum talinn fegursta sveit
í Dölum — og jafnframt með hinum fegurri á landinu.
Grösugt, víðlent og frjósamt undirlendi, umlukið fögr-
um fjallahring og dölum byggir upp aðalsvip sveitar-
innar, en að norðan liggur Gilsfjörður. Hvassar brúnir
fjallanna og mjúkar línur dalahlíða skiptast á og mynda
sín blæbrigði, en silungsár falla úr daladrögunum og
dunda sér krókóttar leiðir gegnum undirlendið fram í
Gilsfjörð. í miðri byggð blasir Stórholt við, víðlent og
grösugt, með nær ótakmörkuð verkefni framsæknum
bónda.
Hvað var það nú, er bauð hinn unga bónda velkom-
inn á þessu gamla bænda- og prestssetri?
Var það túnið, sem að vísu var frekar stórt á þeirra
tíðar mælikvarða, sem allt var kargaþýfi, að undantekn-
um 2 til 3 litlum beðasléttum?
Voru það peningshúsin, sem allt voru kofar, er dreift
var út um túnið og flestir komnir að hruni, svo að roll-
urnar ráku jafnvel hausana út úr veggjunum?
Voru það heyhlöðurnar, sem alls engar voru til á
þeim bæ, ekki einu sinni yfir kýrgrasið?
Eða var það litli, kaldi timburhjallurinn, sem hrófað
hafði verið upp þá um aldamótin?
Á þessum árum bar árroða nýs dags við himinn, víða
um landbyggðir. Aldamótamennirnir, sem nú hafa skil-
að sínu dagsverki, rnáttu með réttu teljast landnáms-
menn. I þúsund ár hafði þjóðin raunverulega staðið í
stað. Kynslóð eftir kynslóð hafði hún skilað erfingjum
sínum landinu með kofum og karga, næstum á sama
stigi og hún hafði tekið við því í upphafi. Dagsverkið
framundan var ekkert smáræði. Algjör uppbygging frá
rótum kallaði að í byggingum, ræktun og öðru því, er
landnám krefur. Og margir höfðu ekki annað vopna en
brennandi áhuga og starfsfúsar hendur.
Einn þessara landnámsmanna var Guðmundur í Stór-
holti — ber hann hátt meðal bændastéttar þess tíma. Hin
óleystu verkefni landnáms og uppbyggingar biðu í sín-
um forna Þyrnirósarsvefni. Það voru þau, er buðu hann
velkominn og fögnuðu honum í Stórholti einn eftir-
væntingarfullan dag vorið 1908.
Og nú var hafizt handa. Fyrstu tvö árin byrjaði Guð-
mundur nokkuð á ræktun og bjargaðist við gömlu fjár-
húskofana, en árið 1910 reisti hann fjárhús yfir 150 fjár,
ásamt nægilega stórri hlöðu yfir heyforðann. Smám
saman byggði hann svo upp öll hús og bætti við, eftir
því sem bústofninn stækkaði og loks 1919, eftir 11 ára
búskap í Stórholti, reisti hann íbúðarhús úr steini, hið
stærsta og vandaðasta, er þá hafði verið byggt { Döl-
um.
Á hinum fyrstu búskaparárum sínum í Stórholti setti
Guðmundur sér það mark, að slétta a. m. k. eina dag-
sláttu á ári. Ekki var þetta flýtisverk með þeirra tíðar
vinnuaðferð, — fyrst að rista ofan af öllu með ristu-
spaða, síðan bera þökur úr flagi, plægja og herfa, bera
á nægilegan áburð og loks þekja allt að nýju. Þannig
mun allt gamla túnið í Stórholti sléttað. Heitið var efnt.
Börnin i Litla-Holti: Guðmundur Borgar, Hólmfriður Inga
og Guðmar Finnur.
140 Heima er bezt