Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 22
steini. Eru slíkir turnar víða um landið, og voru þeir reistir bæði af hinum norrænu víkingum og heimamönn- um. Þá sýndi Murphy mér eitt elzta hús borgarinnar, sem enn er í notkun, er það einnig frá byrjun 11. aldar eða frá sama tíma og brennumenn Njálsbrennu börð- ust í víkingahernum í Brjánsbardaga, norður á Clon- tarf hjá Dýflinni. A neðstu hæð húss þessa er veitinga- stofa og þykir fínt að sækja hana fyrir aldurs sakir hússins. En ekki þótti mér mikið til hennar koma. Lágt var þar undir loft og það skakkt og skælt og haldið uppi af stoðum allrammlegum en svartir og sótugir bit- ar. í gólfinu voru óhöggnir steinar slitnir af fótaburði ótal kynslóða. En allur búnaður innanhúss var smekk- laus og lítt aðlaðandi. Aldraður maður gekk um beina. Tóku þeir Alurphy tal saman að írskum sið, en fátt var þar gesta fyrir. Þegar Murphy sagði honum, að ég væri frá Islandi, komst karl allur á loft, en barmaði sér sár- an yfir því að húsbóndinn skyldi ekki vera heima, því að hann mundi hafa haft gaman af að hitta mig. Hefði hann ferðast á íslandi fyrir löngu síðan og kynni frá ýmsu að segja úr því ferðalagi. Hefði hann skemmt sér ágætlega og einkum þótt gaman að ferast þar ríðandi á ösnum. Eg maldaði í móinn, og sagði sem satt var, að asnar væru ekki til á Islandi. Ekki trúði karl því, og sagðist skyldi sýna mér það svart á hvítu. Sótti hann þá rykfallna ljósmynd, sem hékk þar uppi í vegg og kvað hann þar vera húsbónda sinn ríðandi á asna (ui á Is- landi. Landslagið á myndinni þekkti ég ekki, en vel gat það verið íslenzkt og maðurinn reið þar íslenzkum hesti. En ekki fékk ég karl til að trúa því að svo væri. Síðan gengum við Murphy dálítið fram og aftur um bæinn, sem er með nokkrum miðaldasvip með þröngum götum Skóli i Limerick héraði. og ranghölum milli húsa. En annars er Waterford mik- ill athafnabær. Þaðan úr héraðinu var Kennedy Banda- ríkjaforseti ættaður. En nú var komið að ferðalokum. Eg hélt norður til Dýflinnar með járnbraut snemma morguns. Naut ég þá í síðasta sinni útsýnis um hið írska landslag með engj- um og ökrum, görðum og skurðum. Var það allt orðið mér gamalkunnugt eftir hinar mörgu ferðir fram og aftur um landið. Þenna dag dvaldist ég í Dýflinni, en flaug til Glasgow á fimmtudagsmorguninn 19. septem- ber, og til Reykjavíkur næsta dag. Ferðinni var lokið. Eins og ætíð að ferðalokum sér maður bezt, hversu margt það er, sem óskoðað er, eða þurft hefði að kynnast nánar. En ég var endurminning- unni ríkari, minningunni um viðfelldið land og alúðlegt fólk. " St. Std. „Brennið þið vitar“ Framhald af bls. 135. --------------------------- í Fagraskógi. Allir sungu þeir sig inn í hjörtu þjóðar- innar, hver með sínum hætti. Jónas og Hannes hurfu brott úr bernskusveit sinni. Davíð dvaldist þar alla ævi, og líkami hans hvílir nú í mjúkri mold Möðruvalla, þaðan sem eygja má Hraundranga og fjallið yfir Fagra- skógi. „Ég trúi því ekki að Davíð sé dáinn“, sagði ungur sveinn við mig nokkrum dögum eftir andlát Davíðs. Svo rík ítök átti hann í hugum Akureyringa, að jafnvel börnin trúðu því ekki, að hann væri dáinn. Um fjóra tugi ára hafði hann verið sá viti, sem héðan lýsti um land allt. Hér hafði hann fyllt hásæti Matthíasar, og um þrjá aldarfjórðunga hafði Akureyri vegna starfs þess- ara höfuðskálda notið þess heiðurs að vera háborg ís- lenzkrar ljóðagerðar. En nú er harpan þögnuð, og þó. Hin sanna list deyr aldrei. Ljóð Davíðs Stefánssonar lifa, og viti hans brennur, meðan nokkur sá er til, sem skilur og skynjar íslenzka ljóðlist. St. Std. BRÉFASKIPTI F.llert Pálmason, Bjarnastöðum, Vatnsdal, A.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 20—25 ára. Mynd fylgi. Magnús Pétursson, Miðhúsum, Vatnsdal, A.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 17—21 árs. Mynd fylgi. Magnús Ólafsson, Sveinsstöðum, Þingi, A.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 16—19 ára. Mynd fylgi. Björn Magnússon, Hnausum, Þingi, A.-Hún., óskar eftir bréfa- skiptum við stúlkur á aldrinum 16—18 ára. Mynd fylgi. Kristófer Magnússon, Hnausum, Þingi, A.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 12—14 ára. Mynd fylgi. Magnús Björnsson, Miðhúsum, Vatnsdal, A.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 21—25 ára. Mynd fylgi. — Nánari kynni koma til greina. Magnús J. Magnusson, Hnausum, Þingi, A.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 13—15 ára. Mynd fylgi. 154 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.