Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 35
271. Ég fylgist með manninum aftur til konunnar. Hann hefur sagst heita Wall og vera verkfræðingur. Ég þekki konuna óðara aftur: Þetta er mamma litlu telpunnar, sem ég bjargaði undan hófum fælna hestsins í gær. 272. Þarna finnum við þá hugrakka drenginn, sem bjargaði henni Anítu okkar litlu, segir konan, sem er frú verk- fræðingsins. Nú verðurðu að segja okk- ur, hver þú ert, og hvernig við getum launað afrek þitt. 273. Ég segi þeim hiklaust, hver ég sé, og hvar ég eigi heima. Hér er ekkert að óttast. Þessar manneskjur vilja mér vel. Ég kveð þau og lofa að koma heim til þeirra daginn eftir. 274. Á heimleiðinni dettur mér nokk- uð í hug. Gæti ég kannski sagt þessari vinsamlegu frú Wall alla söguna og leit- að ráða hennar í vandræðum mínum. Ef til vill gætu hjónin hjálpað mér úr þessari klípu. 275. Þegar ég daginn eftir kem inn í fallega heimilið Wall-hjónanna, er ég ákveðinn í því að segja þeim alla söguna um bílinn. Frú Wall tekur á móti mér með framúrskarandi vinsemd og blíðu. 276. Og nú segi ég henni umsvifalaust, hvernig ég lenti í þessu bíl-ævintýri, þvert á móti vilja mínum. Frú Wall hlustar með athygli á sögu mína og lof- ar að tala um þetta við manninn sinn. 277. Seinna um daginn kemur sendill með bréf frá Wall verkfræðingi. Þar bið- ur hann mig að fara og finna forstjóra vélaverksmiðjunnar — eiganda lántöku- bílsins. Ég verð við þessari beiðni og fer á fund forstjórans. 278. Forstjórinn er digur og drumbs- legur náungi. Mér gengur því seint að tosa úr mér allri sögunni um bílinn og slysförina. Forstjórinn hlustar á migmeð vakandi eftirtekt, er á líður söguna. 279. Þegar ég hefi lokið sögu minni, tekur forstjórinn loks út úr sér vindil- inn og spyr nokkurra spurninga fremur hranaiega, tautar nokkur stóryrði og biður síðan símastúlkuna að hringja í lögregluna.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.