Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 4
ÞORSTEINN JOSEPSSON:
H. Porb
ergsson
stórbóndi að Laxamýri
inhver ótrauðasti brautargengismaður sauðfjár-
ræktar á íslandi er Jón H. Þorbergsson stór-
bóndi að Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu.
í meira en hálfa öld hefur Jón barizt meir en
nokkur annar íslendingur fyrir ræktun sauðfjár í land-
inu og viðgangi fjárstofnsins í heild. Það hefur verið
hugsjónamál hans.
Enn er áhugi Jóns fyrir þessum málum brennandi,
þótt nú sé hann kominn á níræðis aldurinn. Er ekki á
baráttuvilja hans að sjá að neitt sé tekið að halla undan
fæti. Á s.l. sumri skrifaði Jón skorinorða ritgerð í bænda-
blaðið Frey, þar sem hann ber saman nautgripa- og
sauðfjárrækt í landinu og kemst að þeirri niðurstöðu að
sauðféð sé vanrækt vegna meiri arðsvonar af mjólkur-
framleiðslu og nautgriparæktar í landinu. En Jón heldur
því fram að víða sé málum þannig komið, að offram-
leiðsla sé á mjólk, og mjólkurafurðir illseljanlegar orð-
ið, en skortur hinsvegar á sauðfjárafurðum, enda gengi
þeirra vaxandi á erlendum markaði.
Jón H. Þorbergsson og kona hans. Myndin tekin 1941, eftir
20 ára hjónaband.
Sker Jón bóndi, í grein þessari, upp herör og hvetur
bændur til aukinnar sauðfjárræktar, en jafnframt til að
bæta sauðféð, svo það gefi meiri og betri arð. Þessum
málum má segja að Jón hafi helgað meginhluta ævi sinn-
ar og ævistarfs, og er engan veginn af baki dottinn enn.
Jafn heill maður og jafn vakandi í starfi sem Jón Þor-
bergsson, er vandfundinn í okkar þjóðfélagi, að öðrum
ólöstuðum. Það er ekki hvað sízt þess vegna sem „Heima
er bezt“ sendi mig á vit þessa ágæta manns, til að fá
hann til að segja sjálfan stuttlega frá viðburðaríkri ævi
og hugðarefnum sínum á löngum starfsferli.
— Hvar ertu fæddur, Jón?
— Að Helgastöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Fæddist 31. júlí 1882. Það var eitt harðasta sumar,
sem yfir ísland hefur komið í manna minnum. Hafís lá
landfastur fyrir Norðurlandi fram á höfuðdag. Allar
samgöngur tepptar og ekki bröndu úr sjó að fá. Það
sem gerði þetta sumar ennþá eftirminnilegra og jók á
erfiðleika og hörmungar fólks var mislingapest, sem
gekk yfir landið. Sumarið var því um ár og áratugi á
eftir nefnt eftir mislingunum og kallað mislingasumarið.
Móðir mín lá sjúk í mislingum þegar hún fæddi mig.
Bæði skrimtum við af og þótti furðulegt, því fjöldi
fullorðins fólks og hraustra manna féll í valinn fyrir mis-
lingunum þetta sumar.
— Hverjir voru foreldrar þínir, Jón?
— Faðir minn var Þorbergur Hallgrímsson, Þorgríms-
sonar frá Hraunkoti. Hann var af þeirri alkunnu Hraun-
kotsætt. Móðir mín var Þóra Hálfdánardóttir frá Önd-
ólfsstöðum í Reykjadal.
— Hvað segirðu mér frá uppvaxtarárunum?
— Ekki neitt. Skeði ekkert sögulegt.
Og ef eitthvað sögulegt hefur skeð, þá er það skráð
í sjálfsævisögu minni, sem er i þann veginn að koma út.
Það örlaga- og afdrifaríkasta fyrir mig er dauðsfall móð-
ur minnar árið 1893. Hún stóð þá á fertugu, en ég á 11.
aldursári. Þá Ieystist heimilið upp.
— Hvað varð um þig?
— Blessaður vertu, ég var látinn sjá fyrir mér sjálfur.
Ég hef gert það síðan.
— Þú fórst ungur utan?
388 Heima er bezt