Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 8
Bessastaðir. — Bessastaðir eru á rnarga lund afbragðs jörð, og mikil hlunnindi sem fylgja henni. En bara ekki jörð fvrir mig. Ég er sauðfjárræktarmaður og á Bessastöð- um er ekki hægt að reka sauðfjárbúskap svo að nokkru gagni sé. Ég kunni aldrei við mig þar og hlaut að fara þaðan fyrr eða síðar á brott. Ég gat ekki búið á jörð, þar sem ekki var unnt að hafa sauðfjárrækt. — Og þá fluttirðu norður í heimabyggð þína, Þing- eyjarsýslu? — Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu var um þetta leyti auglýst til sölu. Ég falaðist eftir henni og fékk hana. Samantekning á töðu á Laxamýri, áður en stórvirkar vélar komu til sögunnar. Jón Þorbergsson með dökk gleraugu. — Sú hefur sennilega kostað skildinginn? — Já, það má segja að þetta sé annað höfuðbólið til og varla von að hún yrði seld ódýrt. Þetta er mikil kosta- og hlunnindajörð eins og Bessastaðir, en hefur þann kost þó framyfir að á henni er hægt að reka sauðfjárbú í stórum stíl. Já, þú varst að spyrja um kaupverðið. Það var nær 100 þúsund krónur. Ég veit satt að segja ekki hvað það myndu verða margar milljónir eftir núgild- andi verðlagi. — Og á Laxamýri hefur þú búið síðan? — Já, fyrst einn, en seinni árin ásamt sonum mínum tveimur. Við höfum þriðjungabú. Hver á sínar skepnur fyrir sig, en að öðru leyti vinnum við saman að búskapn- um og höfum sameiginleg hús fyrir búpeninginn og eig- um sameiginlega vinnuvélar. Aftur á móti hefur hver sína íbúð og býr útaf fyrir sig. — Hvernig líkar þér slíkur samvinnubúskapur? — Ég veit ekki hvort þú trúir því, en það er samt satt, að ég hef aldrei verið jafn ánægður í búskapnum eins og eftir að þetta fyrirkomulag hófst. — Þú hefur bætt jörðina mikið eftir að þú tókst við henni, hef ég heyrt. — Til þess er maður að bisa í lífinu að eitthvað liggi eftir mann fyrir komandi kynslóð. Og þér að segja var 300 hesta töðufall á Laxamýri þegar ég tók við jörðinni, en nú er það 2 þúsund hestar. Hús hafa verið byggð upp að nýju og véiakostur verið keyptur í samræmi við þarf- ir búsins. — Nú hefurðu ekki látið þér nægja búsýsluna eina. Þú hefur látið félagsmál og ýms hugðarefni á andlega sviðinu mikið til þín taka. — Það er allt hjáverk. En stundum hafa þessi hjáverk Fjölskyldan á Laxamýri. Kallað á fólkið frá störfum, er gestir vildu taka mynd. 392 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.