Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 17
Skopmyncl af Blefken. heila öld. Eftir að prentsmiðjan fluttist aftur að Hól- um 1703, og þar til stóllinn var niður lagður, mun eng- in ný prentuð mynd hafa birzt þar í bókum, en hinar gömlu voru oft notaðar eins og fyrr getur. Engin mynd er prentuð í Hrappsey, Leirárgörðum, Beitistöðum eða Viðey, og naumast mun Magnúsi Stephensen hafa þótt taka því, að prenta upp gamlar Hólamyndir, þótt eitt- hvað af þeim kunni að hafa komizt í hans vörzlur. Síð- ar verður svo rakið hversu fór um myndaprentun í Landsprentsmiðjunni í Reykjavík og hinni nýju Akur- eyrarprentsmiðju. Á 18. öldinni var nokkuð prentað af bókum á ís- lenzku og um ísland erlendis einkum í Kaupmanna- höfn. í nokkrum fornritaútgáfum frá þeim tíma eru Geysir, úr Ferðabók Eggerts og Bjarna, smœkkuð. „TÓLF SÖNGVAR“ eftir JÓHANN Ó. HARALDSSON Um þessar mundir korna út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar „Tólf söngvar“ eftir Jóhann Ó. Haraldsson. Er hér um að ræða einsöngslög með pianoundirleik. Textahöfundar eru skáldin: Benedikt Gröndal, Guð- mundur Guðmundsson, Páll J. Árdal, Kristján Jónsson, Steingrímur Thorsteinsson, Stephan G. Stephansson og Þorsteinn Erlingsson. Hér á landi fást tæplega prentuð tónverk. Varð því að leita til útlanda. Fyrir milligöngu íslenzka sendiráðs- ins í Kaupmannahöfn og prófessors Haraldar Sigurðs- sonar, píanósnillings, tókust samningar um prentun við danskt firma, „Notex“ (Special nodetrykkeri). Tveir af fremstu tónlistarmönnum vorum lásu yfir handritið, dr. Páll ísólfsson, að miklum hluta, og próf. Haraldur Sigurðsson, að öllu leyti. Og hefur prófessor Haraldur umsjón með prentun, fyrir hönd höfundar, og annast lestur prófarka. Má segja, að tæplega hefði því verki verið komið í betri hendur. Sönglögin eru samin á tímabilinu frá frostavetrinum 1917—1918 til marzmánaðar 1951. — Fyrsta einsöngslag höf. er þar á fremstu síðu. Ekkert laganna hefur verið prentað áður. En öll hafa þau, að einu undanskildu, ver- ið flutt opinberlega á tónleikum eða í Ríkisútvarpið. — Sopransöngkonan, frú Jóhanna Johnsen, varð fyrst til að flytja eitt þeirra á tónleikum á Akureyri í september 1932 og í Reykjavík í ársbyrjun 1933. Á prenti hafa aðeins birzt kórlög (8 að tölu), m. a. í „Ljóð og lög“ og í Söngvasafni L. B. K„ að ógleymd- um 7 sálmalögum í viðbæti sálmasöngbókarinnar 1946. Höfundur sönglaganna, Jóhann Ó. Haraldsson, er bú- settur á Akureyri. Hann er sjálfmenntað tónskáld og hefur unnið að tónsmíðum sínum í kyrrþey í tómstund- um frá önn dagsins. Hefur því löngum verið hljóðara um verk hans en þau eiga skilið. Hitt er þó alkunnugt, að hvenær, sem lög hans hafa verið flutt hafa þau unn- ið hug og hjarta allra tónlistarunnenda, er þess því að vænta að sönglagasafn þetta verði þeim kærkomið. myndir, og í ferðabókum þeirra Eggerts og Bjarna og Ólaviusar eru allmargar eirstungur á lausum blöðum. Eirstungurnar eru vitanlega gerðar erlendis, en teikn- ingamar eru eftir Eggert sjálfan og Sæmund Hólm. Þá voru og prentuð í Kaupmannahöfn ýmis tækifæris- kvæði eftir íslendinga, einkum í sambandi við hátíðis- daga í konungsfjölskyldunni. Mörg þessara kvæða voru myndskreytt, en fæst af þeim mun hafa borizt til ís- lands, og yfirleitt fátt þeirra bóka, sem prentaðar voru erlendis. Hafa þær því hvorki orðið almenningi á fs- landi til augnayndis né haft áhrif á smekk hans, enda voru myndirnar flestar skýringamyndir við texta og síður en svo að um listaverk væri að ræða. (Framhald.) Heima er bezt 401

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.