Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 6
Höfundur heldur í kindurnar heima á Laxam’ýri.
— En hvað gerðirðu þar?
— Talaði við bændurna. Ég hafði þann hátt á, að fara
heim á sem flesta bæi, helst alla í sveitinni, ræða við
bændurna og fá hjá þeim upplýsingar um sauðfjárbú-
skap þeirra og hvern hátt þeir hefðu um sauðfjárræktina.
Þegar ég hafði aflað þeirra upplýsinga, sem ég taldi mig
þurfa, kallaði ég bændurna á sameiginlegan fund, þar
sem ég gaf þeim til kynna í hverju væri ábótavant og
hvers þeir helzt þyrftu með til úrbóta.
Auk þess sem ég heimsótti vel flest sveitaheimili á
landinu og talaði við bændur, hélt ég iðulega fyrirlestra
við bændanámskeið, sem einkum voru haldin við bænda-
skólana á Hólum og Hvanneyri, en einnig víðar.
— Mér hefur verið sagt að þú hafir verið frumkvöðull
að því að efna til hrútasýninga í landinu.
— Já, ég var víst fyrstur manna til að efna til hrúta-
sýninga á Islandi. Þá fyrstu hélt ég haustið 1911 og síðan
hefur sama fyrirkomulag með þær haldizt allt fram á
þennan dag.
— Hvernig ferðaðistu um landið?
— A sem allra ódýrastan hátt. Það var ekki neinu úr
að spila. Ég fékk aðeins lítilvægan styrk til ferðalaganna
sjálfra, hinsvegar sæmilegt kaup frá Búnaðarfélaginu við
hrútasýningarnar. En þær stóðu aðeins stuttan tíma ár
hvert.
Fyrstu fimm veturna fór ég fótgangandi um byggðir
landsins. Hafði ekki efni á því að fá mér hest. En úr því
rýmkaðist fjárhagurinn svo að ég gat fengið mér hesta
til reiðar, enda farinn að þreytast á göngunni.
— Þú hefur stundum lent í hrakviðrum og öðrum
erfiðleikum.
— Oft og mörgum sinnum eins og gefur að skilja.
Það voru snjóameiri og frostharðari vetur þá en nú. Það
var líka oft sem ég lenti í ýmiskonar torfærum, hralrn-
ingum og slarki í þessum ferðum. Ég varð að fara yfir
illfær vötn, ferðast yfir fjöll og heiðar í tvísýnum veðr-
um, og lenti oft og einatt í lífshættu í þessum ferðum.
Ég hafði ekki efni á því að kaupa mér fylgd.
— Hver var þín versta ferð?
— Mín versta ferð var án efa haustið 1914. Þá lagði ég
seint í septembermánuði, í fylgd með gangnamönnum úr
Svínadal í Húnaþingi, í leiðangur suður yfir Kjöl. Loka-
áfangi samfylgdarmanna minna var Hveravellir og
hrepptum við vond veður og hörð þangað suður.
— Fórstu svo einsamall frá Hveravöllum og suður?
— Já, aleinn. Hafði aldrei farið Kjalveg áður og var
auk þess bæði tjaldlaus og áttavitalaus. En ég treysti á
guð og gæfuna eins og svo margir aðrir hafa gert.
— Hvernig geklt?
— Þegar ég skildi við Svíndæli á Hveravöllum var
veður bjart og gott og það hélzt fram eftir degi, en
brast á með stórhríð undir kvöldið. Ég komst suður í
Gránunes og hélt þar kyrru fyrir í blindbyl alla nóttina.
Ég var með tvo hörkuduglega hesta, þá batt ég saman
um nóttina, en sjálfur gekk ég um gólf án afláts til að
halda á mér hita. Líka til að ekki sækti á mig svefnhöfgi.
Alla þessa nótt hélzt bruna stórhríð, en það sem verst
af öllu var hvað hestarnir voru hræddir.
— Við hvað?
— Við drunur og dynki úr skriðjöklinum við Hvítár-
vatn. Hann var alltaf að brotna fram og hestarnir urðu
snarvitlausir í hvert skiptið, sem þeir heyrðu þessa
drungalegu bresti. Þetta gekk sýnilega yfir skilning
hestanna og þeim hefur fundist þetta dularfull og
ískyggileg hljóð í myrkri nætur og hríðar.
Hveravellir.
390 Heima er hezt