Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 5
— Já ungfullorðinn, eins og það er kallað. Hallgrímur bróðir minn var þá búinn að vera á Sauðfjárræktar- ríkisbúi í Noregi. Hann hvatti mig að fara þangað líka og það varð úr að hann vistaði mig á sama búinu og hann hafði sjálfur verið á. — Hvenær varbetta? — Árið 1906. Eg hafði áður hugleitt vandlega hvað ég ætti að takast á hendur. Mig langaði að fara í skóla, en á því voru engin tök sökum fjárskorts. Möguleikar til að brjótast áfram voru sára litlir. Vinnumennska var það eina sem blasti við mönnum með svipaðan efnahag og hjá mér. Mér fannst það, sannast að segja hálf óhrjá- leg hugsun. Og þessvegna var það að ég tók ákvörðun um að fara að ráðum Hallgríms bróður míns og drífa mig til útlanda. — Hvað varstu lengi í þeirri ferð? — Samtals þrjú ár. Fyrsta árið var ég á sauðfjárrækt- arbúinu, sem Hallgrímur hafði ráðið mig á. Næsta vet- ur á eftir var ég í lýðháskóla í Noregi en að því búnu fór ég til Skotlands og var þar á tveim sauðfjárkynbóta- búum, eitt ár. Að því loknu kom ég heim. — Fórstu uppfrá því að sinna sauðfjárræktarmálum hérlendis? — Já, ég taldi mig í þessari ferð hafa kynnst mörgu í fjárrækt, sem enginn hafði hugsað um hér á landi, en stæði þó óneitanlega til verulegra bóta. Ég taldi það blátt áfram skyldu mína að verða löndum mínum að liði í þessum efnum og fékk fljótlega styrk hjá Búnaðar- Laxamýri. (Gömul mynd.) Kóngur seldur á 4500.00 kr. tvcevetur. Kaupandi Fjárræktar- félag Mývetninga. Þá hœsta verð d islenzkum hrúti. félagi íslands til að ferðast um landið og leiðbeina um sauðfjárrækt. Auk þess sem ég hafði kynnt mér sauðfjárrækt bæði í Noregi og Skotlandi hafði ég líka lært að fara með öll landbúnaðarverkfæri, sem þá voru í notkun ytra. Ég reyndi þá h'tillega að kenna mönnum að fara með plóg og sláttuvélar, en sauðfjárræktin var samt höfuð við- fangsefni mitt. — Varstu lengi í þessum ferðalögum þínurn um land- ið? — Það tók mig samtals fimm vetur frá því í septem- bermánuði og fram yfir sumarmál að ferðast um allt ísland. Aðeins þrír hreppar urðu útundan, allir á vestur- landi. Það var í fyrsta lagi Flateyjarhreppur á Breiða- firði, en þar varð að ferðast á sjó milli býlanna. Snæ- björn í Hergilsey var búinn að lofa að sækja mig til meginlandsins og flytja út í eyjar. En þegar til átti að taka gerði svo mikið ísrek að siglingar um Breiðafjörð lögðust niður um tíma og ég varð að hætta við förina. í öðru lagi var það Sléttuhreppur á Hornströndum, sem þá var í röð stærstu og fjölmennustu hreppa á öllu landinu. Tala býla í honum var á 2. hundrað. Nú er þar ekki eitt einasta býli lengur — öll sveitin í auðn. Þangað komst ég aldrei sökum erfiðra vetrar samgangna. Ýmist yfir mikla og hættulega fjallgarða að fara, eða um lang- an veg á sjó. Þetta var algerlega ógerlegt að vetri til, bæði vegna samgönguerfiðleika og kostnaðar. Þessvegna hef ég heldur aldrei í Sléttuhrepp komið. Þriðji hreppurinn sem útundan varð, var nágranna- hreppur þeirra Hornstrendinga — Árneshreppur í Strandasýslu. Það gerði stórhríð um það leyti, sem för mín hafði verið ákveðin þangað. Þessvegna fórst hún líka fyrir. í alla aðra hreppa landsins kom ég og í mörgum þeirra inn á hvert heimili. Það var mikið starf. Heima er bezt 389

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.