Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 27
skólinn austfirzki hefði verið húmoriskur, aftur fyrir þau
mörk, sem menn kunna nú á þessu að skoða og þóttist
geta bent á Sigurð blind, meir en mannsaldri fyrr en
Einar í Eydölum, þótt ekki yrði nú þetta skoðað í
stærra ljósi. Elvorki Austfirðingar, né aðrir íslending-
ar, hafa verið skáldskaparlausir á neinum tímum. Skáld-
skapurinn er þeim vöggugjöf. Má benda á þjóðkvæðin
fyrir siðaskipti, og svo er á það að líta, hversu margt
fórst í siðaskiptunum, þar sem einmitt húmoriski skáld-
skapurinn hæfði ekki alvöru guðs og var álitinn ósið-
legur.
Á; Austurlandi var aldrei hægt að drepa hann, um
það gefast vitnisburðirnir í stórum bókum.
Um Sigurð ætla ég svo að fara nokkrum orðum. Ég
held að Jón lærði segi satt, að hann eigi heima í Fagra-
dal og ég held af því að Jón er glöggur að gera heim-
ildir, þá segi hann þetta fyrst og fremst fyrir það, að
hann hafi átt heima í Fagradal í Vopnafirði, en í landi
Fagradals, Bjarnarey, dvaldi Jón í þrjú ár. Nú veit mað-
ur það að Brandur prestur og príor Fírafnsson á Flofi,
átti son, sem Sigurður hét. Flans er þó hvergi getið við
p'erningana. Flvað veldur? Er hann eitthvað baa'aður á
vettvangi lífsins? Bræður hans eru Hrafn lögmaður,
dótturmaður Jóns biskups Arasonar, og stórbændurnir
Árni á Burstarfelli og Snjólfur á Ási. Því ber Sigurð
svona langt frá bræðrum sínum? Kristín Sigurðardóttir
hiður Árna á Burstarfelli, árið 1581, að hjálpa sér um
fasteignir til giftumála, því hann er föðurbróðir henn-
ar. Og því á Kristín svona lítið, að hún þarf að leita
frændastyrks til giftumála? Hafi Sigurður blindur ver-
ið bróðir Hrafns lögmanns sem átti Þórunni dóttur Jóns
Arasonar, er skiljanlegra þeirra biskups og Sigurðar fé-
lag sem í sögum er. En Kristín ætlaði að eiga Ásgrím
Vigfússon. Þeirra afkomandi hefur verið Ásgrímur, f.
1664, á Hákonarstöðum 1703, Björnsson, sem fjöldi
manna á kyn að rekja til.
Ég hygg líka að kvæði séra Bjarna Gissurarsonar um
Sigurð Hjálmsson, d. 1704, afgamall, eigi við Sigurð
blind, þar sem hann segir:
t
Afi hans var utanlands
einn lærðastur manna.
Ættaður vel þótt eymdaél
örðug fengi að kanna.
Sigurður hét eftir þessum afa sínum, svo hér er um Sig-
urð að ræða, en það mundi skáldaleyfi að segja „afi“,
því Sigurður blindur mundi frekar langafi Sigurðar
Hjálmssonar en afi í okkar vanalega skilningi, og gæti
hitt þó verið satt, þar sem Sigurður Hjálmsson er svo
gamall 1703, að hann veit ekki aldur sinn, og hafði þó
„fróðleiksgrein, fleiri en ein, flotið í karlinn þenna og
nafni fylgt sem nær var skylt“, segir séra Bjarni. Við
höfum engan Sigurð í Austfjarðasiigu sem þetta gXÚ
átt við nema Sigurð blind.
Byrjar nú greinargerð á skáldunum, með meiri eða
minni ívitnunum í verk þeirra, og er þetta, eins og áð-
ur segir, skemmtilega unnið. Margt er þarna af góðum
skáldskap, en ekki er það hann, sem fyrst og fremst er
hér mest að meta, heldur hið heilaga orð sögunnar, sem
hann flytur, sem lýkur upp hinum horfnu heimum, og
gefur sýn um hugmyndaheim og lífsbaráttu liðinna kyn-
slóða. Það er dýrð sögunnar. Hér talar andi fólksins.
Það er laust við allan gjörningabrag í jarðakaupum.
Þarna hefur dr. Stefán ratað skemmtilegan veg og mann
grunar það, að hefði hann verið bóndi á Höskuldsstöð-
um á 17. öld, væri hann nú einn í þessu skáldatali. Á
bls. 161 segir eftirfarandi: „.... en því miður hefur
Benedikt frá Hofteigi (Austurland II) ekki athugað
hvenær Tobba dó.“ Stendur þetta í sambandi við kvæði
Hallgríms í Stóra-Sandfelli um „Tobbu“, sem er svo
skylt Þorkeli þunna eftir Jónas, að virðast má að annað-
hvort skáldið hafi til hins sótt, en Hallgrímur var um
50 árum eldri en Jónas, og ekki kvað J.ónas annað kvæði
slíkt, sem Þorkel þunna. Tilefni kvæðanna eru þó ólík
og Jónas þurfti að þekkja söguna af Þorkeli þunna í
Flateyjarbók til að yrkja kvæðið. En það er um þetta
mál að segja, að þessi „Tobba“ er mér ráðgáta. Dr. Stef-
án nefnir hana Þorbjörgu Magnúsdóttur og um hana
veit ég ekkert. Ég tók þá sögu gilda, sem margir þótt-
ust vita að væri rétt, að hér væri um móður Eiríks á
Hærukollsnesi að ræða, og glettnin ætti öll á Eiríki að
lenda. En nú er það svo, að móðir Eiríks hét ekki Þor-
björg heldur Ingunn Jónsdóttir, af merku fólki komin
í Álftafirði. Hallgrímur hefur þá búið til þetta Tobbu-
nafn sjálfur, en hér get ég byggt á marklausum sagn-
ruglingi. Ingunn lifir 1816, 43 ára gömul. Eiríkur er þá
tökupiltur á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd, 20 ára.
Þau hjón, Árni Pétursson og Ingunn Jónsdóttir búa ekki
saman 1816, eru með sinn drenginn í hvorum stað og
hafa verið sárfátæk, svo þess vegna var hægt að gera
grín þegar upp var staðið. Fram úr þessu, 1816, ætla ég
að Eiríkur hafi þroskast svo, að hann hafi ekki sótt kveð-
skap til Hallgríms um móður sína, og mun kvæðið nýtt
af nálinni um 1820 þegar Jónas hefur dvalið í Valla-
nesi.
Bók Stefáns er unnin úr því efni, einkum, er fyrir lá
í Landsbókasafni. Víða annars staðar lig'gur fyrir skáld-
skapur eftir Austfirðinga í ritum, einkum frá 19. öld.
Það getur beðið seinni tíma að sópa þetta gólf.
Smávillur hafa slæðst inn í bókina, mest fyrir rangar
upplýsingar síðari tíma manna og svo ef til vill einföld
pennaglöp. Ég tók eftir þessu. Fyrsta kona Hermanns
í Firði var ekki Olöf Jensdóttir, hún var víst aldrei til,
heldur Ólöf Arngrímsdóttir, Hallssonar af Njarðvíkur-
ætt. Þau voru fjórmenningar, langömmur þeirra voru
systur séra Eiríks í Þingmúla, Sölvasonar.
Þá er það ekki rétt að séra Grímur Bessason hafi heit-
ið Grímúlfur. Það hefur verið uppnefni, kannske hans
Heima er bezt 411