Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 20
HÓLMGEIR ÞORSTEINSSON:
Kvenhetja úr Kjósinni
(Niðurlag.)
VII.
Þó stundum væri þröngt í búi í Hólakoti, var þar
aldrei tilfinnanlegur skortur, sem krenkti þroska barn-
anna. Þau vöndust snemma mikilli vinnu, voru heilsu-
hraust, tápmikil og sérlega verkhög.
En ekki komust þau Hólakotshjón með öllu hjá því
að þiggja aðstoð sveitarinnar, sem þó var minni en lík-
legt var. Tveimur börnunum var komið niður frá 6 og
8 ára aldri og fram að fermingu. Úr því unnu þau fyrir
sér sjálf. Hin börnin voru með foreldrum sínum, en
hurfu smátt og smátt að heiman í vistir þegar þau höfðu
aldur til. En þegar ár og þreyta færðist yfir foreldrana,
voru börn þeirra til skiptis, þeim til aðstoðar.
Þegar yngsta dóttirin var 17 ára gömul, réðizt hún
vinnukona að Torfufelli í Hólasókn. Þar eignaðist hún
barn með kvæntum húsbónda sínum. Var það sveinbarn,
fætt 24. júlí 1854, og skírt Valdemar.
Þegar syona var komið högum hennar varð hún að
flytjast burt frá Torfufelli. En til þess að þetta atvik
yrði dótturinni ekki ofmikill fjötur um framtíðargengi
hennar, tók amman snáðann til fósturs, og hjá Guð-
björgu Pálsdóttur ólst hann upp til fermingaraldurs, en
þá tók faðir hans við honum. Hann dó 29. febrúar 1876,
aðeins 22 ára, ókvæntur og barnlaus.
VIII.
Búskaparlag og heimilishættir í Hólakoti voru mjög
á aðra lund en á nokkrum öðrum bæ þar í sveit, og þó
lengra væri leitað. Það var því að vonum að þessir sér-
stæðu heimilishættir, væri mjög á vörum fólksins í sveit-
inni, og er jafnvel ekki örgrannt um það enn, eftir meira
en hundrað ár, að ekki lifi í minni manna ýmsar sagnir,
er þeir hafa heyrt frá Hólakoti, skyldum og vandalaus-
um.
Hólakotshjónin voru um flesta hluti mjög ólík. En
þrátt fyrir það var sambúð þeirra hin ástríkasta sem á
varð kosið. Guðbjörg dáði og mildaði kosti bónda síns,
en virtist ekki sjá vanhæfni hans við bústörfin.
Sveinn bóndi var smávaxinn og grannholda, en Guð-
björg var mikil vexti og talin að hafa karlmannsburði
í gildara lagi, verkmikil, fjölhæf og óhlífisöm við sjálfa
sig. Á efri árum kvaðst hún ekki muna til þess að hafa
nokkurn tíma legið rúmföst um ævina, nema einn eða
tvo daga eftir barnsburð.
Sveinn var lítt til búskapar fallinn og verklítill. Hann
hélt uppteknum hætti um lestur bóka, og var stundum
svo niðursokkinn í lesturinn, að hann gætti einskis, er
fram fór í kringum hann. Var það á almæli að stund-
um, á sumrin, lægi hann í sólskini og þerri sunnanundir
bæjarvegg og læsi, meðan konan og krakkarnir unnu af
kappi við heyþurrkinn. Ekki hafði Sveinn fyrir því að
binda töðuna af Hólakotstúni, heldur gerði Guðbjörg
það, og bar stundum baggana á bakinu að heytóftinni.
Ekki vildi hún heldur láta Svein sinn mæðast í því að
rista heyjatorfið eða fara í dalagöngurnar á haustin, það
gerði hún sjálf. „Æi hann máske blotnaði í fæturnar og
yrði kalt,“ en til þess mátti hún ekki hugsa. Þegar Sveinn
bóndi þurfti að bregða sér vestur yfir Eyjafjarðarána og
svo stóð á, að hross voru ekki við höndina, en áin lítil,
lét Guðbjörg sig ekki muna um að vaða ána með bónda
sinn á bakinu. Þá var hún örugg um að honum yrði
ekki kuldinn að tjóni. Meðan börn þeirra voru ung,
smalaði Guðbjörg sjálf kvíaánum og var þá venjulega
berfætt, einkum er blautt var á jörð. Kvaðst hún vera
vön því frá æskuárunum í Kjósinni.
Nágrannakonur Guðbjargar létu stundum í það skína,
að þær vorkenndu henni fyrir vosbúðina og erfiðið, sem
hún legði á sig og ekki væri kvennameðfæri, heldur
væri það bóndans starf. Þá var hún vön að afsaka Svein
og segja: „Hann getur það ekki, ég er miklu færari til
þess.“ Og við það sat. Guðbjörg var mjög vinsæl af ná-
grönnum sínum og fús til að rétta þeim hjálparhönd
þegar hún gat því við komið. Atvik þar að lútandi var
Hólasóknarmönnum lengi minnisstætt.
Svo bar til í ágústmánuði árið 1843, að skæð umferð-
arveiki geisaði í Hólasókn. Af völdum veikinnar létust
sjö manns í Hólasókn með stuttu millibili. í Hólum
virðist veikin hafa verið mjög skæð. Þar létust þrjár
manneskjur. í dánarlista nefnir sóknarpresturinn veiki
þessa „Brjóstepidum“ sem læknar telja að muni hafa
verið, einhver tegund inflúenzu sem snúizt hafi upp í
banvæna lungnabólgu. í Hólum var þá fjórbýli og 21
maður í heimili. Lágu allar húsmæðurnar rúmfastar
samtímis. Var því mjög erfitt þar um hjúkrun, matseld
og mjaltir. Fólk í sókninni var slegið miklum ótta, og
404 Heima er bezt