Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 44
334. Þegar þessi grímumaður var far-
inn framhjá, förum við Mikki úr felum
og höldum í áttina til járnbrautarspors-
ins, sem nú sézt á milli trjánna. Mér lízt
ekki á blikuna, en er samt ákveðinn í að
ljúka erindi mínu.
337. Nú heyrði ég dunurnar í lestinni.
Þær aukast og nálgast, og nú brunar
lestin framhjá veifunum, en um leið
teygir maður höndina út um klefaglugga
og fleygir með hendingskasti einhverju
hvítu í merkja-áttina.
340. Síðan hleypur hann burt. En hvar
er nú Mikki? Auðvitað einhvers staðar á
snuðri. Ég kalla á hann. Hann kemur á
harða spretti. Hann sér þegar manninn
og tekur á rás á eftir honum.
335. Ég fer nákvæmlega eftir áætlun
þeirri, sem mér var fengin. Ég finn tvo
sæmilega kvistteinunga, sem ég nota í
stengur undir merkjaklútana rauðu,
sem ég fékk lijá honum sem sendi mig.
338. Þegar lestin er horfin, fer ég þang-
að, sem þessi hvita sending kom niður.
Þar liggur eitthvað hnýtt innaní vasa-
klút. — Hvað skyldi Jjað annars vera? —
steinmoli .... Og bögglað sendibréf!
341. Grímumaður er mesti hlaupagarp-
ur. Það er rétt aðcins að Mikki hefur við
honum. Maðurinn stefnir að stórri girð-
ingu með Mikka alveg í hælunum á sér.
Hann kemst inn um hliðið og ætlar að
loka því.
336. Þegar ég hefi komið rauðu veifun-
um fyrir, set ég mig til að bíða lestarinn-
ar. Við Mikki erum báðir í felum. Ann-
ars þykir mér þetta skringileg bréfsend-
ing — og dálítið ískyggileg.
339. Ég er í þann veginn að stinga
bréfinu í vasa minn, er ég heyri fótatak
að baki mér. Ég sný mér við. En í sama
vetfangi ræðst grímumaðurinn á mig og
hrifsar bréfið, sem ég held á í hendinni.
342. Mikki er æstur og grípur gjamm-
andi í buxnaskálm grímumanns. En
hann skellir aftur hliðinu og klifrar síð-
an út yfir það. Þarna sneri hann illa á
Mikka — lokaði hann inni!