Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 12
standa, þó að kræking hökulsins hefði ekki tekizt betur en svo, að neðri krókurinn hefði lent í efri lykkjunni með þeim afleiðingum, að önnur brún axlastykkisins tók presti upp í höfuð, en hinum megin skagaði hök- ullinn fram af öxlinni. Ég og mínir líkar áttu nú orðið heldur örðugt með að innibyrgja hláturinn, og margir hinna eldri virtust eiga fullerfitt með að halda sér í skefjum. Mátti eiginlega segja, að guðræknisblæ messu- gerðarinnar væri snúið upp í ískrandi hlátur. Margir reyndu þó að bæla niður hið ósiðlega athæfi, en kom- ust við það í hinar óeðlilegustu stellingar, svo að þar skapaðist nýtt aðhlátursefni. Enginn stóð sig eins vel og séra Gunnar og flest söngfólkið. Hélt athöfnin því áfram að nafninu til. Veslings meðhjálparinn fann sér það til afþreyingar, að klippa skarið af altariskertun- um, en honum mistókst það eins og annað. Logandi skarið festist í klippunum og þá tók hann til þess sein- heppilega ráðs, að hrækja á logann. Sýndist okkur þá ekki miklu muna, að skrúði prests bæri merki tiltækis- ins, og batnaði nú ekki ástandið við þetta. En prestur var hinn harðasti og hélt sitt strik. Mun einbeitni hans hafa átt drýgstan þáttinn í að sæmileg kyrrð komst á aftur, svo að hægt var að ljúka messunni sómasamlega. En við höfðum oft góða skemmtun af að rifja upp þessa ferð og mistök meðhjálparans í Höfðakirkju. JÓNAS Á LÁTRUM SVARAR FYRIR SIG Jónas á Látrum átti sjóbúð í Grímsey. Fór hann út þangað á hverju vori á Felix gamla (það var opinn bát- ur) og lá þar við 4—5 vikur. Stundaði Jónas þá margs konar veiðiskap, svo sem hákarlaveiði, fuglafang, eggja- tekju o. fl. Dró hann venjulega í Grímseyjarferðum sínum mikla björg í Látrabú. Heyrði ég hann sjálfan segja þessar ferðir orðnar þrjátíu talsins, og hafði hon- um aldrei hlekkzt á í þeim á nokkurn hátt. Fór Jónas aðeins eina slíka för eftir að ég kom að Látrum (1878). Ræddu menn oft um það, að Jónas hlyti að auðgast mikið á Grímseyjarferðunum og býst ég við að sú skoðun hafi haft við töluverð rök að styðjast. Því var það, að í brúðkaupsveizlu að Grýtubakka í Höfða- hverfi, að Jón alþingismaður Sigurðsson á Gautlöndum vék að þessu. Var þingmaðurinn orðinn góðglaður og bar þá töluvert á honum. Við Jónas sagði hann: „Og þarna ert þú, sem mest hefur grætt á Grímsey- ingum. Ekki yrði nú mikið úr þér, ef þú ættir að vera forseti neðri deildar á Alþingi.“ Jónas svaraði: „Og þá held ég yrði nú ekki mikið úr þér, ef þú ættir að sigla honum Felix mínum fram á Nýjagrunn. Þú yrðir þá ekki lengi að krusa þér til helvítis.“ Samtalið varð ekki lengra, og yrti þingmaðurinn ekki frekar á Látrabóndann, en margir munu hafa haft gam- an af því, hve djarfmæltur Jónas var við mývetnska höfðingjann. En Jónas lét ógjarnan í minni pokann. Gilti hann einu við hvern hann átti, hefði sennilega svarað fullum hálsi, jafnt kónginum sem þingmannin- um. Jón H. Þorbergsson . . . Framhald af bls. 393. ---------------------------- Þá skal ég að lokum geta þess sem ég hef í ár unnið á sviði hins aðal-áhugamáls míns, trúmálanna. Það er þá í fyrsta lagi að ég tók í ár þátt í kirkjuviku í prófastsdæmi Suður-Þingeyjarsýslu. Én ég átti frum- kvæðið að því að til hennar var stofnað. í öðru lagi hef ég í ár sent bækling út til samtals 100 presta og safnaða víðsvegar um land með tillögum og greinargerð, sem ég flutti á Almenna kirkjufundinum f Reykjavík í fyrra. Tillögur mínar fela í sér könnun á öllum heimilum þjóðkirkjunnar í landinu um trúarlegt ástand og viðhorf. Gæti kirkjan með þessu myndað sér betri aðstöðu til sóknar á hendur vantrú og tómlæti um eilífðarmálin. í bæklingnum, sem ég sendi út, eru 10 spurningar til heimilanna út af trúarlegu viðhorfi. Einn prestur hefur síðan skrifað mér að hann ætli að leggja þessar sömu spurningar fyrir hvert heimili í sóknum sínum og biðja fólkið að svara þeim. í þriðja og fjórða lagi hef ég flutt í ár erindi í útvarp- ið sem ég nefndi „Andleg verðmæti“ og loks flutt erindi í kirkjum úti á landsbyggðinni þótt leikmaður sé, nú síðast í Vopnafjarðarkirkju. Nei, ég er ennþá í fullu starfsfjöri þótt gamlaður sé að árum. Vorkvöld á Akureyri Vorsins er víðáttan fögur, vaxandi ilmþýður blær. Ljómandi litbrigða kögur þar lj óselfur hámarki nær. Mér er sem í hljómkviðu heyri huldumál lífsins sem grær. Það er yndi á Akureyri, af unaði hjarta mitt slær. Stefán Guðjónsson. LEIÐRÉTTING í greininni „Kaupstaðarferð í janúar 1918“, eftir Glúm Hólm- geirsson, sem birtist í júlíblaði Heima er bezt 1964, voru tvær prentvillur, sem lesendur eru vinsamlegast beðnir að leiðrétta: Bls. 260, síðari dálkur, 6. 1. a. o. .. . Þótti eilítið ískyggilegt . ., les: Þótti útlitið ískyggilegt o s. frv. 15. 1. a. n. . . . var það nú frosið.les: var það nú þrotið o. s frv. 396 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.