Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 7
— Þetta hafið þið samt þraukað af til morguns, þú og
hestarnir.
— Um annað var ekki að ræða. En það get ég sagt
þér að þetta var versta nótt, sem ég hef lifað. Það vildi
mér tii happs að báðir hestarnir mínir voru afburða hest-
ar að dugnaði, ötulir og ótrauðir. Annars veit ég ekki
hvernig farið hefði í þessari ferð.
Þegar ég kom að eyrunum, þar sem Jökulflalið rennur
í Hvítá, var það óreitt með öllu vegna krapauppgangs,
sem safnast hafði í það um nóttina. Þar var botnlaus elg-
ur. Varð ég þá að fara upp með Jökulfallinu og reyna
hvort ég fyndi ekki einhversstaðar auða vök eða vað.
Loks komst ég yfir á fossbrún, en þar má segja að ég
hafi farið á tæpasta vaði, því straumnum kastaði í hnakk
á hestunum. Þar átti ég sterkum og traustum hestum líf
mítt að launa.
Ég frétti seinna að gangnamenn hafi verið rétt á eftir
mér, þeir hafi lent í sömu vandræðum og ég við Jökul-
fallið, og ætlað að fara í för mín á fossbrúninni. En þeim
fannst vatnið svo djúpt og vaðið glæfralegt að þeir hurfu
frá. Ég hef ekki heyrt að nokkur hafi farið á þessari foss-
brún, hvorki fyrr né síðar.
— Komstu að kvöldi þessa dags til byggða?
— Komst og komst ekki. Ég komst einhverntíma næt-
ur í fjárhúskofa frá Tungufelli í Hreppum og hélzt þar
við fram í birtingu. Það var fjórða vökunóttin mín í
þessari ferð, enda sú slarksamasta sem ég hef farið um
ævina. Þegar ég kom til bæja varð fólk undrandi að ég
skyldi komast lífs af úr þessum erfiðleikum, með ekki
meiri útbúnað en ég hafði.
— Varstu aldrei hræddur?
— Hvarflaði ekki að mér. Og einmitt þess vegna gat
ég alltaf á hættunnar stund tekið skynsamlegar ákvarð-
anir og einbeitt mér að þeim. Ef ég hefði orðið hræddur
í bylnum í Gránunesi, væri ég ekki í tölu lifenda nú.
— Hefirðu oft lent í lífsháska um dagana?
— Já, a. m. k. oftar en í þetta skipti. En ég trúi á hand-
leiðslu æðri máttarvalda og tel að þau hafi jafnan leitt
mig og haldið yfir mér hlífiskyldi.
— Hvernig líkaði þér í stórum dráttum að ferðast um
landið?
— Mér þótti mjög gaman að því. Ég var líka ungur
Farið yfir Laxd á Fossavaði.
A Kili. Hrútafell i baksýn.
á þeim árum, í fullu starfsfjöri og með takmarkalausan
áhuga á hugðarefnum mínum. Það var líka í senn gott
og skemmtilegt að ferðast um ísland á þeim árum. Hvar-
vetna einstaka alúð og gestrisni að finna, mjög ánægju-
legt að kynnast fólkinu og tala við það, og það sem mér
fannst ánægjulegast af öllu: Það var einlægt, bar traust
til mín og margir sögðu mér ævdsögu sína, eða a. m. k.
það sem máli skipti úr ævi sinni. Við allt þetta jókst
áhuginn hjá sjálfum mér að gera fólkinu og um leið
landinu í heild, allt það gagn, sem mér væri framast unnt.
— En allt í einu hættirðu þessum ferðalögum og tókst
að búa á einu söguríkasta höfuðbóli landsins.
— Þú meinar Bessastaði. Já ég festi kaup á Bessastöð-
um árið 1917 og bjó þar í 11 ár. Áður hafði Skúli Thor-
oddsen búið þar, en hreppurinn keypti jörðina af erf-
ingjunum. Einhverjir erfiðleikar voru á því að fá kaup-
anda að jörðinni, en hinsvegar mikið kapp lagt á það
svo hún níddist ekki niður. Það varð svo úr að mér var
boðin hún til kaups.
— Þá hefur þú verið orðinn ríkur?
— Nei, ég var ekki ríkur í þá daga. Átti nokkrar krón-
ur fyrir bústofni, annað ekki. Jörðin var öll í skuld og
ég fékk að ganga inn í lánin. Annars hefði þetta ekki
verið hægt.
Þetta sama vor átti ég þess kost að ráða mig sem sauð-
fjárræktarráðunaut hjá Búnaðarfélagi Islands. En ég
treysti mér ekki að starfa á þeim grundvelli að segja öðr-
um hvað þeir ættu að gera, en gera ekkert sjálfur. Það
reið baggamuninn.
— Hvernig líkaði þér að búa á Bessastöðum?
Heima er bezt 391