Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 11
andi, enda nýháttuð, og }>að vissi Jóhannes. Hann stanz-
ar við rekkjustokkinn og spyr:
Ertu sofnuð, elskan mín?
Hún svarar samstundis:
Ekki fast, minn kæri.
Hann heldur áfram:
Á ég að koma upp til þín?
Og ekki stóð á botninum:
Ef þú sérð þér færi.
Jóhannes Davíðsson var mikill gleðimaður, m. a. dans-
maður. Eftir hann er dansvísa undir alkunnu, gömlu,
danslagi; hún er svona:
Upp með rælinn, vífin vona.
Vík þér dáltið* hliðar til.
Áfram betur, einmitt svona.
Allt oss gengur nú í vil.
Komdu nær, mín kæra, ljúfa,
koss af vörum gef mér einn,
af því ég er ungur sveinn,
í ástum mínum hreinn og beinn.**
Ekki er mér (J. Ó. Sæm.) kunnugt um hvar Ijóðasafn
Jóhannesar Davíðssonar er niður komið, en það mun
hafa verið ekki svo lítið að vöxtum, og vafalaust er
margt í því skemmtilegt. Eitt kvæði hef ég undir hönd-
um, sem hann orti við andlát Sigurðar nokkurs Guð-
jónssonar. Ber það vott liðlegrar hagmælsku og hug-
kvæmni. Þeir, sem kunna vísur og kvæði eftir Jóhannes
á Syðstabæ, ættu að koma þeim á framfæri (t. d. við
Heima er bezt), eða sjá um með einhverjum hætti, að
þær glötuðust ekki.
HLEGIÐ í HÖFÐAKIRKJU
Heimilisfólkið á Látrum skipti sér til kirkjuferða, eft-
ir því sem hestarnir leyfðu. Fólkið var svo margt í heim-
ilinu, að hestarnir nægðu ekki nema handa helmingi þess
í einu.
Einu sinni fékk ég að fara til kirkjunnar, það var
sumarið 1880, en þá var ég ellefu ára gamall og hafði
ekki fyrr á ævinni til kirkju komið. Látrahjón fóru
ekki að þessu sinni, heldur vinnufólkið, og var Kristín
* dáltið = dálítið.
** Jórunn Kristinsdóttir svaraði dansvísu Jóhannesar svona:
Eg þó dansi einn ræl bara,
ungur sveinn, við þig í kvöld,
ást ég þinni ei má svara,
og allra sízt að veita gjöld.
Fagurt hjal af flærðarmunni
fæðist oft í skemmtisal.
Aldrei slíkum veiðival
vitur meyja treysta skal.
frá Botni (Jónsdóttir) fararstjórinn. Að ég fékk að fara
þessa ferð, átti ég henni algerlega að þakka, eins og
margt annað gott.
Langt var til kirkjunnar, líklega um 30 kílómetrar,
því að kirkjustaðurinn var í Höfða í Höfðahverfi. En
ferðin gekk greiðlega. Hestarnir voru viljugir og Krist-
ín þreytti reiðina af miklu kappi, enda veitti ekki af,
svo að komizt yrði í tæka tíð til messunnar. Til þess að
reiðskjótarnir yrðu léttari upp á fótinn, hafði Kristín
látið þá standa við hestasteininn á Látrahlaði í þrjár
ldukkustundir, áður en lagt var af stað. Var riðið sem
leið liggur inn eftir endilangri Látraströnd, um Greni-
vík og Höfðahverfi, og þótt vegurinn væri ekki góður,
var veðrið ágætt, hestarnir viljugir og samferðafólkið
skemmtilegt. Þetta var mildll viðburður fyrir mig,
stráklinginn, sem hafði fátt eitt farið, enda skemmti ég
mér konunglega. Og okkur tókst, þó að löng væri
kirkjugatan, að komast í tæka tíð að Höfða Þengils
landnámsmanns, mjögsiglanda, en þá var þar bóndi og
prestur séra Gunnar Ólafsson, hinn mætasti maður.
Auðvitað átti slík ferð á helgum degi og til guðs-
þjónustu ekki að vera fyrst og fremst skemmtiferð, þó
að sú yrði raunin. Og það var meira að segja í sjálfri
kirkjunni, sem við skemmtum okkur mest, þó að prest-
urinn gerði sitt til að messugerðin yrði sem hátíðleg-
ust. Það er nú einu sinni svo, að þegar eitthvað kátbros-
legt gerist við messu, ber meira á því en undir öðrum
kringumstæðum, og munu margir minnast þess, hve
kirkjuhlátur getur orðið einkennilega erfiður viðfangs,
því að jafnaði reyna menn að halda hátíðlegum blæ á
framkomu sinni á slíkum stað.
Það bar fyrst til tíðinda við messuna, að meðhjálpar-
inn mætti ekki, svo að prestur varð að notast við mann,
sem ekki hafði fyrr skrýtt prest í kirkju. Hann var þó
ekki valinn af lakari endanum, því að hann hafði verið
í Ameríku, var lærður smiður og vel metinn bóndi.
Þetta var Gísli Jónasson á Svínárnesi. En þó að Gísli
væri góður smiður og svona forframaður, tókst honum
svo óhönduglega meðhjálparastarfið, að messugerðin
varð minnisstæðari fyrir hans þátt í athöfninni, heldur
en prestsins og söngfólksins, og hefur þó hvort tveggja
vafalaust verið vel af hendi leyst.
Fram yfir stólræðuna gekk allt slysalaust, en þegar
aftur þurfti að skrýða prestinn fór verr en skyldi. Af
einhverjum ástæðum varð meðhjálparinn þá svo tauga-
óstyrkur, að honum mistókst að hneppa rykkilíninu, þó
að hann gæti lagfært það, án þess mikið bæri á. En út
yfir tók, þegar hann sneri höklinum öfugt.
Auðsjáanlega reyndi prestur hvað eftir annað, að gera
aðstoðarmanninum skiljanlegt, að hökullinn mætti ekki
vera svona, en það bar ekki tilætlaðan árangur. Með-
hjálparanum mun þá hafa verið orðið ljóst, hve mikla
athygli mistök hans og klaufaskapur olli meðal kirkju-
gesta og kom það honum alveg úr jafnvægi. Tók prest-
ur það þá til bragðs að sætta sig við orðinn hlut og reyna
að láta sem ekkert hefði í skorizt. Mun hann hafa gef-
ið aðstoðarmanni sínum merki um að láta við svo búið
Heima er bezt 395