Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 42

Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 42
— Viltu ekki láta sækja lækni? — Nei, ég fyrirbýð það! Og ég fyrirbýð, að nokkur komi hér inn fyrir dyr annar en þú, Steinvör! — Má ég ekki reyna að gera eitthvað þér til hjálpar? — Ég vil ekkert nema fá að vera einn í dag. Þú getur litið hingað inn aftur í kvöld. — Ætlar þú ekki að nærast á neinu í allan dag? — Nei. — Jæja, þá er það tilgangslaust, að ég tefji hér inni lengur, fyrst þú vilt ekkert af mér þiggja. — Ég skal opna fyrir þér. Þorgrímur stígur fram úr rúminu, reikar fram að dyrunum og opnar þær. Hann aflæsir hurðinni óðar, þegar Steinvör er komin út fyrir. Steinvör hugsar með sér, að hún skuli ekki ónáða hann aftur fyrr en í kvöld, að hans eigin ósk, enda muni einveran sennilega henta honum bezt í þessum veikind- um sínum. Síðan hraðar hún sér fram í eldhúsið og skýrir heimilisfólkinu frá, hvernig ástatt sé með Þor- grím, og það tekur þeirri frétt með jafnaðargeði. Að svo stöddu er ekki um annað að ræða en lofa gamla manninum að vera einum, fyrst hann fyrirskipar svo sjálfur. Og dagurinn líður. XIV. íhuganir og strcmmhvörf Þorgrímur byltir sér stöðugt máttfarinn í rúminu og finnur engan frið. Hin ofsalega geðshræring, sem hann komst í síðastliðið kvöld, er að vísu liðin hjá, en í sál hans stendur eftir eins og opið sár, og kveljandi endur- minning um hvert orð Trausta það kvöld drýpur nú í þá und sem brennandi hreinsilyf í óhreint sár, og sann- arlega svíður Þorgrími. Hann hefur engan þrótt til þess að standa Iengur á móti reikningsskilum við sína eigin samvizku og verður nú að mæta fyrir dómstóli hennar. Aldrei fyrr hefur Þorgrími fundizt hann vera orðinn gamall maður, en á þessari stundu er hann gagntekinn þeirri tilfinningu. Allt hans líf birtist honum nú eins og sjónleikur, er líður hægt framhjá, og hvert atvikið af öðru knýr hann nú til reikningsskila við réttláta sam- vizku. Honum er það nú ljóst í fyrsta sinni, að slíkt hlýtur að vera öllum óhjákvæmilegt að lokum að gera hrein reikningsskil gjörða sinna. Það er lögmál lífsins! í gærkvöldi fannst Þorgrími sonur sinn vera ósvífinn og harðorður við sig, en nú finnur hann, að Trausti var aðeins að sýna honum sannleikann í réttu ljósi. Hann getur ekki lokað augunum lengur fvrir því. Hann vissi það frá upphafi, að Svanhildur gerði það eingöngu af fórnfýsi við foreldra sína að lofa því að giftast honum, en hennar eigin vilji var það ekki. Sjálfur hugsaði hann eingöngu um eiginhagsmuni. Þorgrími var það ljóst, að Steinvör fyrrverandi bú- stýra hans var tekin að reskjast og orðin þreytt á mik- illi búsýslu og ekki öruggt að treysta á hana í framtíð- inni. En hins vegar var honum einnig ljóst, að Svan- hildur var fyrirmyndar bústýra, ung, dugleg og stjórn- söm. Og hann var orðinn þess fullviss, að með henni myndi honum búnast vel, og auður hans vaxa. Hann ákvað því að fá hana fyrir eiginkonu til þess að vera öruggur um að njóta hennar við búreksturinn. Það væri líka nógu glæsilegt fyrir fátæka umkomulausa stúlku að giftast honum, æðsta og auðugasta manni sveitarinnar og setjast í húsfreyjusætið á óðali hans! Um þessa svokölluðu ást hirti hann ekkert á hvoruga hliðina, slíkt hafði alltaf verið hégómi í hans augum. En sjálfur treysti hann sér ekki til þess að vinna Svanhildi til fylgis við sig og fékk því fátækan föður hennar til þess með fégjöfum að koma þessu í kring. Það munaði hann ekki svo miklu, þótt hann yrði að láta af hendi rakna dálitla fjárupphæð við foreldra Svanhildar, á meðan hann væri að eignast hana! En svo ætlaði hann líka fljótlega að hætta þeim fégjöfum, þegar þau væru gift. í þessum anda gerði hann eina góðverkið, sem hann minnist að hafa gert það sem af er ævinnar, — að rétta hjónunum á Ytra-Núpi fjárhagslega hjálp í fátækt þeirra, og nú dæmir samvizka hans það neikvætt. Þorgrímur stynur þunglega. En atburðarás hins liðna heldur áfram að streyma framhjá og knýja hann til reikningsskila. — Loks settist Svanhildur með honum á brúðarbekkinn, og þá taldi hann sig hafa sigrað að fullu og öllu. En þá tók ósýnilegur máttur óvænt í taumana og gerði hjúskaparáform hans ógilt á síðustu stundu, og það á mjög grunsamlegan hátt um nauðung brúður- innar. En hann hét því samt að gefast ekki upp við þann ósigur, heldur láta sýslumanninn vígja þau saman við fyrsta tækifæri! Nú á þessari stundu er Þorgrími það Ijóst, að hann getur aldrei framkvæmt það áform sitt að kvænast Svan- hildi. Þann lokadóm kveður hans eigin samvizka upp yfir honum. Hann minnist orða sonar síns kvöldið áður: — Hingað til hefi ég talið þig heiðarlegan mann með samvizku, og geri það enn .... Já, heiðri sínum vill hann vissulega ekki glata. En svo hefði þó líklega farið fyrir honum, ef sonur hans hefði ekki bent honum jafn rækilega og hann gerði á sann- leikann í tæka tíð! Máltækið segir, að sannleikanum verði hver sárreiðastur. Og svo varð fyrir honum síð- astliðið kvöld, en nú er hann syni sínum þakklátur fyrir hreinskilni hans! Aldrei hefur það verið honum jafn- ljóst og nú, hve ágætan son hann á í raun og veru. En samhliða því rís rödd samvizkunnar upp að nýju, ströng og óvægin, og segir honum, að við þennan eina son hafi hann að mestu vanrækt föðurskylduna frá fyrstu tíð, og skuld hans þar sé því ærið stór. Já, hann finnur að það er satt. (Framhald.) 426 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.