Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 19
þekkti ég ekki auk þeirra Sigurðar og Páls, sem fyrr er getið. Eftir að hafa setið um stund og virt fyrir mér það, sem fyrir augun bar, þótti mér ljúkast upp dyr og inn koma Kristur. Þótti mér hann vera að útliti líkt og myndir hafa birzt af honum, hár vexti og fremur grann- ur, með alskegg ljóst, líkastur dr. Helga Péturs af þeim mönnum sem ég hefi séð. Þótti mér stafa af honum blíða og mildi. Strax og hann var kominn inn, þótti mér hann taka til að prófa fólkið, eins og Sigurður Níelsson hafði sagt mér. Hann lét alla syngja og sagði þeim að syngja það, sem þeim dytti í hug, og síðan þótti mér hann láta alla glíma. Ekki fylgdist ég með þessu, svo að ég myndi, þar til kom að Eyjólfi mági mínum og Þorsteini. Þótti mér þeir glíma við marga, og þótti mér Eyjólfur fella fleiri, enda mikið hraustmenni. En hvað þeir sungu, mundi ég ekki. Þegar búið var að prófa þá báða, þótti mér Kristur koma til mín og segja mér að syngja það, sem mér dytti í hug, og söng ég þá þessi vers: Minn góði Guð, ég þakka þér fyrir þann dag, sem liðinn er, og hvert það stig, er flutt mig fær friðsælu þinni bústað nær. Og einnig: Nú til hvíldar halla ég mér, höfgi að augum síga fer. Alskyggn Drottinn, augun þín yfir vaki hvílu mín. Þegar þessu var lokið, þótti mér Kristur segja við mig, að nú geti ég komið með sér, ég þurfi ekki að glíma, og þóttist ég verða því mjög feginn. Þótti mér hann svo ganga út, og ég á eftir honum. Um leið og við gengum út, þóttist ég líta inn urn rifu á hálfopinni hurð, sem var til vinstri, er við gengum út, og sá ég þar inn í stóran sal, sem var fullur af kvenfólki, og virtist mér því líða mjög illa. Voru þær flestar uppi í rúmum, að mér virt- ist vera. Þegar Kristur var kominn upp fyrir Helvíti og á leið upp í Himnaríki og ég með honum, þóttist ég nema staðar og segja við hann, en þó hálffeiminn: „Ég kom hingað ríðandi. Ég var með tvo hesta.“ Þótti mér hann þá segja: „Jæja, þá skalt þú taka þá með þér og hafa þá hjá þér, og þá getur þú gengið að þeim, þegar þú vilt.“ Og á þessum tveimur hestum, Hrími og Jarpskjóna þóttist ég fara til Himnaríkis. Og var draumurinn svo ekki lengri. Éyjólfur, Þorsteinn og Sigurður, sem nefndir eru hér að framan, eru allir dánir, en Páll á Hjálmsstöðum lifir enn á áttugasta og öðru ári.* * Páll dó 11. sept. 1958 á áttugasta og sjötta ári. — B. M. EFTIRMÁLI ÞESSA DRAUMS Ég get vel skilið, að ég hefði Hrími minn til reiðar í þessa miklu för. Hann getur eiginlega kallast minn fyrsti reiðhestur, sem ég átti alltaf, þar til ég felldi hann gaml- an. Var ég tvítugur, þegar ég keypti hann 5 vetra norð- an úr Húnavatnssýslu. Var hann dúnþýður töltari og prýðis vel vakur. Mér þótti mjög vænt um hann og gældi mikið við hann. Gegndi hann gælunafni sínu „Goggur minn“, þegar ég kallaði til hans og kom þá til mín. Hafði ég þá oftast eitthvað handa á milli til að gæða honum á. Én vissast þótti honum að láta mig smakka á góðgerðunum sjálfur, væri um eitthvert óvenjulegt góðgæti að ræða. Og væri ég búinn að því, stóð ekki á honum að taka til matar síns. Svo var það eitt sinn, þegar ég sem oftar kom að Ár- bæ til hinnar ágætu konu Margrétar, sem allir Sunn- lendingar þekktu að öllu góðu, að ég spurði hana, hvort hún hefði nú ekkert matarrusl fyrir hendi til að gefa mér handa Hrími mínum, sem væri svangur, og myndi hann ekki vera matvandur núna. Stóð nú þannig á fyrir henni, að hún kvaðst ekkert hafa nema vambir og lungu og annað dót í fötu, en það myndi hann ekki vilja. Ég beiddi hana um að lofa mér að sjá þetta. Var þetta full fata af alls konar sláturúrgangi. Með þetta fór ég svo til Hrímis og sýndi honum, og lét hann illa við því fyrst. En þegar ég tók barka og fór að éta hann, fékk Hrímir óðar lystina og þurrkaði alveg innan föt- una og varð gott af öllu saman. Þetta hefi ég engan annan hest vitað gera en hann. Nóttina eftir að hann var deyddur, en það var með öðrum hætti og verri, heldur en ég hafði ætlazt til, dreymdi mig hann átakanlega, þar sem hann var að sýna mér sig og kæra fyrir mér dauðdaga sinn. Komst ég því strax að því, hvernig það hafði gengið til. Oft og mörgum sinnum dreymir mig hann, eins og fleiri reiðhesta mína, sem horfnir eru, en hart gengur hann eftir því, að ég meti sig mest. Það var því ekki neitt undarlegt, þótt hann yrði fyrir valinu í þess síð- ustu ferð rnína. En hitt þótti mér skrýtnara, að hinn hesturinn skyldi vera Jarpskjóni, en ekki Skuggi minn, sem var þá og síðar mitt uppáhald. En svo var með þennan Jarpskjóna, að hann keypti ég sex vetra af Bárði Bergssyni í Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum. Hann var afar fríður hestur, fallega litur, öskuviljugur og fínn klárhestur, brokkari, ekki töltgengur né vakur. Þennan hest ól ég vel næsta vetur, en svo vildi til, að hann fékk eins og aðsvif tvisvar í reið þennan vetur og datt þá niður undir mér. Kenndi ég um að hann hefði ekki nógu loftgott hesthús. Á milli bar ekkert á hon- um og aldrei síðar, og varð hann þá 30 ára. Vorið 1907 eignaðist ég Skugga minn eða Blakk frá Stóra-Dal í Svínadal í Húnavatnssýslu. Keypti ég hann af Jóni Þórarinssyni fræðslumálastjóra. Hafði ég alltaf haft hug á Skugga. Þetta varð til þess, að nú þurfti ég að selja Jarpskjóna, því að ekki var að tala um að selja (Framhald á bls. 408.) Heima er bezt 403

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.