Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 10
JOHANNES OLI SÆMUNDSSON:
Látra-Sæmunaur seeir frá
HERRA STÓRARTAÐUR
Frá því segir í „Virkum dögum“ þeirra Sæmundar
og Hagalíns (nýja útgáfan bls. 202—207), er
Margrét, hákarlaskip úr Hrísey, rakst á ísjaka og
sökk á Grímseyjarsundi vorið 1892, en skips-
höfninni var bjargað. Sæmundur var þá „ungur skips-
stjóri á gömlu skipi“, Skildi frá Akureyri. Var Skjöldur
nærstaddur, er Margrét sökk og tókst Sæmundi og
mönnum hans að bjarga skipshöfninni. Þótti þetta sæta
miklum tíðindum. Gunnlaugur Jónsson frá Litla-Ár-
skógi var mikils metinn og traustur skipsstjóri, þó að
svona færi. Sæmundur var nýtekinn við formennsku á
hákarlaskútu, og þótti ýmsum það spá góðu um frama
hans á þeirri braut, að svona vel skildi heppnast með
þessa björgun, sem áreiðaniega hefur verið bæði áhættu-
söm og erfið.
Jóhannes Davíðsson, bóndi og útgerðarmaður á
Syðstabæ í Hrísey var Þingeyingur að ætterni. Hann
kvæntist Margréti Guðmundsdóttur, Arnfinnssonar frá
Moldhaugum, er hún var ekkja orðin eftir Jörund Jóns-
son á Syðstabæ (Hákarla-Jörund). Sæmundur lýsti Jó-
hannesi svo, að hann hefði verið „grannur vexti, ljós-
hærður, með jarpt yfirskegg, snyrtilegt; glaðvær ná-
ungi, skynsamur og skemmtilegur, skáldmæltur og svo-
htið oflátungslegur, dálítið gefinn fyrir vín og nokkuð
upp á kvenhöndina“. Jóhannes hafði að orðtaki „stór-
artað“, „stórartaður“ (d. storartet = mikilfenglegt).
Notaði hann þetta sem áherzlu og undrunarmerki, og
víst nokkuð mikið. Út af þessu orðtaki var ort um hann
eftirfarandi vísa (höfundur Jósteinn Jónsson í Kálf-
skinni):
Ferðast oft um flyðru-svið
frekt af víni glaður;
hefur á sér höfðingssnið,
herra „Stórartaður“.
Jóhannes tók sér mjög nærri afdrif Margrétar, þó að
ekki væri hann stórorður við Gunnlaug skipstjóra, eftir
því sem Virkir dagar greina frá. Ekki heyrði Sæmund-
ur hann mæla fram vísu þá, sem hér fer á eftir, en hún
er ort út af þessum atburði, sennilega sama daginn og
Sæmundur skilaði Gunnlaugi og skipshöfninni af Mar-
gréti upp í Hrísey:
Nú er Alanga fallin frá,
fæst ei auðnan lengur.
— Þegar horft er öfugt á,
út af striki gengur.
Jóhannes Davíðsson hélt úti árabáti á haustvertíð og
hafði umsvif töluverð í Hrísey, eins og sjálfsagt var á
því merka heimili, Syðstabæ. Kona hans mun hafa ver-
ið mjög virkur þátttakandi í búrekstri og útgerð stað-
arins, svo sem hún hafði einnig verið með sínum fyrri
manni. Mun hún alloft hafa sett ofan í við Jóhannes
fyrir drykkjuskap hans og þar af leiðandi gloppótta
stjórn hans á ráðnum starfsmönnum, sem margir voru
helzt um of leiðitamir Bakkusi. En Jóhannes var létt-
lyndur og sló oft upp í grín umræðunum, þegar hon-
um þótti henta, og kastaði jafnvel fram stöku.
Einhverju sinni lá illa á frú Margréti, og ekki að
ástæðulausu. Haustvertíð stóð sem hæst, nógur fiskur,
allir í róðrum, nema sexmannafar Syðstabæjarbóndans.
Var Jóhannes nýkominn úr kaupstað og höfðu menn
hans morgnazt illa. Kenndi frúin bónda sínum um og
deildi á hann, hafði jafnvel nokkuð hátt. Kom þá þessi
vísa:
Við skulum ekki hafa hátt
hér á margra færi,
en þakka þér fyrir það í nátt,
þó að lítið væri.*
Tók Margrét vel glensinu, þó að það höfðaði til við-
skipta þeirra í rúminu — og féll ádeilan niður.
Jórunn Kristinsdóttir, sem síðar varð seinni kona Sæ-
mundar, var vel hagmælt. Þau Jóhannes Davíðsson voru
kunningjar og höfðu nokkrum sinnum leitt saman hesta
sína. Einhverju sinni gekk Jóhannes þar um baðstofu,
sem Jórunn svaf í, nýlega háttuð. Var hún létt blund-
* ASrir hafa vísuna svona:
Við skulum bara hafa hljótt
hér á margra færi,
þakka þér fyrir það í nótt,
þó það lítið væri.
394 Heima er bezt