Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 18
BÖÐVAR MAGNÚSSON, LAUGARVATNI: raumar FERÐIN TIL HELVÍTIS OG HIMNARÍKIS að var á árunum 1908—10, ég er ekki viss um það nú orðið, hvert árið það var, — að mig dreymdi að barið var að dyrum hér á Laugarvatni. Ég þóttist fara sjálfur til dyra. Við dymar stóð maður ókunnur mér. Eftir að við höfðum heilsazt, sagð- ist hann vera með boð til mín þess efnis, að ég ætti að búa mig fljótt og fara héðan. Ég spurði hann, hvert ég ætti að fara. Hann sagði að- eins: „Alfarinn héðan.“ Varð samtalið ekki lengra, og hann fór sína leið. Ég bauð honum ekki inn, og jafn- vel kvaddi hann ekki. Ég vissi nú þegar strax, að ekki var til setunnar boð- ið, og að þessi ferð mín væri sú hinzta, sem ég færi, og að ég væri þar með að kveðja lífið. Hér yrði ekki snú- ið aftur né neinn frestur gefinn. Ég bjó mig því í snatri og hafði tvo hesta til reiðar. Annar var grár reiðhestur minn, sem Hrímir hét, og honum reið ég, en teymdi jarpskjóttan klárhest, sem ég hafði átt í eitt ár, en selt vini mínum þá fyrir tveimur árum. Þegar þetta gerðist, átti ég brúnan uppáhalds- gæðing, og þótti mér það eitt miður, að ég hafði ekki haft tíma til að ná honum, en hann var alltaf Ijónstygg- ur. Samt var ég ekkert kvíðinn yfir ferðalaginu. Hestarnir voru báðir góðir, og ég viss með að rata, því að strax og ég var kominn á hestbak, sá ég alla leið- ina fram undan mér. Var það beinn vegur, sem lá í vestur, og þótti mér hann liggja yfir stóra á, sem mikil trébrú var á. Fyrir vestan ána sá ég tilsýndar afar mikl- ar byggingar úr tré og járni. Þóttist ég vita, að þetta væri verri staðurinn eða Helvíti. Voru umhverfis allt Ijótar mýrar, forir og ásar, en þarna þóttist ég vita, að allir yrðu að koma og stanza. Frá Helvíti þóttist ég sjá annan veg liggja í norður upp að fjalli með skógi vöxnum hlíðum líkt og er hér fvrir ofan Laugarvatn. Þar sá ég undurfagrar bygg- ingar, sem mér þótti sólin glampa svo fallega á, líkt og þær væru allar úr mislitu gleri. Þarna vissi ég að væri Himnaríki. Allan veginn og byggingarnar sé ég strax fram und- an mér, þótt leiðin væri dálítið löng, en þó fljótfarin. Ég er að virða þetta allt fyrir mér og meta, hve ákaf- legur munur sé á þessum væntanlegu verustöðum eftir útlitinu að dæma, og ég er að óska og vona, að ég þurfi ekki að dvelja í Helvíti. Allt var eins og mér sýndist í upphafi. Þegar ég var kominn nærri alla leið, kom ég að ákaflega stórri á, en yfir hana lá stór og mikil trébrú, og fór ég yfir hana. Og þegar strax fyrir vestan ána voru allar þessar stóru byggingar, sem ég þóttist vita að væri verri staðurinn, þar sem ég og allir aðrir yrðu að koma við. Þegar þang- að kom, var hlað mikið og svað, sem mér þótti blautt og útvaðið. Þóttist ég sjá, að þar hefðu margir komið, og að ég væri aldeilis ekki sá fyrsti, sem þar hefði rið- ið í hlað. Fyrir austan byggingarnar var þó stétt all- breið, sem hægt var að komast af hestbaki við, án þess að fara ofan í forina, og gerði ég það. Þegar ég var almennilega kominn af baki, þótti mér koma til mín þeir Sigurður Níelsson, verkamaður í Reykjavík, sem lengi bjó á Bergstaðastígnum og nú er dáinn fyrir nokkrum árum, og Páll Guðmundsson bóndi á Hjálmsstöðum, sem báðir voru vinir mínir. Sögðu þeir mér, að þeir ættu að taka á móti mér. Ég varð ákaflega feginn að hitta þá. Sögðu þeir mér, eins og ég reyndar vissi áður, að nú væri ég kominn yfir um í annað líf. Þóttist ég þá víkja mér að Sigurði Níelssyni og spyrja hann með mikilli áhyggju, hverju hann spáði fyrir mér, og eftir hverju væri farið hér, þegar farið væri að prófa menn, og hver það gerði. Hann sagði mér, að Kristur prófaði, og það væri aðal- lega farið eftir tvennu: hvernig maður syngi, og hvern- ig hendur maður hefði, og þóttist ég skilja það svo, að farið væri eftir því, hvort maður syngi vel, og hvort maður væri góður glímumaður og gæti fellt marga. Ég lét í Ijós við Sigurð, hve mér þætti hér allt Ijótt og leiðinlegt, og að mig langaði til að komast áfram til hinnar byggingarinnar sem allra fyrst. Hann sagðist spá góðu fyrir mér, því að ég hefði svo góðar hendur, en nú væri ekki tími til að tala meir um þetta, því að nú ætti ég að koma með sér inn til prófsins. Síðan fór hann með mig inn í ákaflega stóran sal, sem var fullskipaður fólki, körlum og konum. Þótti mér það allt sitja á trébekkjum til beggja handa. Þar á einn bekk- inn í miðið vísaði hann mér til sætis og sagði mér að bíða hér rolegur, þangað til Kristur kæmi að prófa mig. Ég fór að líta í kringum mig, hvort ég þekkti ekki einhvern þarna inni af þessum mikla fjölda, sem þar var, og kom ég þá brátt auga á tvo menn, sem ég þekkti, og voru það þeir Evjólfur Eyjólfsson, mágur minn, þá bóndi á Þóroddsstöðum í Grímsnesi, en fór 1911 til Ameríku og dó þar þrem vikum eftir að hann kom þangað, — og Þorsteinn Jónsson bóndi í Eyvindartungu, einnig mágur minn. Þeir áttu báðir systur mínar, Eyj- ólfur Guðrúnu yngri, en Þorsteinn Arnheiði. Aðra 402 Heima er bezt.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.