Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 32
að ég hafði sýnt honum piltana og nöfnin segir hann:
„Hvað, mér sýnist að þetta hafi flestir verið ágætis
menn, ég þekki vel marga þeirra.“
En svona mun það hafa verið með flesta eða alla ár-
ganga skólans fyrir og eftir aldamót.
Fátt sögulegt bar til tíðinda á skólaárum mínum,
nema heimferðin eftir fyrri veturinn, Hafísvorið 1902,
en um það vil ég skrifa sérstakan kafla. Og annan um
skógræktarnámskeið er ég tók þátt í vorið 1903 eftir
dvölina í Flensborg. Strax þennan næsta vetur og svo
þegar heim kom, virtist heppnin fylgja mér. Vetur
þessi 1901-1902 var allharður á Austurlandi þegar á
leið. Þíðviðri mikil og rigningar fram um hátíðar —
jól og nýár, en harðnaði á þorra með frostum og snjó,
slæmt álag, og hélzt vetrartíð fram undir sumarmál.
Hafði þá hafís rekið að landi og fyllt alla Austfirði,
þá stillti til og leysti snjóa. Um haustið höfðu göngur
tafizt fyrir þoku og rigningar. Hélzt þá enn sá siður,
að rétta innfjalla féð í Eskifelli í fyrsta safni og skilja
lífsféð þar eftir til annarrar göngu. Þegar þíðviðri hélzt
nú allt fram í skammdegi og auð jörð upp í háfjöll, leit-
aði féð inn dalina og stefndi til sumarhaganna á ný. Var
það einkum veturgamalt fé og tvævett, sem þá var bæði
sauðir og ær, þó meira af sauðum, því kvíærnar voru
heimavið. Segir Jón prófastur í Minningarriti útgefnu
árið 1922, að 30 fjár hafi vantað þegar göngum var hætt
eftir nýjár. Ein af þessum kindum sem vöntuðu var
uppáhaldsærin mín, svört tvævetla geld, sem alin var í
fjósinu lambið, þá síðborningur, hún hét Góðakind.
Þetta þóttu mér ill tíðindi, er ég fékk bréf að heiman.
Fátt af þessu fé fannst nassta sumar, nokkuð dautt, en
þó færra lifandi, 7 kindur höfðu gengið úti, segir séra
Jón. Þegar smalað var til rúnings um vorið, kom Góða-
kind alheil, en ullarlaus og hornin hennar, sem voru
stór, fægð og skafin eftir hríðar vetrarins. Hún var inn-
an við Keiluvelli á Skriðdal, allhátt uppi. Hljóp hún
fram á klettastall, er hún sá gangnamennina, og stanz-
aði þar.
Þarna á klettinum lá ræfillinn af hvítum sauð vetur-
gömlum, sem faðir minn átti, var hann aðeins beinin og
gæran, léttur eins og vindill. Þarna höfðu þau bæði stað-
ið þegar hann dó. Hér fannst mér að heill gullpenings-
ins góða gerði vart við sig. Um mörg næstu ár var það
algengt, að þær kindur, sem mig vantaði að hausti, komu
útigengnar á næsta ári. Fjárheill var mér fylgisöm, enda
Stafafell annáluð fjárjörð, beitar- og útigangsjörð. — Nú
liðu árin og ég tók við bústjórn 1905, þá 20 ára gamall.
Mannmargt heimili og miklir aðdrættir til sjós og lands.
Árið 1915 var ákveðið að girða túnið með gaddavírs-
girðingu og efnið keypt hjá hinum vinsæla kaupmanni
Þórhalli Daníelssyni á Höfn á Hornafirði, þar með 300
girðingarstaurar. Norskir furu- og grenistaurar sívalir.
Lét þá Þórhallur flytja vörur Lónsmanna á Papaós inn
í sveitina á litlum vélabáti, sem Geir hét. Girðingar-
staurarnir voru settir í uppskipunarbát nokkuð gaml-
an og skyldi Geir hafa hann aftan í til Papaóss. Maður
frá okkur sá um vörur okkar og fylgdi þeim. Það var
Jón J. Brunnan (Jón Jónsson frá Brunnum), trésmiður
og sjómaður góður. Hann tók að sér að stýra staura-
bátnum, sem vélabáturinn dró. Gengur nú ferðin vel,
fyrst út fyrir Hornafjarðarós og austur með landi, þar
til að komið er í Stokksnessröstina, þar er sjór nokkuð
úfinn og tekur mjög í dráttartaugina, svo braka fer í
bátnum. Þá er minnst varir klofnar uppskipunarbátur-
inn og sjór fellur inn. Snarast þá Jón J. Brunnan frá stýr-
inu og nær í taugina frá vélabátnum og bjargast þannig
upp í hann og þótti öllum það vel gert. Bátsflakið og
allir staurarnir veltast nú í öldunum og fljóta á sjónum,
þar fóru þeir. Nú liðu 2—3 stilltir vordagar. Kemur þá
til mín maður af útbæjunum, sem liggja nær sjónum, og
segist hafa gengið á fjöru, og séð staurana alla eða nær
alla rekna fyrir Stafafellslandi, nær því beint út af bæn-
um. Þaðan var miklu hægara að aka þeim heim en frá
Papós. Þeir reyndust þarna heimkomnir 292, en 8 vant-
aði. Ef til vill hafa þeir farið suður í Meðalland, því þar
rak brakið úr uppskipunarbátnum þetta sama vor. Eru
þess mörg dæmi, að það sem fer í sjóinn við Lón og
Hornafjörð rekur á Meðallandsfjörur, hvað sem því
veldur.
Þegar staurarnir voru þannig heimtir af hafi gat mér
ekki annað fremur í hug komið en peningurinn fagri
hjá Zimsen. Við Þórhallur vorum mjög vel ánægðir með
viðskiptin og aldrei minntist hann á bætur fyrir bátinn,
sem klofnaði. í Lónsvíkinni — „Lónbugt“ segja sjómenn
— voru ágætis fiskimið, þegar fiskurinn gekk á grunn-
in síðari hluta vetrar. Allir bændur í Lóninu stunduðu
sjóróðra á vetrarvertíð — frá Þorrakomu til Kross-
messu, 3. maí. Ekki var um annað að tala en árabáta
fram til 1930, að fyrstu trillurnar komu í Lónið. Stafa-
fellsprestar áttu alltaf bát, sökum selveiða og varpsins í
eynni Vigur. Þeim bát var svo róið til fiskjar á vetrar-
vertíðinni. Menn af næstu bæjum voru ráðnir á bátinn
upp á hlut, og 3 hlutir teknir fyrir hann — bátshlutur,
einn þeirra fékk formaðurinn — formannshlutur, venju-
lega voru tveir af Stafafellsvinnumönnunum á bátnum.
En ég fór sjaldan á sjóinn, var frekar við féð heima og
tók á móti fiskinum, sem ýmist var hertur eða saltaður,
allt var hirt, líka þorskhausarnir og sundmaginn. Nú
stóð einu sinni svo á, að menn okkar gátu ekki sinnt sjó-
sókn í byrjun vertíðar og báturinn ekki sjófær. Fékk ég
þá löngun til sjóferðar - vildi fá mér í soðið eins og
kallað var. For ég þá til Sigurðar Einarssonar frá Þor-
geirsstöðum, sem átti bát og var í miklu áliti sem sjó-
maður, bóndi og bátasmiður, bjó á Firði í Lóni. Er mér
minning hans mjög kær, sem eins allra bezta manns, sem
ég hefi kynnzt, því oft virtist hann meta meira annarra
hag en sinn eigin. Honum var hjálpsemin í blóð borin.
Hann var stilltur vel, en þó oft kátur og gamansamur,
gestrisinn og hagleiksmaður í hverju verki. Róðurinn
hófst nú árdegis í fögru veðri, sjór var sléttur og logn.
Er nú haldið til hafs, út um Papós á venjuleg mið, og
færum rennt. Ekki var óðfiski og færði Sigurður sig því
við og við lengra út, í von um að hitta á meiri fisk.
(Framhald á bls. 423.)
416 Heima er bezt