Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 16
Titilblað Kristni sögu. lákssonar, skyldu síðan margnotaðar í allt aðrar bæk- ur um nær tveggja alda skeið, unz þær voru gengnar til húðar, og engu nýju bætt við. A hinn bóginn sýnir það Ijóst þorsta íslenzkra lesenda í eitthvert myndaskraut í bókum, að menn skyldu kynslóð eftir kynslóð dást að þessum úr sér gengnu og illa prentuðu tréskurðarmynd- um. Allar umræddar myndir voru kristilegs eðlis. Voru þær vitanlega ekki prentaðar til augnayndis, heldur til þess að festa mönnum sem bezt í huga efni hinna guð- rækilegu bóka, sem myndirnar fluttu. Örfáar myndir af öðru tagi eru til í Hólabókum. í Sálmabók Guð- brands biskups 1589 eru tvær myndir. Framan á titil- blaði er smámynd (vignetta) af Marteini Lúther, vafa- laust fyrsta mannsmynd, sem prentuð er á íslandi, og sú eina um langan aldur. Var hún endurprentuð oft síðan í Hólabókum. Aftan á titilblaði sálmabókarinnar var hins vegar mynd af skjaldarmerki íslands. Krýnd- ur, flattur þorskur festur á skjöld, en utan um skjöld- inn er skrautrammi, en undir honum orðin Insignia Is- landiae. Mun þetta í fyrsta sinn, sem mynd þessa skjald- merkis var prentuð, en hún átti eftir að sjást oft síðan í íslenzkum bókum. Árið 1612 gaf Arngrímur Jónsson út rit sitt Anatome Blefkeniana, sem var varnarrit fyrir íslendinga gegn ýkjum og álygum Dithmars Blefken. Aftan við ritgerð Arngríms er mynd, sem ber nafnið Symbolum et in- signia Blefkeniana (Táknmynd og innsigli Blefkens), og einkunnarorðin: Simia quam similis, brutissima be- stia nobis. Myndin er af apa, sem heldur þar á afkvæmi sínu. Halldór Hermannsson telur vafalaust að myndin sé gerð á íslandi, og sé hún fyrsta skopmynd, sem prentuð hef- ur verið á landi hér. Lýkur þar með að segja frá mynd- um í Hólabókum. Árið 1685 flutti Þórður biskup Þorláksson prent- verkið frá Hólum suður í Skálholt og hóf þar bókaút- gáfu með miklum myndarbrag. Gerði hann þar margt til umbóta á prentverkinu, m. a. með útvegun og gerð nýrra mynda, þótt hann að vísu notaði mest hinar gömlu myndir frá tíð Guðbrands. Af myndprentunum í Skálholti eru langmerkilegast- ar myndir þær, sem prýða fornritaútgáfur Þórðar bisk- ups. Eru þær að dómi Halldórs Hermannssonar gerðar hér á landi að öllu leyti, og ef til vill af biskupi sjálfum, sem var hinn mesti hagleiksmaður á þá hluti ekki síður en Guðbrandur biskup, langafi hans. Myndir þessar eru af Ingólfi Arnarsyni í Landnámu, Eiríki rauða í Græn- landsriti Arngríms lærða, og Ólafi Tryggvasyni Nor- egskonungi í Sögu hans og Kristni sögu. Einnig er í Grænlandsbókinni mynd af rostung, og skjaldarmerki Islands í Landnámu og Noregs í Ólafs sögu. Skraut- rammar eru á titilblöðum og fleira bókarskraut. Er það sennilega allt gert heima í Skálholti. Einnig eru myndir í Fingrarími Þórðar biskups frá 1852, sennilega einnig gerðar af honum. Með þessum Skálholtsmyndum má kalla að taki fyrir prentun nýrra mynda í íslenzkum bókum í meira en Ólafur Tryggvason úr Kristni sögu. S$*36Ze9?Ð05íR6 Sííetant* um poö fcecrntnni £brt(?fn ftpfia 'Xflanb/atfOiS íage at Songf. & Pfivikgio Sacr* Regi* W- Makftatia Daniæ & Norvegi*. ■F" i 0fa(þo(htap r?mér(cf Stnff/ 1 AmoM.DC. LXXXVIIL 1 400 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.