Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 25
BENEDIKT GISLASON FRA HOFTEIGI:
Austfirzk skáld
a ustfirzk skáld og rithöfundar heitir bók sem fyr-
/\ ir skömmu er komin út og er eftir dr. Stefán
/ 'w. Einarsson prófessor.
Er hér skemmst af að segja, að þetta er eitt
merkilegasta og sérstæðasta bókmenntasögulegt rit, sem
gjört hefur verið í þessu landi. Fer þar allt saman, vönd-
uð vinnubrögð í heimildakönnun, efnisvali, hugþekkur
og lipur stíll og fullur og frjór skilningur á viðfangs-
efninu, hinum sögulega anda, sem þetta efni, er hér er
unnið úr, hefur að geyma, með þeirri niðurstöðu sem
enginn mælir á móti, að allt andlegt líf hvílir á sögunni.
Hér er samfellt efni fyrir hendi, og þó í mikilli fjöl-
breytni og óvíða, ef til vill hvergi, í slíkum mæli sem
hér, en það er skáldskapur Austfirðinga, öldum saman
sem geymzt hefur á Landsbókasafninu og hér getur
ekki orðið gjörð grein á.
Bók dr. Stefáns bætir úr því, en þótt hún sé 255 blað-
síður, getur hún þó ekki flutt nema lítinn útdrátt úr
þessum skáldskap, en því fyllri grein á skáldunum,
heimildum um verk þeirra og ævi. Varð þó að hafa það
í styttra lagi, en vel hefur dr. Stefán leyst þennan vanda
af hendi. Svo mikið efni liggur hér fyrir hendi, að
mörgum bindum mundi nema í útgáfu. Gegnir bók dr.
Stefáns hér tvennu hlutverki. Hún er bæði sýnibók
þessa efnis og fyrsta bindi og grundvallarbók fyrir
frekari útgáfu, bæði á efnishlið og fræða, bæði skáld-
skapar og skálda. Hér er gjörð grein á 97 skáldum, sem
fædd eru frá því á 16. öld og fram langt á þá 19., en
nær ekki til núlifandi manna. Er skáldatalið milli tveggja
Sigurða. Sigurðar blinds, fæddum líklega litlu fyrir
1500, og Sigurðar Baldvinssonar, f. 1887, en þá er gjörð
lausleg grein á fáeinum mönnum. Aftast í bókinni er
svo hinn greinargóði og snjalli ritdómur höfundar um
Austfirzk ljóð frá 1949.
Er þessi bók hin 6. í bókaflokki, sem Sögusjóður
Austfirðingafélagsins í Reykjavík, undir forustu Hall-
dórs Stefánssonar fyrrv. alþm., hefur séð um útgáfu á
og aðallega snertir sögu Austurlands og verður nú hin
síðasta, því jafnan hefur útgáfa þessi starfað við lítið
ástríki þeirra, sem hún átti að gagna og hefur gagnað.
En sagan er vön að eldast undir sína tign, og munum
við, sem í þessu höfum staðið, kveðja þessa garða með
sæmilegri þreytu að verkalaunum, svo sem vera ber,
og gleyma því á hverja við treystum. Stendur þó þetta
á mína ábyrgð en ekki annarra, sem hér eiga hlut að
máli. Veit ég, að þeir einir hafa eftir að sjá, sem misstu
af sínum tækifærum.
Þessa bók má kannske rekja til þess, að stuttu eftir
að ég kom til Reykjavíkur, sagði Páll Eggert Ólason
mér, að á safninu væri mikill kveðskapur eftir Aust-
firðinga, öldum saman. Sagði hann að þetta bæri af öðr-
um landshlutum, bæði um magn og efni. Kveðið væri
bæði af embættismönnum og almúga, og um allan fjórð-
unginn, og kveðskapurinn sýndi í mörgu meira frjáls-
ræði í hugsun, en þá hefði verið í fari þjóðarinnar al-
mennt. Ég kynnti mér nú þetta efni, svo sem ég hafði
föng á með aðstoð Páls, sem lét mig hafa númer á hand-
ritunum í safninu, því allt var honum þaulkunnugt þar
innan dyra. Páll sagði satt, og við gáfum þessu nafnið,
hinn Austfirzki skáldaskóli, og bráðum varð það, að
Páll hafði ekki við það að athuga að ég taldi einkun
hans vera „húmör“. Ég skrifaði þátt um eitt af þessum
skáldum, Hallgrím Ásmundsson, í ritsafn Sögusjóðsins,
sem heitir Austurland, og neytti þess hvorutveggja að
tala um skáldaskólann og einkenni hans, húmörinn.
Auk þess komst ég í útvarpið með lítilsháttar kynningu
á 20 þessara skálda. Þetta varð allt til þess að nokkra
kynningu vildum við í Sögusjóðsstjórninni gera á þessu
sögulega efni fyrir Austurland, en í heild var það okk-
ur með öllu ofviða. Halldór Stefánsson, sem borið hef-
ur hitann og þungan af útgáfustarfseminni, og ritað
mest í bækur félgsins, sumar einn, fékk nú Stefán Ein-
arsson dr. og prófessor í Baltimore, til að sinna þessu
efni, og var hvorutveggja, að Stefán er Austfirðingur
og hafði áhuga og þekkingu á þessu efni. Hann dvaldi
svo heima eitt sumar og vann að heimildakönnun á
Landsbókasafninu. Sat hann þar með fjallháa staflana
af bókum Austfirðinga. Stefán lauk við bókina á nokkr-
um árum og var hún ígripaverk hans, á sama tíma og
hann reit sína stóru bókmenntasögu. Nú var eftir að
koma bókinni út. Það tók eins langan tíma og heims-
styrjöldin síðari og mátti segja eins og karlinn „það
hafðist, þrátt fyrir það að til er Menningarsjóðsútgáfa".
Kom nú bókin út á forlagi Odds Björnssonar á Akur-
eyri i hinni vönduðustu útgáfu, og eiga Austfirðingar
þar þakkarskuld. Og hefði formaður útgáfunnar ekki
Heima er bezt 409