Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 31
hreppstjórasonur úr Kjósinni, Þórður Þórðarson frá Neðra-Hálsi, og urðum við góðir félagar um veturinn. Fengum við nú að sofa hjá þeim, sem rúmfötin höfðu þarna, og leið svo nóttin. Næsta dag var svo farið eftir flutningnum til Reykja- víkur. Sótti þá að okkur þorsti, eftir tveggja stunda gang. Benti fylgdarmaður okkur á hvar bezt væri fyrir þyrsta og svanga að leita húsa fyrir minnstan pening. Það væri hjá „Hattamakaranum" Hansen Hattara í Mjóstræti 6. Þar þótti okkur gott að koma: kaffi, eins marga bolla og hver vildi drekka, og fullan disk af brauði á mann. Þetta kostaði 25 aura.. „Kaffimáltíðin,“ sögðum við. Á þennan stað lá svo leið okkar næstu misserin, eftir göngu milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Afgreiðsla strand- ferðaskipsins var hjá Cristni Zimsen kaupmanni. Þar áttum við að taka dót okkar og greiða uppskipun og pakkhúsleigu á skrifstofunni. Zimsen var aldraður maður, sem sat við skrifborð innan við afgreiðsluborð- ið. Þegar að mér kom, fékk ég miða-ávísun á dótið og reikning yfir kostnað. Smáupphæð. Ég rétti kaupmanninum peningana. Hann leit á og sagði: „Tvo aura til baka,“ þreifaði í skrifborðsskúff- una og rétti mér smápening. Ég tók við og vék aftur fyrir næsta mann. Ætlaði að stinga peningnum í buddu mína, en þá sá ég, að þetta var ekki tvíeyringur, það var gullpeningur, hálft pund sterling, 9 krónur. Pundið var þá 18 krónur íslenzkar. Jón Brunnan, útgerðarmaður, Hornafirði. Sigurður Einarsson frd Þorgeirsstöðum. Ég hætti við að láta hann í budduna, en kreisti hann í hendi mér. Fyrst fannst mér þetta happ, en svo hvarfl- aði hugurinn heim til föður míns. Hann hafði sagt mér, að mér myndu mæta freistingar á lífsleiðinni. Þetta var sú fyrsta. Átti ég að taka pening, sem mér ekki bar með réttu? Ég gekk aftur inn að borðinu hjá Zirnsen, rétti honum gullpeninginn og sagði: „Þetta er meira en það, sem ég átti að fá til baka.“ Hann tók við og rétti mér aftur 2 aura. „Þakka þér fyrir, drengur minn,“ sagði hann. Við gengum allir út þangað sem Sigurgeir Gísla- son verkstjóri var að láta dótið okkar á vagninn. „Mikill bölvaður klaufi getur þú verið,“ sögðu fé- lagar rnínir. „Auðvitað áttir þú peninginn, sem karlinn fékk þér.“ Ég svaraði þeim ekki. En mér leið óvenju- lega vel — hafði sigrast á fyrstu freistingunni. Mér hafði aukist sjálfstraust og trú á að gullpeningurinn fagri yrði alla mína ævi gæfupeningur minn, fyrst ég skilaði honum aftur. Það var happ, og heppnin mætti fylgja mér héðan af í smáu og stóru. Skólagangan ætti að enda vel, þótt ég væri illa undirbúinn, stirðlæs og rithönd ekki fögur. Ég skyldi einbeita mér við námið. Þetta fór að óskum. Eftir tveggja vetra nám fékk ég hæztu einkunn á burtfararprófinu vorið 1903. Skólalífið í Flensborg var skemmtilegt. Kennarar góðir og piltarnir flestir efnismenn, sem síðar urðu þjóðkunnir. Skólamynd var tekin af hópnum veturinn 1902-1903 og á ég hana enn lítt skemmda. Sigurður heitinn Sigurðsson búnaðarmálastjóri gisti einu sinni hjá okkur á Stafafelli og veitti myndinni athygli. Eftir Heima er bezt 415

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.