Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 29
SIGURÐUR JONSSON, STAFAFELLI: ósir á liéinni ævi Lífsnamingja og gullpeningur Anýársdag 1901 messaði faðir minn að venju í Stafafellskirkju. Sálmar voru sungnir. Þar á meðal „Hvað boðar nýárs blessuð sól“. í stólræðunni minntist prestur á að sólroði þessa dags væri meira en roði nýs árs — það væri einnig roði nýrrar aldar. Nýja öldin myndi færa þjóðinni meira en nokkur hinna liðnu alda hefði gert. Meira frelsi og meiri lífs- hamingju. Nú bæri okkur að taka undir með skáldinu: „Aldar á morgni vöknum til að vinna, vökum og týgjumst, nóg er til að sinna. Hátt ber að stefna, von við traust að tvinna, takmark og heit og efndir saman þrinna.“ Nýtt landnám væri að hefjast og fólksflóttinn til vest- ur-heims væri að stöðvast. Eftir aldamótin lögðust Ameríku-ferðir að mestu nið- ur. Ungir menn fengu aukna trú á gamla landið. Þjóð- skáldin höfðu kveðið kjark og dug í íslenzku þjóðina með hinum ágætu aldamótakvæðum. Þau voru herhvöt sem hreif. Framgjarnir ungir menn, sem ástæður höfðu til skólagöngu, fóru af stað, í menntaskóla, gagnfræða- skóla, búnaðarskóla og stýrimannaskóla, o. s. frv. Nú hafði faðir minn kvænst seinni konu sinni, sem varð stjúpmóðir mín, og gekk mér í móðurstað. Það var Guðlaug Vigfúsdóttir frá Arnheiðarstöðum í Fljótsdal, ágætis kona og mikil húsmóðir. Einn góðan veðurdag kom faðir minn að máli við mig um framtíð mína og lífsstarf. Bauðst til að kosta mig í skóla. Ég gæti vahð um hvort ég vildi verða prestur, læknir eða sýslumaður, eins og langafi minn, kammer- ráðið á Melum. Þetta var vel boðið. Ég var seinþroska, heilsuveill og smár vexti, og því ekki líklegur til stór- ræða. Ég sagði föður mínum, að ég vildi ekki verða emb- ættismaður. Hefði heyrt of mikið af eftirtölum fólks um ljóstolla og lambsfóður til prestsins, og að allir emb- ættismenn væru ómagar á framfæri alþjóðar. Ég ætlaði mér að verða bóndi. Helst fjárríkasti bóndi sveitarinnar. Ætlaði líka að rækta jörðina, á það verk- efni hefði móðir mín bent mér, þegar hún lá banaleguna. Hugur minn hneigðist meir til búskapar en bóka. Samt yrði ekki hjá því komizt að ganga í skóla svo sem tvo vetur. Flensborgarskólinn varð fyrir valinu. Skólastjór- inn þar var Jón Þórarinsson síðar fræðslumálastjóri, mikill vinur föður míns. Vinnufólk var margt á Stafafelli í þá daga. Margt af því var vel að sér í sögum og kvæðum, og nú heyrðist einhver raula fyrir munni sér: „Viljir þú æðstum vísdóm ná og verða undur njóla, mánaðar skalt þú fræðslu fá Flensborgar í skóla.“ Þetta gat verið háð um skólavalið — það varð að taka því, hvað sem heimurinn sagði. Vetur var góður og sumarið sæmilegt. Um haustið Hjörleifur Benediktsson, Vik í Lúni. Heirna er bezt 413

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.