Heima er bezt - 01.07.1966, Blaðsíða 10
Pabbi hans Nonna hafði lokið við að skera sér í nef-
ið, og láta tóbakið í tóbakspunginn, sem var vel eltur
hrútspungur. Hann sat nú á kistunni í eldhúsinu, og
var að drekka kaffið, þegar Nonni kom aftur með mikl-
um látum, og ljómaði af ánægju. „Eg fæ að fara!! ég
er búinn að hlaupa til þeirra allra, og þeir sögðu að ég
mætti koma, hinir strákarnir fá líka að fara, en mig
vantar stöng og snöru, þú átt litlu stöngina þína enn,
get ég ekki fengið hana, hinir strákarnir hafa stöng.“
Þannig lét Nonni móðan mása. „Hver á þá að hjálpa
mömmu þinni, ef þú ferð á bjargið?“ spurði pabbi hans,
þegar hann komst að. „Ja, það veit ég ekki, en þú færð
mikið fleiri fugla, og meira fiður, ef ég fer með, það
sérðu.“ Pabbinn hló af ákafa sonar síns, eitthvað þessu
líkt var það með hann á hans aldri.
Að aflokinni kaffidrykkju fór Nonni með pabba sín-
urn niður í hjall, hann ætlaði að fara að líta á vaðina,
og undirbúa undir morgundaginn. Vaðirnir voru geymd-
ir uppá lofti í hjallinunt á þurrum stað, þar var mikið af
vöðum. „Mannavaður“ sem ætlaður var sigmanni. „Fugl-
vaður“ sem ætlaður var til að draga fugl, voru það oft-
ast vaðir sem ekki var lengur treystandi fyrir sigmann.
„Eggjavaður“, það var vaður, sem var notaður við eggja-
töku, voru það styttri og liðlegri vaðir, oftast hafðir
tvöfaldir. Allir voru vaðirnir úr völdu tjörutógi, sem
sló á grænleitum blæ, nokkuð hart og oftast fjórsnúið.
Þægilegan ilm lagði af vöðunum, eða svo fannst bjarg-
mönnunum. Mannavaðurinn var nú rakinn niður og
skoðaður vandlega, því hann hafði ekki verið hreyfð-
ur fyrr á þessu ári, en á honum fannst engin veila. Þessi
vaður var um 2 tommur í þvermál og 220 m langur. Aleð
alla þessa vaði var farið eins og þeir væru dýrgripir,
enda mátti segja að þeir væru það.
En það var fleira í hjallinum en vaðir, þar héngu há-
karlslykkjur, riklingur, rafabelti, harðfiskur, hangi-
kjöt, egg í tunnu og rnargt fleira. Eftir að þeir feðg-
arnir höfðu gengið frá vöðunum í hæfilegum böggum,
skar pabbi hans Nonna sneið af hákarlslykkju og gaf
honum, einnig fékk hann riklingsbita með, en Nonni
stýfði hvortveggja úr hnefa og þótti gott. Um kvöldið
var flest tilbúið til ferðarinnar, en það átti að leggja af
stað seinni hluta dags daginn eftir, og vera kominn nið-
ur í bjargið þegar sól færi þar að lækka, en þá var fugl-
inn spakastur, og svo á morgnana, þegar hann kom að
bjarginu þreyttur af flugi.
Morgundagurinn rann upp sólríkur og fagur, en
Nonni hafði beðið hans með óþreyju, það þurfti held-
ur ekki að vekja hann til að sækja hestana með hinum
strákunum. Nú hófst mikið annríki í plássinu, um tutt-
ugu manns var að búa sig til ferðar. Eftir nónið var far-
ið að leggja á hestana, reiðingur var lagður á marga
hesta, hnakkar á aðra, loks var allt tilbúið, sigmennirnir
voru í þann veg að stíga á bak hestum sínum, en þá bar
gesti að garði. Það voru tveir gamlir menn, sem frétt
höfðu um bjargferðina, og voru komnir um langan veg,
fótgangandi og báðu leyfis um að fara með. Bændumir
litu hver til annars eins og hálfvandræðalegh', og svo til
sigmannanna, en þeir sögðu einum rómi: „þeir koma
með“. Svo stigu þeir á bak hestum sínum og riðu úr
hlaði, með stengurnar við hlið sér, og hrosshárssnör-
urnar strengdar um höfuðið undir húfunni. Þeir voru
riddaralið fararinnar, sem allir litu upp til, ekki sízt
strákarnir, sem áttu þann draum fegurstan að verða slík-
ir riddarar. Komumönnúm var veittur beini, og komu
með því sem síðast fór. Áburðarhestarnir héldu af stað
klyfjaðir vöðum, tjöldum og öðrum farangri, með þeim
og á eftir fór gangandi fólk, sem var misjafnlega létt á
fæti, svo lestin varð nokkuð löng. Það var heitt þennan
dag, svo bæði hestar og fólk svitnaði. Eldri konur í
hópnum styttu pils sín, svo léttara ættu þær með fóta-
burðinn.
Stúlkur voru í kjólurn, sem ekki þurfti að stytta, og
lá við að konur, sem héldu enn við hin þungu pils, öf-
unduðu þær. Rokkbuxur voru þá ekki komnar í tízku,
eða aðrar buxur kvenna yzt fata, en betra að svo hefði
verið. Stundum var numið staðar, til að kasta mæðinni,
því allt var á brattan að sækja.
Gudda gamla studdi hendinni á bakið, stundi við og
sagði: „Það er velgja af henni í dag, blessaðri, mikill
skrattans ræfill er hún Gudda annars orðin, að mása
þetta og blása, þó hún labbi hérna útá bjargið í hægð-
um sínum, einu sinni gat hún þó labbað hérna á milli
nleð 40 fuglana á bakinu án þess að blása.“ Svo tyllti
hún sér niður á mosafoldina.
„O-já, þetta er allt farið hjá okkur, Gudda mín, unga
kynslóðin er að taka við, og verða ekki vandræði úr
því,“ sagði gamall maður og teygði úr sér, þar sem hann
lá í mjúkum mosanum.
Eftir eins og hálfs tíma ferð, voru þó allir komnir á
bjargbrún. Sigmennirnir voru þá löngu komnir, búnir
að sleppa hestum sínum og setja vaðarhjólið á sinn stað
á brúninni. Vaðarhjólið var gjört af tveim meters löng-
um fjölum, allbreiðum, sem stóðu upp á rönd hvor á
móti annarri, okar festir á þær þversum ofan og neðan,
þannig að á milh fjalanna varð 3ja tommu bil. Fremst
á milli fjalanna, en þar voru þær hærri, kom Púkken-
holtsskífa um 10 tommur í þvermál og lék á ási, en á
skífunni rann svo vaðurinn.
Hillan, sem fara átti á, hét „Miðlandahilla“, stærsta
fuglahilla í Látrabjargi, niður á hana var 210 m sig, sem
er lengsta sig sem sigið hefur verið í Látrabjargi. Allur
farangur var tekinn af hestunum og þeim sleppt í haga.
Hjólmaðurinn tók nú að greiða vaðina og undirbúa sig-
ið, með aðstoð þeirra, er hann kvaddi til. „Hjólmaður“
er sá, sem öllu stjórnar á brúninni, hann situr við vað-
inn næstur hjólinu, tekur á móti merkjum frá sigmanni,
og gefur sínar fyrirskipanir, það var mjög þýðingar-
mikið fyrir hvern sigmann, að hafa góðan og öruggan
hjólmann.
Fimm sigmenn áttu að fara niður í þetta sinn, það
voru allt þaulvanir sigmenn, og á léttasta skeiði, þeir
sátu saman á brúninni, hver með sína stöng, og höfðu
230 Heima er bezt