Heima er bezt - 01.07.1966, Síða 23

Heima er bezt - 01.07.1966, Síða 23
BENJAMÍN SIGVALDASON: Qlíman um „Grettisbeltið sextíu ára r A þessu sumri eru sextíu ár liðin síðan fyrsta sinn / Vl var glímt um hið svonefnda „Grettisbelti“. Er / ^ því vel viðeigendi, að minnast þessa atburðar með nokkrum orðum. Glíma þessi fór fram á Akureyri þriðjudaginn 21. ágúst 1906, og hófst klukk- an 5 síðdegis. Sennilega hefur þetta verið fyrsta opinbera kapp- glíman, sem farið hefur fram á landi hér, þótt ekkert verði um það fullyrt, þar sem engar heimildir hafa fund- izt, sem styðja eða afsanna þessa tilgátu. En fullvíst er talið, að íslenzk glíma hafi lengi verið æfð og iðkuð víðsvegar um land. T. d. var mjög algengt, að glímt var í verstöðvum víðsvegar um land og landlegudagar not- aðir til þess. Á síðustu öld fór mikið orð af glímufrækn- leik í Bessastaðaskóla. Á þeim árum komu þeir yfirleitt vel þroskaðir í skólann, og margir þeirra voru burða- menn miklir. Fræg er sagan af Jóni Hjaltalín, síðar land- lækni. Hann sat í Bessastaðaskóla frá 1825 til 1830. Sag- an segir að hann hafi verið afburða mikill og snjall glímumaður, svo að enginn stóð honum á sporði þau ár scm hann var í skólanum. En um það leyti sem hann var að kveðja skólann, kom þangað piltur norðan úr Mývatnssveit. Það var Þorsteinn, sonur séra Jóns Þor- steinssonar í Reykjahlíð. Bessastaðapiltar höfðu heyrt, að glíma væri mikið iðkuð norður þar, svo að þeir skor- uðu á Þorstein að glíma við Hjaltalín. Þorstcinn svaraði því til, að ef hann yrði við áskorun þeirra, mætti þetta teljast næsta ójafn leikur, þar sem Hjaltalín hcfði verið fræknastur glímumaður skólans öll sín fimm skólaár, en hann sjálfur nýkominn í skólann, lítið æfður og þreyttur cftir langt og erfitt fcrðalag. Svo fóru þó leik- ar að þeir tóku saman. Hjaltalín hcfur sennilcga álitið, að sér yrði sigurinn auðveldur, en fann þó fljótt, að Þorsteinn kunni að glíma og glímdi vel. Eftir nokkur átök, vildi Hjaltalín ekki draga það Icngur, að leggja á Þorstcin sitt skæðasta bragð, scm yfirleitt engir stóðust, og ætlaði þannig að enda þeirra viðureign með skjótum hætti, og Ieggja andstæðinginn umsvifalaust. En þá gerð- ist það óvænta. Þorstcinn kunni nefnilega vörnina við þessu bragði og féll því ekki. Mun þetta hafa komið Hjaltalín nokkuð að óvörum. Eftir nokkurt þóf, kom Þorsteini til hugar að reyna sitt bezta bragð, sem hafði reynzt honum vel norður í Mývatnssveit. Þetta bragð tók hann ærið myndarlega, en þá kom í ljós að Hjalta- lín kunni ekki eða þekkti ekki vörnina, sem hér átti við, svo að hann féll. Þóttu þetta undur mikil og stórmerki, að nýkominn sveitapiltur skyldi leggja hinn þaulæfða skólakappa þeirra. Sagan af þessari viðureign flaug með skólapiltum um land allt. Varð þessi atburður til þess að auka mjög orðstír Mývetninga. Var það álit margra, að í þessari afskekktu sveit ættu heima beztu og fjölhæfustu glímumenn landsins. Það sá hver maður, að Þorsteinn gat ekki orðið slíkur snillingur sem hann var, ef hann hefði ekki haft fleiri eða færri góða glímu- menn að æfa sig við. — Eftir þetta var Þorsteinn talinn bezti glímumaður landsins, þar til hann gerðist prestur að Þóroddsstað í Köldukinn og bjó að Yzta-Felli. Hann skrifaði bækling um íslenzka glímu, sem mun nú vera í tölu fágætustu bóka, sem skrifaðar hafa verið á landi hér. Það fer varla hjá því að glíman hafi breiðzt nokkuð út frá Mývetningum. Þess er getið, að glíman var iðkuð talsvert á Austurlandi. Og að sjálfsögðu var hún tals- vert stunduð um alla Þingeyjarsýslu, og þaðan berst hreyfingin inn í Eyjafjörð og til Akureyrar. Um út- breiðslu glímunnar er annars heldur fátt kunnugt. En cin saga skal hér sögð til gamans: Maður hét Sigurgeir og var hann Bjömsson. Hann var Suður-Þingeyingur að ætt, og hafði eitthvað dvalið í Mývatnssveit og æft þar glíniu. Á hans uppvaxtarár- um voru mikil bágindi víða í sýslunni og flýðu þá marg- ir til Vesturheims. Sigurgcir slóst í cinn vesturfarahóp- inn. Ekki var nú hugulssemi þeirra, er stjórnuðu þessari smalamcnnsku, meiri en það, að vcsturfarar úr Þingeyj- arsýslu voru ekki látnir taka skipið á Húsavík cða á Akureyri, heldur var þcim skipað að fara alla leið til Vopnafjarðar, og þar átti að taka þá í útflutningsskip- ið. Sigurgeir fylgdist með hópnum þangað, en þar varð fólkið að bíða eftir skipinu allt að því hálfan mánuð. Á mcðan þingeyska fólkið beið eftir skipinu á Vopna- firði, var haldin þar í sveitinni fjölmenn samkoma, og var þar ýmislcgt til skemmtunar. En það scm samkomu- Heima er bezt 243

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.