Heima er bezt - 01.07.1966, Blaðsíða 25
KeppenAur urn „íslandsbeltið“, er tóku þdtt i „íslandsglimu“ 1. april 1901. Fremsta röð frá vinstri: Gisli Jónasson, Jakob Kristj-
dnsson, Jóhannes Jósefsson, Karl Sigurjónsson, Jón Pálsson. Önnur röð: Pétur Siggeirsson, Jón Helgason,Baldvin Friðlaugsson,
Ágúst Ólason, Sigurður Sigfússon. Þriðja röð: Benedikt Sigurjónsson, Þórólfur Sigurðsson, Þorgeir Guðnason, Sören Sveinbjarn-
arson, Jón Sigfússon, Stefán Helgason, Kristján Helgason. Fjórða röð: Hallgrimur Jónsson, Sigurður Jónsson, Jón Sigurjóns-
son, Helgi Flóventsson, Ágiist Sigurgeirsson, Emil Tómasson, Þorvaldur Pálsson.
gestum var minnisstæðast af því scm þarna fór fram,
var glíman. Tóku þátt í henni um cða vfir tuttugu
manns. Einn maður var þarna austan af Héraði. Hann
var risi stór og sterkur sem tröll, harðlcikinn og grimm-
ur. Hann tók þátt í glímunni og lagði bókstaflega
hvern cinasta mann, þvi enginn stóðst honum snúning,
þar scm hann beitti kröftunum óspart. Þótti Vopnfirð-
ingum þetta sárt, sem von var. Þegar enginn fékkst til
að glíma lengur við kraftajötun þennan, lagði samkomu-
stjórinn fast að Mývctningum, scm þarna voru að bíða
eftir skipinu, að rcyna að fclla risann. En þcir svöruðu
því, að í þcirra hóp kæmi enginn til grcina, ncma það
væri þá Sigurgcir Bjömsson. Var þá lagt að honum að
fara á móti kappanum. VTar hann lengi tregur til. En þó
varð niðurstaðan, að hann lét undan þrábeiðni manna
og fór á móti kappanum. Af þessari viðureign er það
stytzt að scgja, að Sigurgcir varðist öllum briigðum
kappans, og lagði hann flatan að lokum. \Tar þcssi at-
burður svo eftirminnilegur, að hann var lcngi á eftir
hafður til frásagnar, cr minnzt var frækinna glímumanna
austur þar.
Þessar tvær sögur sem hér hefur verið drepið á, gefa
fyllilega til kynna, að Mývetningar hafa verið fræknir
glímumenn á síðustu öld. Og vissa er fyrir því, að það-
an breiddist út þessi þjóðlega íþrótt. Þegar leið á öldina
tóku Eyfirðingar og Akureyringar að iðka glímu af
miklum áhuga. Hef ég góðar heimildir fyrir því, að
þeir sóttust eftir að glíma við Þingeyinga, er þeir komu
til Akureyrar í verzlunarerindum eða voru þar við sjó-
róðra tíma og tíma. Hafa þeir vafalaust lært mikið af
Þingeyingum við þessi kynni. Áhuginn fyrir glímunni
fór vaxandi með ári hverju, þar til Akureyringar réðust
í það, að stofna glímufélagið „Gretti“, og markar þessi
félagsstofnun þáttaskil í sögu glímunnar á íslandi.
Fróðir mcnn telja, að glímufélagið „Grettir" hafi verið
stofnað árið 1904 cða 1905. Það kom sér upp mjög vönd-
uðu bclti, sem kennt var við félagið og nefnt „Grettis-
belti“. Tilgangurinn var sá, að haldin skyldi árlega kapp-
glíma og „Grettisbeltið“ afhcnt þeim manni, sem hefði
flesta vinninga. Eftir árið átti svo handhafinn að skila
beltinu, og síðan kcppa um það að nýju, ef hann óskaði
eftir.
Heima er bezt 245