Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 2
Skó la/jankar á haustdegi
Októbermánuður markar tímamót í þjóðlífinu á
hverju ári. Æska landsins, frá 7 ára aldri og upp úr,
þyrpist inn í skólana hvarvetna um land. Hún hverfur
þá frá sumarönninni til náms innan skólaveggjanna, og
þar dvelst hún næsta misserið og nokkru betur. Þann
tíma er skólinn annað heimili æskumannsins og hefur
þráfaldlega meiri tök á honum en heimilið sjálft. Það er
því ekki ófyrirsynju að ræða þessa hluti lítilsháttar við
þessi tímamót.
Undanfarið hafa allmiklar umræður farið fram í blöð-
um og ritum um skólamál, auk alls sem talað er manna á
milli. Er það lofsvert, því að skólarnir eru þegar orðinn
einn milrilvægasti þáttur þjóðlífs vors, sem mikið veltur
á að rétt verði spunninn, og geisimiklum fjárhæðum er
varið til skólanna, þótt mörgum þyki þar of smátt
skammtað. Þótt um margt sé deilt í þessum efnum,
munu fæstir þora að neita því, opinberlega að minnsta
kosti, að nokkur fjárfesting eða arfur æskunni til handa
sé betri en haldgóð menntun. Og þá menntun eru skól-
arnir einir færir um að veita í þjóðfélagi voru.
í umræðum þessum hefur orðið ljóst, að allflestir óska
breytinga á skólakerfinu. Slíkt er eðlilegt. Skólakerfi
vort er áratuga gamalt og sumir þættir þess Iítt breyttir
frá fyrsta tug aldarinnar, og jafnvel eru þeir enn eldri.
Skólar eru oftast íhaldssamir, og er það í sjálfu sér gott,
þegar þjóðlífið er á hverfanda hveli. En allt um það
hljóta þeir að laga sig eftir þörfum tímanna hverju sinni,
ef þá á ekki að daga uppi eins og nátttröll. Á þeirri hrað-
fara breytingaöld, sem vér nú lifum, hafa allar þjóð-
félagsaðstæður breytzt svo ört, að engan mundi hafa
dreymt um það fyrir þremur tugum ára. Og skólakerfið
hlýtur að taka tillit til þessa.
Það er eklri ýkjalangt síðan, að stúdentsmenntunar var
ekki þörf, nema fyrir tiltölulega fámennan hóp manna.
Nú er það ljóst, að það menntunarstig er að verða nauð-
syn verulegs hluta þjóðarinnar, og fer sífellt vaxandi.
Slíkt gerir harla ólíka kröfu til námsefnis og meðferðar,
en meðan miðað var við embættisnám í háskóla nær ein-
göngu. Hjá þeim þjóðum, sem lengst eru komnar í þess-
um efnum, ljúka 20—30% hvers árgangs æskumanna
stúdentsprófi. Hér er sú tala rúmlega 10%. Þó mun
sennilega engri þjóð en oss meiri nauðsyn á gagnmennt-
uðu fólki, til þess að vér megum halda sessi vorum meðal
frjálsra þjóða heims.
En þetta er ekki mál menntaskólanna einna, heldur
engu að síður hinna lægri þrepa skólakerfisins, og því
hljóta umræður um það allt að blandast saman. Af því
sem mest hefur gætt í umræðunum virðist mér þessi at-
riði bera hæst, prófin, þar á meðal landsprófið sérstak-
lega, að skólakerfið sé of ósveigjanlegt, og að skólarnir
sinni ekki nægilega uppeldisstarfi sínu. Skal nú lítillega
drepið á einstök atriði þessa.
Mér þóttu góð tíðindi, er það fréttist af þingi skóla-
manna suður í Strassborg, að þeir hefðu verið á einu
máli um, að próf í núverandi mynd ættu að falla niður í
skólum. Þeirri skoðun hef ég haldið fram í ræðu og riti
um allmörg ár, og verð sífellt sannfærðari um réttmæti
hennar. Og kannslri trúa menn þessu, þegar tillagan kem-
ur frá útlandinu. Skólatími vor er stuttur, og ég tel var-
hugavert að lengja hann að ráði, en með niðurfellingu
ársprófa, mætti bæta mánuði við kennslutíma hvers árs,
engu væri glatað en marnt unnið.
O O O * f
Þá er ljóst, að keppa verður að meira valfrelsi nams-
greina innan skólanna. Eru þegar gerðar byrjunartil-
raunir í því efni í menntaskólunum.
Ein alvarlegasta aðfinnslan við skólana er, að þeir
sinni eigi nóg uppeldisstarfinu, en séu ítroðslustofnanir.
Þessi ásökun er ekki tilefnislaus með öllu, þótt venjulega
sé meira úr gert en réttmætt er. En þótt ýmislegt kunni
að ráða hér um, er það einkum tvennt, sem veldur þessu,
annars vegar stuttur skólatími, og hins vegar, að svo er
að kennurum búið, að þeir fá ekki sinnt þessari hlið
skólastarfsins sem skyldi. Vegna hins stutta skólatíma, en
um leið tiltekins lágmarks námsefnis, sem fara þarf yfir,
verður að fara hraðar yfir en æslrilegast væri, og tími
verður þá lítill til annars en þess að halda sér fast við
efnið. Skólatímann má lengja með afnámi bekkjarprófa
eins og fyrr var sagt. Launakjör kennara eru þau, að þeir
verða að hlaða á sig fleiri aukatímum en góðu hófi gegn-
ir, eða leita aukastarfa utan skólanna. Þetta veldur því,
að þeir geta hvorki einbeitt sér eins og þörf væri, né
sinnt nemendum utan kennslustunda, en þess er full
þörf, að nemendur geti sífellt haft ráðunauta í hópi
kennara sinna. Þá skortir mjög á, að kennurum sé gert
kleift að fylgjast með breytingum og framförum í
kennslu og fræðigreinum, en fjárhagur þeirra slíkur, að
þeir geta ekki varið fé til utanfara eða námsskeiða, nema
sáralítið. Elið eina orlofsár á starfsævi kennarans er að
vísu gott, en dugir ekki nema mjög takmarkað.
Naumast mun ágreiningur um, að breytinga á skól-
unum, kerfinu sjálfu og námsefninu, sé full þörf. Það
338 Heima er bezt