Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 38
HEIMA
ER
BEZT
/
BOKAH 1 LLAN
Halldór Laxness: íslendingaspjall. Rvík 1967. Helgafell.
Þessi litla bók er einskonar viðauki eða uppfylling í Skálda-
tíma Nóbelsskáldsins. Og það er góður viðauki. Hér gerir höf.
grein fyrir samskiptum sínum við þjóð sína og segir álit sitt á
henni á ýmsum sviðum einkum þó viðhorfi þjóðarinnar til bók-
mennta, og hvernig það sé að vera rithöfundur á Islandi. Og
hann segir það á sinn sérkennilega, fyndna hátt. Vitanlega eru
dómar hans og fullyrðingar hér sem endranær þannig vaxnir að
þeir geta orkað tvímælis og munu á mörgum stöðum gefa til-
efni til andmæla, en enginn neitar því, að athuganirnar eru skarp-
ar og víða skyggnzt dýpra en vér daglega gerum oss í hugarlund.
Ekki verður því neitað, að stundum virðist lesandanum, að
myndirnar, sem höf. dregur upp, nálgist skopmyndir, en eins og
góðar skopmyndir, sýnir hann innsta kjamann, þótt umgerðin sé
skrumskæld, og slíkar myndir verða oft sannari miklu en ná-
kvæmar yfirborðsmyndir, þar sem allt er slétt og fellt. Ef til vill
verður íslendingaspjall ekki talið til hinna stærri verka Halldórs
Laxness, en það er meðal hinna forvitnilegustu, og verður áreið-
anlega lengi lesið og til þess vitnað af þeim, sem rita og ræða
um sögu samtíðar hans. Auk þess er íslendingaspjall eitt hinna
skemmtilegustu bóka höfundar.
Axel Thorsteinsson: Börn dalanna. Rvík 1967. Bókaútg.
Rökkurs.
Börn dalanna og aðrar sveitasögur, er fullur titill bókarinnar,
og hefur höf. safnað hér saman sögum sínum úr íslenzku sveita-
lífi, á samsvarandi hátt og hann í fyrra gaf út endurprentun
sagna sinna frá heimsstyrjöldinni fyrri. Viðfangsefnin i þessurn
tveimur sagnaflokkum eru á ytra borðinu harðla ólík. Annars-
vegar heimsstyrjöld og eftirköst hennar með öllum sínum hörm-
ungum og umróti, en hinsvegar íslenzkt sveitalíf, kyrrlátt og
viðburðalítið á yfirborðinu. Samt sem áður er munurinn ekki
ýkjamikill. Höfundur er ekki skáld hins ytra. Mannleg örlög og
tilfinningar eru viðfangsefni hans, og þetta verður allt furðu
líkt, hvort heldur sem sagan gerist suður í Evrópu að baki víg-
línu stórstyrjaldarinnar eða í íslenzkri sveit. Og meðferð höf. er
hin sama. Hún einkennist af djúpum skilningi og einlægri samúð.
Honum þykir vænt um sögupersónur sínar og lifir með þeim í
gleði og sorg. Þessvegna höfða sögur hans meira til hjartans en
heilans, því að í þeim er mikil viðkvæmni og tilfinning, sem
hann lýsir á mildan, ljóðrænan hátt. Slíkt þykir ekki góð latína
nú á dögum. En skyldi það ekki vera eitt af því, sem oss skortir
nú mest í bókmenntir vorar og menningu, og mundi ekki margt
fara betur ef rithöfundar vorir og annarra væru fleiri á bylgju-
lengd Axels Thorsteinsson, en raun ber vitni um. Margar sög-
urnar eru stuttar svipmyndir, en í þeim nær höf. sér oftast bezt.
Þær verða ógleymanlegar í látleysi sínu og einfaldleik. Af þeim
sögunum, sem mér þykir mest um vert vildi ég einkum nefna
Örlög einyrkjans, Fólkið á L<ek, Vonir, sem lifa, „Og á sumri
hverju til þessa“. Þá er sagan Þegar Högni litli dó einstök að
ljóðrænni fegurð. Lengri sögurnar eru lausari í reipum, og á það
ekki sízt við Böm dalanna, þótt margir kaflar séu þar vel gerðir.
Raunablær er á flestum sögunum, og sorgir og vonbrigði við-
fangsefni þeirra. En að baki er andi bjartsýni, mannúðar og
skilnings. Þessvegna eru sögur A. Th. góð lesning á hverju sem
gengur um tízku og stefnur. Nokkur ruglingur er á uppsetn-
ingu efnisyfirlits og fyrirsagna, sem óprýði er að.
Hilmar Jónsson: Foringjar falla. Rvík 1967. Helgafell.
Höfundur hefur þegar vakið á sér athygli með ýmsum rit-
gerðum, bæði í blöðum og bókarformi, þar sem hann er sérstak-
lega ómyrkur í rnáli, og hefur vegið hart að mörgu því, sem
honum þykir miður fara í þjóðlífi voru, og hvorki hlíft þar
mönnum né málum. Þetta er hinsvegar fyrsta skáldsaga hans,
sem á prent kemur. Sagan er stutt, og efninu saman þjappað án
útúrdúra. Hún er óvægin ádeila á þjóðfélag vort, einkum þó
réttarfar og löggæzlu, þótt víðar sé við komið. Um margt er
sagan lik ritgerðunum, frásögnin röskleg, hispurslaus, og stíllinn
víða rismikill. Hinsvegar ber ádeilan skáldsöguna ofurliði, og
lesandanum gæti virzt, sem efnið hefði farið betur í ritgerðar-
formi. Því verður ekki neitað, að höf. stingur á mörgum kýlurn
og sýnir oss inn í heim, þar sem kunningsskapur og sérhagsmunir
ráða úrslitum mála fremur en hitt, sem rétt er eða haldkvæmast.
Ekki fer hjá því, að vér könnumst við ýmsar hliðstæður úr dag-
legu lífi þjóðarinnar. Hinsvegar er höf. yfirleitt sanngjarn í
dómum sínum, og lítur á málin frá sjónarmiðum beggja aðila.
En það sem söguna skortir, er að persónur hennar eru ekki nægi-
lega skýrt markaðar, til þess að verða lesandanum eftirminni-
legar, eða vekja samúð hans. Engu að síður er sagan læsileg og
gcfur góð fyrirheit.
Carl Sagan o. fl.: Reikistjömumar. Rvík 1967. Almenna
bókafélagið.
Bók þessi er hin 14. í röðinni í Alfræðisafni AB og ekki sú lak-
asta. Hér fær lesandinn að ferðast stjörnu af stjörnu í sólkerfi voru
allt frá vorri gömlu jörð til hinna yztu niarka. Gefið er stutt yfir-
lit unt rannsóknarsögu sólkerfisins og skoðanir manna á því gegn-
um aldirnar, þá er gerð grein fyrir megindráttunvm í sköpunar-
sögu og gerð jarðarinnar, og síðan er lýst tunglinu og reikistjörn-
unum eftir því sem þekking vor nær til á þessum tímum. En
kannske verður þess skammt að bíða að mönnuð geimför lendi á
einhverri stjörnu og þá verða leystar fjöldamargar þær gátur, sem
nú er glímt við. Frásögn bókarinnar er skýr og skemmtileg, og
öllum auðskilin, og er það mikill kostur. Stjörnuheimurinn hefir
löngum verið æfintýralegur í augum manna, og hér fáum vér of-
urlítinn forsmekk a£ æfintýrinu sjálfu, sem í raunveruleik sínum
er miklu furðulegra en nokkurt hugarfóstur ímyndunaraflsins.
Jón Eyþórsson skrifar formála þar sem hann gerir stutta grein
fyrir stjarnfræðiritun á íslenzku. Sakna ég þó þar hins litla bæk-
lings: Stjörnufræði Björns Jenssonar. Gaman er að formálinn
minnir á, að Jónas Hallgrímsson skapaði á sínum tíma íslenzkt
stjarnfræðimál, af þeirri leikni, að betur verður ekki gert. Þýðandi
bókarinnar er Orn Helgason og hefir hann unnið verk sitt vel.
St. Std.
374 Heima er bezt