Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 15
fræðingi óþægur ljár í þúfu, vegna þess, hve tegundirn-
ar eru breytilegar, og þó einkum af því að þær hafa
allar mikla tilhneigingu til kynblöndunar. En slíkir
blendingar eru bæði breytilegir í formum og oft furðu
ólíkir foreldri sínu. í þessu efni er gulstörin enginn eftir-
bátur ættingja sinna. Hér á landi hafa fundizt blending-
ar hennar með mýrastör, stinnustör og flæðastör, eru
tveir hinna fyrstu algengir um land allt, einkum þó
stinnustararblendingurinn, en flæðastararblendingurinn
vex ein*ingis við sjó, en sennilega allalgengur. Geta
kynblendingar þessir oft valdið manni óþægilegum heila-
brotum og gefið tilefni til misskilnings eða rangtúlk-
unar. Má þar nefna sem dæmi, að í íslenzkum flórum
hefur löngum verið talin tegundin marstör með tveimur
deiltegundum, sem þó munu nú oftast vera taldar sjálf-
stæðar tegundir. Við nýjustu rannsóknir virðist komið í
ljós, að tegund þessi vex alls ekki á íslandi, en það, sem
talið hefur verið til hennar, eru kynblendingar gulstarar
með mýrastör og flæðastör, eða jafnvel stinnustör. Að
vísu má segja, að þetta sé ef til vill ekki fyllilega úrskurð-
að, en dæmið sýnir, hversu kynblendingarnir geta verið
örðugir viðfangs.
Gulstörin er ein hinna fáu íslenzku plantna, sem ættuð
er vestan um haf. í Evrópu vex hún hvergi utan íslands,
nema lítilsháttar í Færeyjum. Aðaltegundin, sem á fræði-
máli heitir Carex Lyngbyei, er einnig lítt útbreidd vest-
an hafs, einungis dálítið í Suður-Grænlandi og á nokkr-
um stöðum á austurströnd Canada. Hinsvegar er deil-
tegundin Carex cryptocarpa útbreidd báðum megin
Kyrrahafsins, vex hún Ameríkumegin allt suður í Cali-
forníu, en suður til Japan Asíumegin. Hvergi mun þó
tegund þessi jafnútbreidd og hér á landi, en svo sem
kunnugt er þá er hún aðaltegundin á víðáttumiklum
flákum, oft svo hundruðum hektara skiptir. Samt sem
áður er hún vandlát um vaxtarstaði. Höfuðheimkynni
hennar eru óshólmar og flatlendi fram með straumvötn-
um, þar sem í senn er votlent, og vatnið þó á nokkurri
hreyfingu í jarðveginum. Liggja gulstararengin venju-
lega undir klakahellu yfir veturinn. Gróðurlendi þetta
hef ég nefnt flæðimýri. Þá vex gulstör oft í tjarna- og
vatnavikjum, eins og t. d. í suðurhluta tjarnarinnar í
Reykjavík, en þar verður hún óvenjulega þroskaleg og
stórvaxin, enda er vatnið auðugt af áburðarefnum, og
sýnir þetta ljóst, að störin kann vel að meta áburð, líf-
rænan að minnsta kosti. En þurrkun lands þolir hún
ekki. Oft vex strjál gulstör í rauðaleirskeldum í mýr-
um. Má treysta því, að þar er aldrei rótlaus jörð sem
hún vex. Lítið er um gulstör í hálendinu, þótt skilyrði
virtust fyrir hendi, virðist blendingur hennar og stinnu-
starar, bleikstinnungurinn, koma þar í hennar stað, en
verður þó aldrei einráður í stórum breiðum.
Eins og fyrr var getið, eru mestu starengin að jafnaði
í grennd við árósa. Eitt þeirra var Straumsnesið í Kald-
aðarnesi í Flóa. Fyrir löngu veittu menn því athygli,
hversu miklu grösugra og heybetra Straumsnesið var
en flóasvæðin annars staðar í sveitinni. Voru ýmsir því
þeirrar skoðunar, að flóar og mýrar myndu breytast
von bráðar í starengi, ef vatn Ölfusár flyti yfir þau um
nokkurra vikna skeið árlega. Var það eitt meðal annars,
sem ýtti á menn um hinar miklu áveituframkvæmdir í
Flóanum á sínum tíma. En sú von brást, sem raunar
mátti vænta. Samt mátti sjá þess greinileg merki á ýms-
um stöðum áveitusvæðisins við útrásir áveituskurðanna,
að þar urðu til gulstararblettir á nokkrum árum. Mun
þar hvort tveggja hafa til komið, að á slíkum stöðum
urðu lífsskilyrðin ekki með öllu ólík því sem er í ós-
hólmum, og vatnið bar þar fram meiri steinefni en ann-
ars staðar í áveituhólfin, og einnig munu fræ hafa frem-
ur borizt þangað en út um sléttlendið. Annars má geta
þess, að gulstörin virðist ekki þroska fræ að ráði.
Gulstörin getur orðið mjög stórvaxin, 150 sm eða
meira. Á Hvanneyrarfit í Borgarfirði hef ég mælt 170
sm háa gulstör. Ekkert starengi mun þó hafa orðið jafn-
frægt og Safamýrin fyrr á tímum, meðan vötn léku
lausum hala um hana. En sagt var að þar hyrfu kýr í
störina, svo sem í skógi væri, og að binda mætti saman
stararstráin yfir bak á hesti, og margar fleiri furðusög-
ur voru sagðar af vexti stararinnar þar. Víst er og það,
að Safamýrin reyndist oft drjúgur bjargvættur í gras-
leysissumrum, því að aldrei brást þar sprettan, þótt hún
yrði ef til vill ekki með þeim ólíkindum, sem nú var
sagt. En svo var hlaðið fyrir Djúpós og vatnsflaumn-
um beint frá mýrinni. Dró þá brátt úr vexti stararinnar.
Nú mun Safamýri þurrkuð að mestu og tekin til tún-
ræktar. Margar fleiri starengjar lands vors eru nafn-
kunnar, þótt fátt eitt verði talið. Má þar til nefna engj-
arnar meðfram Hnausakvísl og Húnavatni í Húnaþingi,
sem blasa við af þjóðleiðinni til Reykjavíkur. Ekki er
Eylendið í Skagafirði Iakara yfir að líta, eða Staðar-
Framhald á bls. 366.
Heima er bezt 351