Heima er bezt - 01.10.1967, Page 29

Heima er bezt - 01.10.1967, Page 29
J C-T . DÆGURLAGA^&fttttf* Hér birtist ljóð eftir Ómar Ragnarsson, sem Þorvald- ur Halldórsson hefur sungið inn á hljómplötu. Ljóðið heitir: HÖLDUM HEIM Sjáumst aftur Englandsdætur. Frá ströndum yðar ferð ég bý, yfir djúpa Atlansála, að hitta ástvini á ný. Við syngjum fjálgir ferðasöngva. Vinafjöld við kveðjum hér. Gerum klárt og upp með anker. Fullt stím áfram tekið er. Höldum heim. Höldum heim, höldum heim um öldufans. Höldum heim í fjörðinn kæra. Höldum heim til Isalands. „Stímt“ er norður, sífellt norður, á norðurstjörnu, er lýsir geim. Ein er stefnan, ein er þráin allra um borð að komast heim. Er brotsjór hár í frosti og fári færir ísað skip í kaf, þá má heyra karlinn hrópa: „Hart í stjór“, — svo við höfum af. Höldum heim. Höldum heim, höldum heim um öldufans. Höldum heim í fjörðinn kæra. Höldum heim til ísalands. Þá kemur hér lítið ljóð eftir Þorvald Halldórsson, sem hann hefur sjálfur nýlega sungið inn á hljómplötu. Ljóðið heitir: í NÓTT í nótt, viltu vera hjá mér? í nótt, ég skal vaka með þér. í nótt út við laufskógarlund má líta vorn elskenda fund. Er blær strýkur vanga þinn blítt. Þú brosir svo fagurt og hlýtt. Og sæluna er þangað sótt, þá sælu við eignumst í nótt. Þá kemur hér ljóð, sem margir hafa beðið um. Ljóðið heitir: Segðu ekki nei. Höfundur ljóðsins er Ólafur Gaukur, og hljómsveit hans hefur flutt það í útvarp. SEGÐU EKKI NEI Út við gluggann stendur stúlkan og hún starir veginn á. Og hún bíður, og hún vonar, að hún vininn fái að sjá. En um síðir hringir síminn og hún svarar í hann fljótt: „Halló, halló,“ segir herrann. „Viltu koma að dansa í nótt?“ Segðu ekki nei. — Segðu kannski, kannski, kannski. Segðu að þú elskir engan nema mig. Segðu ekki nei. — Segðu kannski, kannski kannski, þá aldrei, aldrei ég skilja mun við þig. Unga stúlkan hún er stórhrifin og strax hún segir já. Arm í arm þau leiðast, ungu hjúin, ætla ballið á. Þegar hljóma Ijúfu lögin, lágt hann hvíslar: „Heyrðu mig. Viltu dansa þennan dans, ég gjarnan dansa vil við þig.“ Segðu ekki nei. — Segðu kannski, kannski, kannski. Segðu að þú elskir engan nema mig. Segðu ekld nei. — Segðu kannski, kannski kannski, þá aldrei, aldrei ég skilja mun við þig. Og í ljúfum draumi líður kvöldið loks er komin nótt. Við trúum stundum tæplega, hve tíminn líður fljótt. Og er vangi strýkur vanga, blítt af vörum hvíslað er: „Elsku litla, sæta ljúfan, má ég labba heim með þér?“ Segðu ekki nei o. s. frv. Þá kemur hér að lokum lítið ljóð, sem kalla mætti á barnamáli alvöruljóð. Höfundurinn nefnir sig E. B. Ljóðið heitir: VIÐ VÖGGUSÖNG MINN Vært skal ég vagga þér vinur að brjósti mér. Sofna með bros um brár burtu ég þerra tár. Heima er bezt 365

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.