Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 23
gætt, að unnt sé að halda svo fjölmennt fjölskyldusam-
kvæmi, því þar voru mætt ölJ börn þeirra Oshjóna, er
þá voru á lífi, makar þeirra og barnabörn að einu und-
anskyldu, er ekki gat það vegna forfalla, auk þess nokkr-
ir nánustu ættingjar þeirra hjóna, alls nálega 70 manns.
Mun sú kvöldstund verða þeim, er þar voru staddir
ógleymanleg, slíkur helgiblær, sem þar var yfir öllu. Þá
voru afkomendur þeirra Bergrúnar og Jóhanns á Osi 60
á h'fi: Börn þeirra 11, barnabörn 43 og barnabarnabörn
6. Systkinin fengu myndasmið frá Reykjavík, sem tók
myndir af fjölskyldunni við þetta tækifæri og hygg ég,
að fágæt sé svo fjölmenn fjölskyldumynd.
Sunnudaginn 21. ágúst var vígt nýtt og vandað orgel
við guðsþjónustu í Bakkagerðiskirkju, sem systkinin,
börn Bergrúnar og Jóhanns færðu kirkjunni að gjöf til
minningar unr systur sína ídu, sem þá var nýlega látin í
blóma Jífsins, virt og hugljúf öllum, er henni kynntust.
Mættu hljómar þessa hljóðfæris verða Borgfirðinsum
um ókomin ár bending um það, að þeir eiga þessum
systkinum þakkarskuld að gjalda fyrir ræktarsemi þeirra
til fæðingarbyggðar þeirra, enn fremur, að þeir héldu
vakandi minningunni um látna sytur, sem var kölluð
burt af vettvangi þessa lífs í blóma lífsins.
Mánudaginn 22. ágúst tóku börn og tengdabörn
þeirra Oshjóna hópferðabíl á leigu og var eldð í Hall-
ormsstað og sá yndisreitur skoðaður í fögru veðri. Það-
an var ekið um FJjótsdal, sltoðuð nýreist kirkja á Vai-
þjófsstað og ioks snæddur sameiginiegur kvöldverður
að Eiðum. Sá dagur verður þeim Bergrúnu og Jóhanni
ógieymanlegur vegna þeirrar hljóðlátu en innilegu gleði
og hlýju, er ríkti í þeirri ferð og allir áttu sinn góða hlut
í að skapa. Og sérstakar þakkir eru bílstjóranum, Am-
grími Magnússyni, færðar fyrir hans góða þátt í þeirri
ferð.
Vissulega hygg ég, að segja megi um þau Bergrúnu
og Jóhann á Osi, að þrátt fyrir oft á tíðum krappa sigl-
ingu um lífsins kólgusjó, þá hafi þau siglt sínu „fari
heilu heim“. Þeim er Jíka þakklætið efst í huga og þau
eru sátt við samfélagið, þótt Jífið hafi ekki ávallt farið
um þau mjúkum höndum. Þau biðja sérstaklega fyrir
þakkir tiJ barna sinna, tengdabarna og barnabarna fyrir
alla ást og umhyggju sér til handa, fyrr og síðar og af-
mælisgjafir á 70 og 75 ára afmælum þeirra. Þau færa líka
sveitungum sínum þakkir fyrir langa og ánægjulega
samfylgd, sömuleiðis frú Önnu G. Guðmundsdóttur og
Halldór Asgrímssyni, fyrrv. alþingismanni. Þau biðja
Jíka fyrir þakkir tiJ systldna sinna og mágafólks fyrir
ógleymanlega tryggð og vnáttu, enn fremur til Gests G.
Arnasonar.
í 13. árg. „Heima er bezt“, 2. tbl. 1963, bls. 44, eru
talin börn þeirra Óshjóna og makar þeirra og skal það
ekki endurteldð hér, en látið nægja að vísa til þess.
Ég flyt þeim Bergrúnu og Jóhanni þakldr fyrir langa
og ánægjulega samfylgd og fyrir þann styrka þátt, er
þau hafa átt í uppbyggingu þessa sveitarfélags. Skoði
menn sögu þeirra og tileinki sér þann lærdóm, sem af
henni má fá gæti það orðið mönnum til nokkurs þroska.
Njóti þau svo ætíð heil handa.
Ritað í ágústmánuði 1967.
Minningar úr Goðdölum
Framhald af bls. 35-/. -----------------------
þar. Þó efast ég ekki um, að eitthvað hafi verið gert til
að gleðja okkur börnin þá, svo sem með kertisstúf, ein-
hverri tegund sætabrauðs, — sem þá var sjaldgæft á
borðum hjá efnalitlu fólki, — og ef til vill með einhverri
nýrri flík. Mamma hafði verið prýðilega hagvirk, og
saumaði víst á fjölskylduna flest eða allt, sem hún þurfti
með og hægt var í té að láta. í borðbúnaðinn man ég að
vantaði dúkinn og hnífapör. Þau sá ég ekki fyrr en eftir
að ég var farinn þaðan. Heyrði þeirra þó getið, og var
mér ráðgáta, hvernig þeim væri beitt við borðhaldið.
Ég þekkti ekki annað en vasahníf til þessa. Sama máli
gegndi urn skerdisk. Það vissi ég ekki, hvað var. Öll
matarílát, sem á borð voru borin, voru úr leir. Postulín
sást ekki né „plett“ og því síður kristall. En leirinn hafði
þann kost, að hægt var að spengja slík ílát, svo sem skál-
ar og diska, sem brustu eða brotnuðu, ef ekki fóru í því
fleiri parta, með því að bora göt beggja meginn við
brestinn, hella svo bræddu tini þar í innan frá, sem svo
rann eftir móti, sem myndað hafði verið af brauðdegi
utan á ílátinu, þvert yfir brestinn. Þegar tinið kólnaði,
var ílátið sem heilt. Þetta var gert á heimili foreldra
minn og viðar um Jrað leyti, — til sparnaðar —. Þá var
vinnuaflið ódýrt. Ég þekkti einn aldraðan mann, sem
fór á milli bæja og vann þetta verk. Aðeins einn gamlan
mann sá ég borða spónamatinn úr útskornum tréaski.
Skyldi hann ætíð eftir sleikju í askinum og setti hann
fyrir eftirlætis hund sinn. Að sjálfsögðu var askurinn
þveginn á eftir. Maður þessi mun hafa dáið aldamóta-
árið. Annars var spónamatur ætíð borðaður úr skálum
eða spilkomum, en ekki af diskum, og mun svo hafa
verið í sveitum nokkuð fram yfir aldamót, víðast að
minnsta kosti.
(Endurminningar Þornróðs Sveinssonar, Minningar úr
Goðdölum og misleitir þættir, koma væntanlega á al-
mennan bókamarkað á næstunni.)
BREFASKIPTI
Steinunn Þorsteinsdóttir, Brúarreykjum, Stafholtstungum, Mýra-
sýslu, óskar eflir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum
10—12 ára.
Guðbjörg Friðriksdóttir, Skóghlíð, Hróarstungu, Norður-Múla-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 13—15 ára.
Æskilegt að mynd fylgi.
I
Heima er bezt 359