Heima er bezt - 01.10.1967, Page 11
orð Matthíasar — ekki bara um Skagafjörð einan, held-
ur um alla íslands byggð:
„Blessuð sé þín byggð og saga,
bæir, kot og höfuðból.“
Viðhorf til menningarmála og va.nda.mala nútímans
á Suðurlandi.
Ég fór út í þessa sálma við Jón Ingvarsson á Skipum
og skrifaði upp eftir honum áht hans. Jón sagði:
„Þegar talað er um menningarmál og menningar-
ástand, mun í flestum tilfellum vera átt við skólaskyld-
una og hversu setan á skólabekk er löng og almenn. Ekki
er það þó að mínu viti algildur mælikvarði á menningar-
ástand fólksins. Frekar hitt: hvert er hið almenna dag-
far þess og hugarfar.
Mér er sagt, að virtur maður með þessari þjóð, sem
flutti ræðu á nýafstöðnu hestamannamóti á Rangár-
bökkum, hafi vikið að því af nokkurri alvöru, að lík-
lega hefði þeim foreldrum, sem áttu unglingana, sem
lágu í valnum utan við skemmtistaðinn að loknum dans-
leik nóttina áður, brugðið í brún við þá sjón. Og hon-
um var spurn, hvar væri árangurinn af allri menntuninni
og setunni á skólabekkjunum.
Nú eru það síður en svo mín orð, að skólarnir eigi
þarna sök á ófarnaði. En svo virðist sem börn og ungl-
ingar gerist á síðustu tímum svallgefnari en nokkru sinni
fyrr. Samt flökrar það ekki að mér, að nú uppfæðist í
eðli sínu lakari mannsefni en á dögum Njáls, Jóns Lofts-
sonar og Hallgríms Péturssonar. Ætli það sé ekki held-
ur hitt, eins og jafnan áður, að þau séu börn sinnar tíð-
ar. Áfengisneyzla fer nú ört vaxandi með þessari þjóð
og dálæti á drykkjusiðum og drykkjutízku. Meira að
segja bændaforystunni okkar þykir hlýða að hafa 80 til
100 manna vínbar í anddyri hallar sinnar í höfuð-
stað landsins, þar sem eru til reiðu allar heimsins vínteg-
undir, og allir bændur landsins skattlagðir árum saman,
meðal annars til þess að þeir sem blóta Bakkus á þeim
slóðum geri það við sem allra mestan íburð.
Meðan ágirndarpúkinn leikur lausum hala og revnt
er að trylla og æsa til óhófs er spillingin á næsta leiti.
Ég hef alla tíð álitið að vitið og skynsemin séu sú dá-
samlegasta guðs gjöf, sem okkur er veitt. Þess vegna hef-
ur mig alltaf undrað, hvað margir — jafnvel vel gefnir
menn — fara gálauslega með þá guðs gjöf í sambandi við
áfengisneyzlu, sem engum veitir þó hamingju og eng-
inn sleppur jafngóður frá, sé hann þar þátttakandi. Það
fer fyrir allt of mörgum eins og ógæfumanninum, sem
andartak hugsaði af viti frammi fyrir kráardyrunum og
virti þær fyrir sér og sá ekki að þær væru á neinn hátt
frábrugðnar öðrum dyrum. Þó fann hann til þess, að
innan þessara dyra hafði hann skilið eftir lífshamingju
sína, konu sinnar og barna.
Þjóðhátíðardagur íslands 17. júní er mér mestur há-
Heimilisfólkið á Skipum við heyvinnustörf.
tíðardagur ár hvert. Ég hlusta og les, og það bezta sem
fram kemur þann dag er mér ótrúlega mikils virði. Og
fátt hef ég séð, sem ég væri stoltari af að geta mælt til
þjóðar minnar á þeim degi frá eigin brjósti en kvæði
Guðmundar Inga Kristjánssonar á Kirkjubóli: „Segðu
honum það“, sem birtist í einu dagblaði Reykjavíkur 17.
júní 1967. Þar er allt sagt, sem þarf að hyggja að. Og ef
ég ætti mér óskastund, þá yrði ósk mín tvímælalaust sú,
að prestum, kennurum, blaðamönnum, skáldum og rit-
höfundum yrði veittar svo voldugar raddir, að þeim
tækist að ná eyrum allrar þjóðarinnar með boðskap í
þeim anda, sem þetta kvæði inniheldur. Sannleikurinn
er sá, að það sem okkur skortir mest, það er ættjarðar-
ást og þjóðhollusta. Við þurfum á vakningu að halda.“
BRÉFASKIPTI
Ragnhildur Þórðardóttir, Grund, Svínadal, Austur-Húnavatns-
sýslu. óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum
15—17 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Heima er bezt 347