Heima er bezt - 01.10.1967, Page 4

Heima er bezt - 01.10.1967, Page 4
GUÐMUNDUR DANIELSSON Jón I ngvarsson, Skipum u ón Ingvarsson Skipum í Stokkseyrarhreppi er í fremstu röð bænda á Suðurlandi. Hann hóf bú- skap fyrir 17 eða 18 árum og rekur nú sennilega stærsta einstaklingsbú á Suðurlandi. Árið 1964 lagði hann til dæmis inn hjá Mjólkurbúi Flóamanna rúm- lega 106 þúsund lítra mjólkur. Jón er kvæntur Ingigerði Eiríksdóttur frá Löngu- mýri á Skeiðum og eiga þau þrjú mannvænleg börn, Gísla Vilhjálm 16 ára, Móeiði 14 ára og Ragnheiði fjögra ára. Fæðingardagur, ár og staður. Uppruni. Jón Ingvarsson er fæddur á Skipum 28. ágúst 1912. Foreldrar hans voru hjónin Vilborg Jónsdóttir frá Sand- lækjarkoti í Gnúpverjahreppi og Ingvar Hannesson á Skipum. Föðurafi Jóns, Hannes, bjó á Skipum á undan Ingvari, en hann hafði tekið við jörðinni af fósturfor- eldrum sínum. En sú ætt var búin að búa á Skipum mann fram af manni síðan 1630, eða í 250 ár, til 1880, en ætt Jóns hefur búið þar síðan. Bcerinn á Skipum. A 340 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.