Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 31
 ★ ★★*★★★**★*★★**★****★**★*★★**★* Hann hafði reyndar sloppið furðu vel. Vala lofaði að hreinsa fötin hans og gera við jakkann, svo hann þyrfti ekki að fara í þeim heim svona illa útlítandi. Harpa var ekki komin heim, og Vala sendi Einar strax til baka að sækja hana. Á meðan þvoði hún sár Svans og lagði kaldan bakstur við augað. Honum leið hörmulega og bar sig illa. „Svona er að fara á fyllirí, Svanur minn, það borg- ar sig ekki,“ sagði Vala og strauk hárið frá enni hans. „Þú ert alltof góður strákur til að fara út á þá braut, og það vegna einnar stelpu sem dansar við annan strák, finnst þér það ekki hlægilegt?“ „Nei,“ muldraði Svanur. „En hvar er Harpa?“ „Ég rak hana heim, en hún hefur stolizt aftur á ballið. Það ætti að flengja ykkur, þessa krakkakjána.“ „Það getur vel verið, en nú langar mig mest til að fá að leggja mig, ég held ég sé veikur,“ sagði Svanur vesældarlega. „Jæja hetjan, farðu inn í baðherbergið og Ijúktu þér af, sé þér óglatt, áður en Harpa kemur. Hún get- ur svo stumrað yfir þér í nótt, hún hefur gott af því stelpan.“ Svanur staulaðist á fætur og inn í baðherbergið. Þaðan heyrðust svo herfileg óhljóð að Vala gat ekki annað en hlegið. Hún hafði getið sér rétt til hvað væri að drengnum. Hún bankaði á hurðina og bað hann blessaðan að hafa ekki alveg svona hátt, Úlla og Manga myndu vakna við þessi óhljóð. „Það er eins og þú sért að ala barn,“ bætti hún við hlæjandi. Svanur blótaði aðeins, hann var með grátstafinn í kverkunum, en hvað honum gat liðið hræðilega illa. Loks kom hann fram aftur og settist á stól við borðið. „Ég er að hita kaffi, þetta fer að skána,“ sagði Vala. „Nei, ég vil ekki kaffi, ég vil bara drepast í friði,“ svaraði Svanur og lagðist fram á borðið. Vala gekk til hans og settist á stólbríkina. „Svona, Svanur minn,“ sagði hún blíðlega. „Þetta lagast, og þarna sé ég að Einar og Harpa eru að koma.“ „Ég vil ekki að Harpa sjái mig.“ „Gerðu þig þá ósýnilegan,“ sagði Vala. Hún strauk hár hans, og þegar hann gat ekki hætt að gráta, tók hún utan um herðar hans og hallaði honum að barmi sínum. „Svona, svona, vinur minn.“ Svo raul- aði hún lágt gamla vögguvísu og reri ofurlítið fram og aftur. „Svanur, þau eru alveg að koma, farðu nú fram og þvoðu þér, vertu nú duglegi strákurinn minn, veiztu hve mér þykir vænt um þig?“ Svanur tók aðra hönd hennar, kyssti á hana og hvíslaði: „Þú ert góð, Vala. Það er sama hvað fólk segir.“ „Það er alveg rétt hjá þér, vinur minn, það gerir minnst til hvað fólk segir, hafi maður sjálfur góða samvizku.“ „Hvar er Svanur?“ spurði Einar, þegar þau komu inn. „Hann skrapp fram í bað, en nú er kaffið til. Harpa, sæktu molasykur fyrir mig út í geymslu.“ Harpa fitjaði upp á nefið. „Var hún að dansa við þennan sama?“ spurði Vala. „Nei, nú var hún komin með einn eldrauðhærðan, sem sveiflaði henni eins og fisi í kringum sig, hún virtist skemmta sér konunglega,“ svaraði Einar. „Ó, þessi ungdómur," andvarpaði Vala, en gat þó ekki varizt brosi. „Já, það er óneitanlega helzt til léttlynt svona Heima er bezt 367

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.