Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 7
Foreldrar Júns Ingvarssonar á Skipum: Ingvar Hannesson,
fœddur 10. febrúar 1878, dáinn 16. mai 1962, og Vilborg
Jónsdóttir, fœdd 2. apríl 1878, dáin 3. ágúst 1916.
Móðurafi og amma Ingigerðar á Skipum: Móeiður Skúla-
dóttir Thorarensen og Agúst Helgason, Birtingaholti, Hruna-
mannahreppi.
útvega dvalarstað handa öllum börnum sínum og skipta
milli þeirra eigum sínum, meira að segja giftingarhring
sínum ráðstafaði hún, skyldi Margrét dóttir hennar bera
hringinn, og það hefur hún gert síðan. Sá góði drengur,
læknirinn hennar, Konráð Konráðsson, þá læknir á Eyr-
arbakka, tók yngsta barnið, Bjarna, á fyrsta ári til fóst-
urs. Varð Bjarni síðar kjörsonur þeirra iæknishjóna, og
þeim til mikillar gleði og hamingju. Hann er nú læknir
í Reykjavík.
Stjúpmóðir Jóns Ingvarsson-
ar Guðfinna Guðmundsdótt-
ir. Varð 80 ára 22. ág. 1967.
Húsmóðir á Skipum frá 1917.
Hefur búið sjálfstœðu búi
þar frá 1962 og bjr enn.
Vilborg kvaddi öll börn
sín nokkru fyrir andlátið,
eftir það sáu þau hana
ekki. En þegar Ingvar kom
til Jóns litla og sagði hon-
um, að nú væri móðir hans
dáin, þá svaraði Jón því til,
að það vissi hann, sig hefði
dreymt það í nótt. Jón
man líka eftir jarðarför-
inni, mörgu fólki og gröf-
inni djúpri og dimmri.
Og nú fóru í hönd örð-
ugir tímar. Jón átti að
skilja við góðan og ástúð-
legan föður sinn, og syst-
kinin, sem höfðu orðið
samrýmdari eftir lát móð-
ur sinnar, vegna harms og
einmanaleika. Hann átti að
fara að Grímsfjósum á
Stokkseyri og verða fram-
vegis hjá Markúsi Þórðar-
syni og Halldóru konu
hans Jónsdóttur. Ferðin til
þessa nýja heimilis er Jóni Ingvarssyni enn í fersku
minni. Faðir hans fór með hann gangandi, enda ekld
löng leið, um 2.5 kílómetrar. Þessi ganga varð honum nú
samt örðug, því að þá fyrst varð honum að fullu Ijóst
hvað mikið hann hafði misst og hvað hroðalega illa var
fyrir honum komið. Þrátt fyrir það, jafnvel á þessari
stundu, tókst honum að stilla harm sinn. Faðir hans
dvaldi hjá honum fram á kvöld, og drengurinn fann að
hann kveið skilnaðinum. Ingvar hefur sennilega óttazt
að erfitt yrði að fá barnið með góðu til að verða eftir.
Loks herti Jón litli sig upp og innti föður sinn eftir því,
hvort hann þyrfti ekki að fara að koma sér heim.
Eftir atvikum fór þetta allt saman vel. Enda hafði Jón
ekki dvalið lengi á nýja heimilinu í Grímsfjósum, þegar
hann sannfærðist um, að þar væri hann í góðra manna
höndum.
Nám og störf frá fermingu til þess tíma, sem búskapur
hófst á Skipum.
Skólaganga Jóns varð aldrei lengri en barnaskólanám-
ið, nema hvað hann sótti nám í kvöldskóla, sem kennar-
ar við barnaskólann önnuðust, og fagnámskeið hefur
hann sótt. Hann sótti um skólavist við bændaskólann á
Hvanneyri í tíð Runólfs Sveinssonar, en skólinn reynd-
ist þá fullsetinn það ár. Seinna hugsaði hann til að endur-
nýja umsóknina, en úr því varð þó ekki, meðal annars
vegna þess að hann veiktist á vertíð. Síðan fékk hann
mjög höstuga brjósthimnubólgu, og upp úr því varð á
tímabili tvísýnt um heilsu hans. Annars álítur Jón, að
nám hafi fyrst og fremst farizt fyrir hjá sér, vegna þess
að hann hafi alla tíð verið hneigðari fyrir líkamlega
vinnu og athafnir en kyrrsetur á skólabekk. Hann vann
Heima er bezt 343