Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 17
kynlega fyrir. Til dæmis man ég eftir að tvisvar sinn-
urn, er ég var í fjárleitum að hausti til, þá bar það við,
að ég sá kindur, sem ég ætlaði að væru svo til fast hjá
mér, því að ég sá glögglega hornalag þeirra og svip. En
svo þegar ég fór að ná til þeirra þá reyndust þær vera í
að minnsta kosti tveggja km. fjarlægð frá mér. En ein-
kenni þeirra öll voru nákvæmlega hin sömu, og ég sá í
upphafi.
Leikir okkar systkinanna voru með ýmsum hætti, og
stundum næsta frumlegir. Sem dæmi þess má nefna það,
að vorið 1895 fórst í Héraðsvötnum ungur maður þarna
úr sveitinni. Var talið að það hefði að nokkru leyti ver-
ið viljaverk, eða í augnabliks geðshræringu gert. Margt
fólk var samankomið þar skammt frá, þar á meðal móð-
ir piltsins og bróðir, nokkru eldri. Honum varð svo mik-
ið um, er hann sá bróður sinn drukkna, að hann hljóp
af stað, og ætlaði einnig að kasta sér í Vötnin. En mað-
ur einn, sem var í hópnum, karlmenni að burðum, elti
hann og náði, áður en hann fengi varpað sér fram af
bakkanum, og hélt honum föstum, þar til hann hafði
róazt nokkuð. En móðirin horfði grátandi á þennan at-
burð. — Þannig var þessi raunasaga sögð.
Nú þurftum við systkinin endilega að leika þetta. Við
tókum Árna bróður, sem þá hefur verið tæpra þriggja
ára, og lögðum hann í lægð undir hólbarði og sögðum
honurn að vera þar sem dauður væri, hvað hann og
gerði. Átti hann að tákna hinn drukknaða. Síðan hljóp
ég til og ætlaði að kasta mér fram af barðinu til hins
látna. En Erlingur, sem er elztur okkar, elti mig og náði,
áður en ég gæti framkvæmt það, og hélt mér föstum
um stund. En systir okkar Aldís stóð álengdar og gerði
sér upp grát, á meðan á þessu stóð.
Og þannig var það oftar, er við heyrðum getið ein-
hverra atburða, sem okkur þóttu sögulegir eða sjald-
gæfir, að við reyndum að leika þá.
Annars voru kindavölur, leggir, horn og þess háttar,
þrautaleikföng okkar eins og allra sveitabarna á þessum
tíma. Var þetta auðvitað hugsað sem búfénaður. Áttum
við allmiklar hjarðir af þessu. Einnig söfnuðum við mis-
litum steinum, sem nóg er af í landi Skatastaða, einkum
suður með fjallshlíðinni. Áttum við vissa staði í túninu,
eða í nánd þess, þar sem við lékum okkur við þetta, þá
er veður leyfði, ella inni.
Hinir miklu hamrar í fjöllunum í nánd við Skatastaði
gáfu okkur tilefni til ýmiss konar heilabrota og hug-
mynda. Fengum við margháttaðar myndir þar út úr.
Fór það nokkuð eftir veðurfari og birtu, hvernig þær
voru. Væri skuggalegt urn að litast og þrútið loft, þótt-
umst við sjá þar heimkynni Grýlu og hyskis hennar og
gnapandi tröllabyggðir, og vakti þetta nokkurn geig
hjá okkur. En væri sólskin og blíða, gat þetta breytzt í
bústaði ljósálfa og Ijúflinga. Og þá var ekkert að óttast.
Og fleiri voru þau náttúrusmíð í Austurdal sem drógu
athygli okkar að sér.
Þannig voru hugarórar okkar. Og það sýnir, hvað
æskan getur gert sér að leikjum og dvalið við, þar sem
fátt er um slík föng, og eins hitt, hvað umhverfið getur
orkað á hugann.
Þó að fjarlægðin hafi nú dregið fjöður yfir minning-
ar mínar frá þessum árurn, þá sé ég þó enn nokkurn
mun skins og skúra þar. En hvort tveggja það átti sér
stað.
Eg man nokkra sólhlýja sumardaga, þegar við börnin
nuturn anganar gróðursins, hins létta niðar lækjanna,
sem streymdu niður fjallshlíðarnar, og hins þunga klið-
ar árinnar, sem féll norður með túnfætinum í þröngum
viðjum.
Eg man líka eftir köldum dögum og dimmum, stór-
hríðum, sem allt ætluðu að færa í kaf og ógnuðu öllu
lífi, sem ekki hafði húsaskjól. Þá stóðum við stundum
fram í skála við gluggann þar á timburstafni, sem vissi
á móti austri. Við þíddum héluna af rúðunum með lóf-
unum og andardrætti okkar til að geta séð út í kófið og
hvernig mjöllin þyrlaðist undan veðurofsanuni. Bað-
stofugluggana var ekki hægt að nota til þessa, þar eð
hinar litlu, en venjulega djúpu glugggakistur fenntu
fullar, jafnóðum og sópað var frá þeim í svona veðrum,
enda hlýrra inni að hafa snjóinn kyrran þar. Pabbi var
úti að sinna fénaðinum, sem vonandi var allur í húsunt
inni nú. Svo þegar lokið var gegningum, kom hann
heim, fannbarinn frá hvirfli til ilja og kaldur að von-
um. En eftir að hafa neytt einhverrar hressingar, sem
mamma hafði til ylaða handa honum, var hann innan
stundar farinn að ganga um gólf með eitthvert yngra
barnanna sér í fangi, og söng lag eða kvað vísu, með
sinni björtu og kunnu tenórrödd. Já, það vantaði alltaf
mikið, þegar pabbi með sína léttu lund var að heiman.
Þá man ég eftir einu hausthreti, er skyndilega brast á.
Setti niður geysilega mikinn snjó á auða jörð. Þegar upp
birti, man ég eftir, að Merkigilsmenn voru að leita að
fenntu fé í fjallinu á móti Skatastöðum. Höfðu þeir
langar stangir, sem þeir könnuðu skaflana með. Það
mun hafa verið eftir þá hríð, eða í lok hennar, að Jök-
ulsá þvarr svo, að stikla mátti hana á steinum, eða klaka,
sem myndazt hafði urn þá, af Réttarklöppinni sunnan
við Skatastaðahylinn. Er mér minnisstætt, að ég var
staddur niður á túnbarði og horfði á menn leiða kindur
þar yfir. Annars er áin þar ætíð með öllu ófær.
Þá gerðist það vorið 1896, — af sérstökum atvikum
veit ég, að það var það vor, — að feiknamikið hlaup
kom fyrirvaralaust í ána einn hlýviðrisdag. Fór hún
langt yfir þau mörk, sem rosknir menn mundu, að vatn-
ið hefði nokkru sinni náð upp í mestu flóðum. Og yfir-
borð árinnar var hvítt af jakaburði, stórum og smáum,
mátti heita þakið þeim. Brauzt hún áfram með gný
miklum og braki, er jakarnir muldust í iðufallinu eða
við klettana. Fólkið heima fór allt ofan á vallarbarðið
að sjá þetta. En þetta stóð ekki nema stund úr degi. Vit-
að var, að tvær eða þrjár kindur, sem voru suður á Sel-
eyrunum, fórust í flóði þessu.
Ég hef alltaf haft freistingu til að setja þetta mikla flóð
í samband við áðurgreinda vatnsþurrð á ánni, þannig,
Heima er bezt 353