Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 13
öllu þó miðað í framfaraátt. Margs er þó að sakna, og
eitt af því eru kvöldvökurnar. Allt fólkið sat þá sarnan
í baðstofunum, vann af kappi við tóvinnuna, það var
svo friðsælt, en alltaf var lesið upphátt til skemmtunar
og fróðleiks. Þá var hátíðlegt að hlýða húslestri og
sálmasöng. Þótt skemmtanir væru fáar, gerðu menn sér
margt til 'gamans, og mikil tilbreyting var í gestkomum,
ekki sízt þegar urn næturgesti var að ræða. Aíenn heim-
sóttu hverjir aðra á bæjunum, þá var spjallað sarnan um
búskap, skepnuhöld og annað, sem menn höfðu hug á,
einnig var oft spilað á spil og fleira gert til skemmtun-
ar. Við unglingarnir lögðum þó fátt til þeirra hluta, en
gaman hafði ég að hlýða á það, sem fram fór, og alltaf
reyndi ég að læra af eldri mönnunum. En þótt margs sé
að sakna, verð ég að viðurkenna, að tíðum átti ég erfitt,
einkunt var mikið erfiði um sauðburðinn, þá voru mikl-
ar vökur, en verst var þó ef rigningatíð var. En hef frá
því fyrsta vanið mig á, að taka erfiðleikunum létt, og
njóta því betur þess, sem nrér þótti ánægjulegt. Eitt af
því voru göngurnar á haustin. Þær voru mér að vísu
erfiðar, því að ég var með bæklaða fætur af beinkröm,
er ég fékk í bernsku, var ég því oft svo þreyttur, að ég
átti erfitt með að komast leiðar minnar heim, en alltaf
fór ég samt í göngur, þegar færi gafst. Og ég einsetti
mér alltaf, að leysa verk mín vel af hendi og vera trúr
bæði sjálfum mér og öðrum.
Eitt af mörgu, sem breytzt hefur er verzlunin og
verzlunarhættir. í æsku minni var eingöngu kaupmanna-
verzlun. Þá var það svo strangt, að fátækir menn fengu
ekki úttekt nema af skornum skammti fyrir áramót. En
eftir áramótin var svo reynt að fara í kaupstaðinn og
sækja einhverja björg, voru það oft erfið ferðalög um
hávetur, vegir vondir og vötn ill yfirferðar. Þá börðust
menn við það að skulda sem minnst, en nú er ég hrædd-
ur um, að þeir séu æðimargir, sem skulda býsna mikið.
Frá mínu sjónarmiði held ég það sé leiðinlegt að mega
aldrei um frjálst höfuð strjúka vegna skulda, en auðvit-
að er það mikil uppbót, að búa í fínum húsum og eiga
vönduð húsgögn.
Ólík eru vinnubrögðin í kauptúnum og í sveit. Það
er mikill munur að koma í fjárhús og finna blessaða
góðu lyktina af kindunum eða koma í fiskskemmur og
anda að sér slorlyktinni, og svo er fiskvinnan sóðaleg
vinna. En þetta átti fyrir mér að liggja í ellinni.
Mikið hafa vinnubrögðin breytzt, bæði hjá ungum
og gömlum. I æsku minni voru börnin látin fara að vinna
og það mikið, jafnskjótt og þau voru til nokkurs fær, og
urðu þau harðduglegt fólk. En nú finnast mér ungling-
arnir áhugalausir, þótt bráðþroska séu. Stöðugt fækkar
þeim, sem kunna að slá með orfi og ljá, og heyrt hef ég,
að túnblettir sem ekki eru véltækir, séu nú látnir óslegn-
ir. Nú eru allir rokkar þagnaðir, kambarnir týndir og
vefstólar horfnir úr sögunni, og svona mætti lengi telja,
og ég efast jafnvel um að stúlkur kunni orðið að halda
á prjónum.
En ekki má gleyma framförunum, sem orðið hafa,
eldd sízt síðan 1950. Hraði tímans og breytinganna er
svo mikill, að mér finnst ég ekki geta áttað mig á því
öllu saman. Ég ætla ekki að telja þær framkvæmdir, að-
eins minna á, að flestar ár eru nú brúaðar. Bara að þjóðin
rísi undir öllum þessum hraða.
Eldra fólkið láir oft æskulýðnum, hversu léttúðugur
hann sé og samkomufús. Ekki lái ég unga fólkinu það.
Æskan hefur ætíð verið ærslafull, en hitt þykir mér mið-
ur, að ég hef orðið þess var, að unga fólkið lítur ekki
réttum augum á gamla fólkið, sem búið er að ljúka
góðu dagsverki og búa í haginn fyrir ungu kynslóðina.
GÍSLI HELGASON:
Draumvitrun Sigfúsar bónda Magnús-
sonar á Galtarstöðum ytri í Hróarstungu
Sigfús er sonur Magnúsar Jónssonar Vigfússonar í
Gunnhildargerði. Jón var orðlagt hraustmenni
og synir hans líka. Sigfús tók karlmennsku að
erfðum, og hefur verið rnanna röskastur, en
stilltur vel. Hann er prúðmenni hið mesta, og áreiðan-
legur til orðs og æðis.
Sigfús bjó á Galtastöðum fyrstu tugi þessarar aldar,
en mun hafa látið af búskap og flutt þaðan um 1934.
Það var á síðustu búskaparárum Sigfúsar, sem atvik það
kom fyrir, er nú skal greina:
Það var að vorlagi, að Sigfús vaknar við það fyrra
part nætur, að honum finnst faðir sinn koma til sín og
segja: „Þú verður að fara út, Fúsi.“ Sigfús tekur ekki
rnark á þessu, en sofnar þegar aftur. Brátt vaknar hann
þó aftur við það, að honum þykir faðir sinn koma inn
og segja: „Þú verður að fara út að húsi, Fúsi.“ Nú vakn-
ar Sigfús betur og hugleiðir þetta, þykir þetta einkenni-
legt, en sofnar samt enn. Þá finnst honum faðir sinn koma
enn og segja: „Þú verður að fara út að húsi strax, Fúsi.“
Nú fylgdi þessu svo mikill alvöruþungi, að Sigfús glað-
vaknar, og finnst hann þá sjá á eftir föður sínum út úr
svefnhúsinu. Hann klæðist nú í skyndi og gengur út á
tún. Þar finnur hann brúnan reiðhest, sem Anna dóttir
hans átti, í andarslitrunum í húsdyrum. Hestarnir vroru
nýfarnir af húsi. Þeir höfðu komið heim eftir hátta-
tímann. Brúnn hafði ætlað inn í húsið, en hurðin værið
í hálfa gátt. Hann þorir ekki að ganga á hana og ryðjast
inn, en kippir hausnum út aftur, þá fellur hurðin að
hálsinum, og skorðast við kjálkabarðið þegar hesturinn
stritast aftur á bak. Um þessar ástæður virðist gamli
maðurinn hafa viljað láta son sinn vita. Það tókst, og
Brúnn varð jafngóður.
Þetta er skráð hér eins og mér sagði Aslaug Björns-
dóttir á Skeggjastöðum á Dal. Hún er mágkona Sigfús-
ar, og var á Galtastöðum, þegar þetta gerðist.
Heima er bezt 349