Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 26
Frá Hólmavik. skiptar skoðanir, en ekki má gleyma því, að við austan- verðan Hrútafjörð eru fleiri söguleg örnefni og sagnir um fornar söguhetjur, en vestan fjarðarins, og þarf ekki fleiri að nefna til að sanna það, en Gretti Ásmundsson og Miðfjarðar-Skeggja. Ekki má heldur gleyma því að austan megin Hrútafjarðar er menntasetur héraðsins, Reykjaskóli, og á liðnu ári hefur verið fullgerð mikil bygging yfir byggðasafn héraðsins í nágrenni við Reykjaskóla. Bjartsýnir hugsjónamenn stóðu að bygg- ingu Reykjaskóla og fremstur í þeirri fylkingu var Jónas Jónsson frá Hriflu, fyrrverandi menntamálaráðherra. Var skólinn í fyrstu byggður af vanefnum og varð brátt of lítill. En nú hafa byggingar verið mjög auknar og er Reykjaskóli nú eitt fremsta skólaheimili landsins, bæði hvað húskost áhrærir og rekstur allan. Er skólinn nú óskabarn og metnaðarmál héraðsmanna. Staðsetning byggðasafnsins er sérstaklega heppileg í nágrenni skólans. Það er lærdómsríkt og þroskandi fyrir skólaæsku Reykjaskóla að kynnast í byggðasafninu at- vinnuháttum og lífsbaráttu forfeðranna. Er samanburð- ur hollur við lífshætti og atvinnumál nútímans. Er safn- ið fjölbreytt og vel fyrir komið. Merkasti gripurinn í þessu byggðasafni er ef til vill hákarlaskipið Ófeigur, sem er þarna í sérstökum skála. Þetta hákarlaskip hefur marga svaðilförina farið og dregið mikla björg í bú, og jafnan komið heilt að landi. Þetta hákarlaskip er þarna varðveitt til minningar um þennan sérstæða at- vinnuveg, sem nú er aðeins saga. Um landnám að Þóroddsstöðum í Hrútafirði segir svo í Landnámabók: „Þóroddur hét maður, er land nam í Hrútafirði og bjó á Þóroddsstöðum. Hans sonur var Arnór hýnefur, er átti Gerði dóttur Böðvars úr Böðvarshólum. Þeirra synir voru þeir Þorbjörn, er Gettir vá og Þóroddur drápustúfur.“ í Grettissögu er nánar sagt frá þessum atburðum. Á Bjargi í Miðfirði er Grettir Ásmundsson fæddur og uppalinn. Eru nefndir í sögunni bræður hans tveir Atli og Illugi. Var Atli elztur en Illugi yngstur. Margt gerðist í héraðinu um þessar mundir, sem varð til þess, að illdeilur hófust milli Bjargs og Þóroddsstaða og varð Grettir meðal annars banamaður Þorbjarnar ferðalangs, sem var skyldur Þorbirni öxnamegin, er bjó á Þórodds- stöðum, og þóttist hverjum manni meiri. Margt fleira bar þeim á milli. Á þessum tíma var Grettir dæmdur útlægur fyrir óhappaverk, sem hlauzt af ógætni hans, en hann var eiginlega saklaus af. En honum var kennt um dauða Þórissona frá Garði, er inni brunni í svefnskála í Noregi. Grettir var ytra, er þessi dómur féll. Á meðan Grettir er ytra, gerist það, að Þorbjörn öxna- megin ríður að heiman frá Þóroddsstöðum og yfir háls í Miðfjörð, beina leið að Bjargi. Hann var svo búinn, að hann hafði hjálm á höfði, gyrður sverði, og spjót í hendi. Það var fjaðurspjót og breið mjög fjöðrin. Atli var heima og fáir menn aðrir. Þorbjörn reið að útidyr- um. Aftur var hurð og engir menn úti. Þorbjörn drap á dyr, og fór síðan á bak húsum, svo að enginn mátti sjá hann frá dyrunum. Heimamenn heyrðu að barið var og gekk út kona. Þorbjörn hafði svip af konunni, en lét ekki sjá sig. Hún kom aftur til stofu. Atli spyr hver Ólafur H. Kristjánsson, skólastjóri Reykjaskóla. 362 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.