Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 16
ÞORMOÐUR SVEINSSON: Minninoar úr Goéclöl um E^in elzta minning nn'n frá Skatastöðum, sem ég get tímasett, mun vera sú, að ég fylgdist með Eiríki afa mínum að fjárhúsi, sem stóð yzt og neðst á túninu þar, er hann fór þangað í ein- hverjum erindum. Var þetta að sumarlagi, og hefur það verið mitt fyrsta þar, því að hann dó seint um veturinn eftir. Er þetta og eiginlega í það eina sinn, er ég man allfflöggt eftir afa, enda mun hann lítið hafa verið heima það tæpa ár, sem hann lifði, eftir að við fluttumst þang- að. Elann var við barnakennslu um veturinn og dó úti í sveit. Hann hafði þótt snilldar kennari. — Um líkt leyti hefur það verið, að Páll Andrésson bóndi á Bústöðum kom að Skatastöðum og sá mig vera að totta pela, því að enn hafði ég ekki sleppt honum. Fór hann að finna að þessu við mig, í mildum tón þó. Þetta hafði þau áhrif á mig, að ég labbaði með pelann fram í bæjargöng, Þormnður Sveinsson. sló honum þar við stein og braut hann. Páll dó árið 1893. Það mun hafa verið á öðru, frekar en þriðja, sumr- inu mínu þarna, að fyrir mig bar sýn, merkilega að ég tel. Eg var einn heima og var að leika mér upp í bæjar- sundinu. Blíðskaparveður var og bjart yfir og fólkið að heyþurrki suður og niður á túninu. Ég var uppi á yztu húsaröðinni, sem var með risþaki frá austri til vesturs, og hallaði því norður af út á veggbrúnina. Sé ég þá, að maður fer upp með bæjarveggnum að norðan. Hann hljóp við fót, frernur léttilega, vaggaði ofurlítið í spori og hafði hálf kreppta handleggina, eins og títt er um mann þá hann hleypur. Hann var í sauðmórauðum föt- um, buxnaskálmarnar brotnar niður í sokkbolina, og prjónahettu hafði hann á höfði, eins og þær, er tíðkuð- ust til þess tíma. Ekki sá ég framan í hanrr, því að hann horfði eins og niður, og var auk þess kominn fram hjá mér, er ég sá hann fyrst. En mér virtist hann mundi vera frekar ungur. Eg horfði á hann nokkur skref, eða þar til hann hvarf fyrir heytóftarhorn, er var útvestast í bæjarhúsaþyrpingunni. Og ég sé hann enn glögglega fyrir mér eftir full 70 ár. Eg var alveg óttalaus, taldi að þarna væri kominn gestur, þótt ég hefði ekki orðið hans var fyrr. Hraðaði ég mér því til þess staðar, er hann hvarf. En þar var þá engan mann að sjá, né nokkurs staðar í kringum bæinn. Vera má, að þá hafi ég orðið hræddur, þó að ég minnist þess ekki nú. Ég fór þegar til fólksins og sagði því frá þessari sýn. Pabba virtist ekki koma þetta svo mjög á óvart, sagði, að þetta mundi hafa verið svipur ákveðins manns, er hann nafngreindi, því að það hefði borið við áður, og þó ekki oft, að hann hefði sézt. Því miður hef ég nú gleymt nafni mannsins, en með sjálfum mér er ég þó sannfærður um, að þama hafi pabbi átt við og nefnt Árna Jóhannesson, hálfbróð- ur Eiríks afa míns, en hann hvarf á heimleið af beitar- húsum á Skatastaðaseli í stórhríðarbyl á öndverðum vetri um 40 árum fyrr en hér var komið, tæplega tvítug- ur, efnismaður mikill og harmdauði foreldrum sínum og öllum, sem hann þekktu. Annars skal það tekið fram strax, að mér hefur ekki verið gefinn kostur á að sjá út fyrir okkar eigið Hf og tilveru, í vöku að minnsta kosti. Aðeins einu sinni eftir þetta kann að hafa átt sér stað eitthvað í þá átt, og verð- ur þess væntanlega getið síðar í ritinu. En einstaka sinn- um hef ég orðið var smáatvika, sem mér hafa komið 352 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.