Heima er bezt - 01.10.1967, Page 8

Heima er bezt - 01.10.1967, Page 8
Móðurafi og amma Jóns lngvarssonar á Skipum: Margrét Eiriksdóttir og Jón Bjarnason, Sandlœkjarkoti, Gnupverja- hreppi. búi föður síns alla tíð þar til hann var 27 ára að aldri. Vor og sumur var hann til sjós, fyrstu tólf vertíðirnar eftir fermingu á Stokkseyri, Keflavík, Vestmannaeyjum og á björgunarskipinu Sæbjörgu. Auk þess ók hann bif- reiðum og gerði út dráttarvélar til jarðvinnslu. Á þess- um árum tók hann mikinn þátt í starfi Ungmennafélags Stokkseyrar, var þar fyrst ritstjóri félagsblaðsins, og ritari og formaður félagsins um árbil. Lífsreynsla. Þegar talað er um lífsreynslu mun oftast átt við eitt- hvert mótlæti, ástvinamissi og önnur tilfinnanleg áföll. En fleira en þetta getur flokkazt undir lífsreynslu að dómi Jóns. Þegar hann hafði misst móður sína varð fyrsta athvarf hans faðir hans og systkini. Siðan fer hann í fóstur til valmenna, sem aldrei hættu að bera umhyggju fyrir honum, þó að dvölin hjá þeim yrði ekki nema nokkrir mánuðir. Daginn sem Jón var fermdur sat frú Halldóra í Grímsfjósum í næsta bekk fyrir aftan hann í Stokkseyrarkirkju. Þegar hún stóð upp að athöfninni lokinni, stakk hún í barm Jóns fjárupphæð, sem jafnvel í dag þætti nokkurs virði. Ung stúlka úr sveitinni varð til að taka að sér ráðs- konustöðu hjá Ingvari Hannessyni, svo hann gat haldið börnunum heima hjá sér og haldið áfram búskap á föð- urleifð sinni, enda var hann til þess hvattur af sóknar- presti sínum og fleiri mætum mönnum sveitarinnar. Fljótlega eftir ferminguna gerðist Jón sjómaður, og það varð honum til láns að hitta fyrir í því starfi svo góða félaga, að þeir hafa verið aldavinir hans fram á þennan dag. Þá vill Jón flokka undir hina jákvæðu lífsreynslu sína, það sem hann telur sér allra mikilvægast, að hafa eignazt góða konu, Ingigerði Eiríksdóttur frá Löngumýri á Skeiðum, dóttur þeirra mætu hjóna, Eiríks Þorsteins- sonar frá Reykjum og Ragnheiðar Ágústsdóttur frá Birtingaholti, og með henni þrjú ágæt börn. Þar að auki hlotið staðfestu á föðurleifð sinni, þar sem hann er úr grasi vaxinn og steig sín fyrstu spor. Hann segir að þau tengi sig innst inni ótrúlega traustum böndum við óðal sitt, svo að hvergi myndi hann njóta sín annars staðar. En aldrei verði þó hlutur konu hans talinn of stór, þegar metin er gifta þeirra í búskapnum á Skipum. Ingigerður hafi verið, eins og fjölmargar kynsystur hennar í þessu landi öld fram af öld, verndarengill heimilisins, barna sinna og eiginmanns. Ágúst Helgason í Birtingaholti segir í æviminningum sínum, að kona hans, Móeiður Skúladóttir Thorarensen læknis, hafi verið af hinum beztu ættum þessa lands, en Skúli var albróðir Bjarna skálds, synir Vigfúsar sýslumanns Rangæinga og Stein- unnar dóttur Bjarna Pálssonar fyrsta landlæknis íslend- inga og Rannveigar dóttur Skúla landfógeta. Enginn Jón á Skipum mokar i gný-blásarann við súrheysturninn. A 344 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.