Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 18
að hún hafi átt sér stað haustið áður, eða 1895, og að áin
hafi þá stíflazt einhvers staðar inn á öræfum, eða við
úthlaup sitt undan jöklinum, og svo hafi vatnsþunginn
sprengt stífluna um vorið.
Foreldrar mínir munu aidrei hafa haft vinnumann,
enda búið ekki stórt. En kaupamaður var stundum eitt-
hvað yfir sláttinn. Og einnig man ég eftir kaupakonum.
Þyrfti pabbi að heiman að vetrinum, svo að dögurn
nam, til dæmis í kaupstað, var einhver karlmaður feng-
inn til að sjá um útiverkin á meðan. Vinnukona mun
hins vegar oftast hafa verið þar, enda annaði mamma
ekki húsverkunum, sízt eftir að börnin urðu svona
mörg, og heilsuleysi þjáði hana. Fyrstu árin mun Hólm-
fríður föðurmóðir mín hafa verið þar eitthvað, og
hugsaði hún áreiðanlega vel um okkur börnin. Síðustu
árin var þar öldruð kona, Sigurbjörg Einarsdóttir, og
má segja hið sama um hana.
Undir lok þessa tímabils var Erlingur, sem er hátt á
annað ár eidri en ég, eitthvað farinn að létta undir störf-
in með pabba, svo sem við smölun fjár í nágrenni bæj-
arins og gæzlu þess, og ýmsa smásnúninga heima fyrir.
Og að síðustu mun ég eitthvað hafa verið farinn að
myndast við verk. Eitt með því fyrsta, sem börn voru
iátin gera, var að bera afrak af túnum á vorin. Var það
Jétt verk, því að þurrt afrak er ekki þungt á höndum.
En flestum mun hafa leiðzt þetta, og voru afköstin eftir
því. Þá vorum við látin reisa upp taðflögur til þerris,
eftir að stungið hafði verið út úr húsunum og hnausarn-
ir klofnir eða flagaðir sundur, svo og að bera að þeirn,
sem hraukana hlóð, þegar taðið var orðið þurrt. Pabbi
fékk kvörn til að mylja með áburð á túnið, annaðhvort
síðasta vorið þarna eða næst þar áður, og vorum við Er-
lingu látnir vinna með henni stundum. En áður munum
við hafa kynnzt klárunni, sem höfð var til að smækka
eða berja áburðinn með, áður en honurn var ausið úr
trogurn yfir túnið, og þótti okkur miklu léttara og
skemmtilegra að nota kvörnina til þess en kláruna. Er-
iingur var og eitthvað byrjaður að vinna með orfi og
ijá þama, en líklega hefur það ekki verið mikið, því að
aðalstarf okkar tvö síðustu sumurin var að gæta kvíánna,
og hann hefur sennilega verið farinn til þess fyrr, og þá
með einhverjum öðrum. En fram að þessum tíma voru
fráfærur á hverjum bæ þar í Dölum.
Við sátum hjá ánum, er svo var kallað, eða gætturn
þeirra megin hluta þess tíma, sem þær voru mjaltaðar,
eða frá því að tíu vikur voru af sumri og til gangna. Oft-
ast voru þær hafðar á daginn fram hjá Seli og allt fram
um Skatastaðamýrar, og er þangað um eins og hálfs
klukkustundagangur að heiman. En einnig vorum við
stundum með þær norðan bæjarins, en það var sjaldnar,
því að þar eru engjalönd hið neðra. Og þó að við reynd-
um að halda þeim uppi í fjallinu, sem er vel gróið þar,
þá vildu þær leita ofan. — Auðvitað vorum við úrlausir,
en samið hafði verið við fólkið á Abæ um að „breiða á“,
þegar tímabært væri fyrir okkur að halda heim undir
kvöldið. En það var gert með þeim hætti, að hvítt
stykki, t. d. voð, var breidd á vissan áberandi stað, sem
við sáum. En værum við norðan bæjarins, þá var á sama
hátt breitt á túnbarðið niður frá bænum heima, og sást
það úr fjallinu þar út. Stundum vorum við með ærnar
útvestur hjá Þrívörðum og á fjallinu þar uppi. Heita þar
Álftamýrar, haglendi gott. Þar höfðum við ágætt út-
sýni yfir norðurhluta dalsins, út um Kjálka og Hlíðar-
fjall austanvert, og þótti mikið til koma. Okkur vantaði
útsýni, útsýni í orðsins fyllstu merkingu. Okkar ein-
angraða heimili í þessum djúpa, lokaða dal hafði ekki
upp á slíkt að bjóða. Vera má, að við höfum ekki fund-
ið svo mjög til þess þá né farið þarna upp eftir að leita
þess. En mér hefur orðið þetta ljóst síðan.
í kringum fráfærurnar var jafnan mikið umstang.
Fyrst var stíað um stöku nætur, og svo eftir að lömbin
höfðu verið tekin undan mæðrum sínum, voru þau
„setin“ heima í tvo eða þrjá daga á meðan „jarmurinn“
var sem mestur í þeim. Svo eftir að lömbin höfðu verið
rekin til afréttar, tókum við bræður við ánum.
Stundum mun okkur hafa fundizt dagarnir vera lengi
að líða. En sú var bót í máli, að við vorum tveir saman.
Og börn eru alltaf fundvís á einhverjar athafnir, sem
styttir þeim tímann. Við klifruðum í klettum, ef þeir
voru fyrir hendi, og væri hlýtt í veðri, þá klæddum við
okkur úr sokkum og skóm og sulluðumst í lækjum.
Einu sinni varð okkur hált á því. Við vorum fram hjá
Seli. Þar eru eyrar að ánni og síki á einum stað, mis-
djúpt. Við fórum úr skóm og sokkum, breiddum það á
stein einn á síkisbakkanum og óðum svo út í. En svo
kom vindhviða, sem feykti öllu út í síkið, og sökk það
til botns, þar sem dýpi var svo mikið, að við gátum ekki
kafað eftir því.ÁJrðum við því að ganga berfættir heim,
en það er um klukkustundar gangur eftir grýttum göt-
um eða hrísmóum. Auðvitað var fótaplöggunum bjarg-
að í land daginn eftir. — Annars vorum við stundum
berfætt úti heima við, þegar hlýtt var í veðri, ekki af
því að við hefðum ekkert til að fara í, heldur af því að
við kusum það og höfðum gaman af. — í annað skipti
lentum við í svo miklu vatnsveðri, að næstum furðulegt
þótti að við skyldum komast óskemmdir heim. Annars
held ég að okkur hafi farizt verkið vel úr hendi.
Innbú foreldra minna hefur efalaust verið hið minnsta,
sem hægt var að komast af með. Þar var ekkert um of,
en sennilega ýmislegt van. Olíulampi mnn hafa verið
kominn í baðstofuna, fyrst þegar ég man eftir mér. Þó
er það frekar hyggja mín en vissa. Og vel man ég eftir,
að lýsislampi var notaður í frambænum ásamt Ijóstýr-
um, en þær tíðkuðust í útihúsum víða fram yfir alda-
mót. Og þyrfti að bregða upp ljósi í baðstofunni að
næturlagi, var kveikt á týru. Gripafeiti, aðallega af
hrossum var höfð á lýsislampann, og fífu- eða þá tusku-
kveikir. Kerti til Ijósa voru vart gerð, nema hafi það
verið fyrir jólin. — Annars er það athyglisvert. að ég
minnist eiginlega engra jóla frá Skatastöðum. Það bend-
ir til, að ekki hafi verið um mikinn dagamun að ræða
Framhald á bls. 359.
354 Heima er bezt