Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 19
ÞORSTEINN MAGNÚSSON: ónin a eystra að er upphaf þessa máls, að hinn 23. janúar árið 1918 gekk ung kona, Bergrún Árnadóttir, Steins- sonar, útvegsbónda og fyrrv. hreppstjóra og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur, Sveinssonar, bónda í Litluvík í Borgarfjarðarhreppi og Jóhann Helgason í hjónaband. Foreldrar Bergrúnar bjuggu þá í Bakkakoti í Bakkagerðisþorpi en höfðu áður búið í Brúnavík í Borgarfjarðarhreppi. Jóhann Helgason er sonarsonur Jóns Sigurðssonar, fræðimanns í Njarðvík í Borgarfjarðarheppi, sem kallaður var „hinn fróði“ og varð þjóðkunnur rnaður um sína tíð fyrir gáfur hans og fróðleik. Bergrún Árnadóttir fæddist í Brúnavík við Borgar- fjörð hinn 3. október árið 1896, en Jóhann bóndi henn- ar í Njarðvík í Borgarfjarðarhreppi hinn 30. desember árið 1891. Þessi mætu hjón áttu því bæði merkisafmæli á sl. ári, er Bergrún átti 70 ára afmæli, en Jóhann 75 ára. Og þó er saga þeirra Óshjóna, Bergrúnar og Jóhanns, að mínu viti enn þá merkilegri en árafjöldinn, sem þau eru búin að lifa og starfa gefur tilefni til út af fyrir sig, Þótt þeirri sögu verði því miður ekki gerð þau skil hér, sem efni stæðu til frá þeirra hálfu. Það mun nú ekki talið yfirleitt til stórtíðinda, þótt karl og kona felli hugi saman og fullnægi því eðlilega og sjálfsagða hlutverki, að stofna sitt eigið heimili og eiga á þann hátt meiri eða minni þátt eftir atvikum og upp- lagi í því að renna stoðum undir þá miklu byggingu, sem einu nafni kallast þjóðfélag. En þáttur þeirra Berg- rúnar og Jóhanns á Ósi í þeirri uppbyggingu hefur orð- ið með þeim glæsibrag og ntyndarskap, að fágætt má Hjónin á Ósi og börn þeirra. Heima er bezt 355

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.