Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 20
Hjónin á Ósi í Borgarfirði eystra.
telja og því þess verð, að þess sé að nokkru getið. En
þótt sú saga, sem við blasir opinberlega og öilum kunn-
ugum sjáanleg og áþreifanleg sé mikil saga, fögur og til
mikillar fyrirmyndar, vil ég segja, að með henni sé ekki
öil sagan sögð og er þó vissulega hetjusaga. Hin sagan —
sagan bak við söguna —, sem ég vil leyfa mér að nefna
svo, innri persónusaga þessara hjóna sem óneitanlega er
mikil baráttusaga en jafnframt sigurganga er og verður
fyrst og fremst sameiginlegt leyndarmál þeirra og að ég
hygg hvorki nauðsynlegt né æskilegt, að óviðkomandi
gangi mikið um þann helga reit minninganna, sem ég
get hugsað mér að það væri þessum hjónum. En þrátt
fyrir það er sú saga ekki án vitnisburðar, því það er
mikið afrek af hálfu einna hjóna, sem ekki eru borin til
arfs að veraldlegum verðmætum, að skila dagsverki, sem
þau Óshjón, Bergrún og Jóhann, hafa gjört. En þau
hafa hlotið í vöggugjöf þær erfðir, sem reyndust þeim
undravel í harðri og oft óvæginni lífsbaráttu: eigin at-
Fjórir cettliðir, talið frá vinstri: Helga ]áhannsdóttir, Bergrún
Arnadóttir, Bergrun Jóhanna Ólafsdóttir, Helga Aradóttir.
Bergrún Arnadóttir og Bergrún Jóhanna Borgfjörð.
orku, manndóm og ábyrgðartilfinningu. En þessir 3
eiginleikar þessara hjóna, sem ég nefndi hér munu löng-
um haldbetra veganesti á h'fsleiðinni, heldur en þótt
menn séu bornir til auðs og allsnægta. Það sýnir óum-
deilanlega saga þeirra Bergrúnar og Jóhanns á Ósi. Þau
hafa skilað þjóðfélaginu 12 mannvænlegum þegnum og
einum betur þó, því auk sinna eigin barna ólu þau upp
dótturdóttur sína og nöfnu, Bergrúnu Jóhönnu Borg-
fjörð. Það er því augljóst mál, að ekki hafa þessi hjón
að jafnaði hvílzt á mjúkum hægindum, einkum þegar
þess er jafnframt minnzt, að einmitt mestan hluta þess
tímabils, sem þau stóðu í hinni hörðu baráttu við að
koma sínum stóra barnahóp til þroska, bar upp á þann
tíma, er heimskreppan milda á milli tveggja heims-
styrjalda geisaði vítt um veröld og fór vissulega ekki
fram hjá hólmanum okkar hér við yzta haf. Það lýsir
reyndar betur en langt mál, hversu undra vel þetta bless-
aðist, hvílíkur er manndómur þessara hjóna. Og þetta
gjörðist á þeim tíma, er efnahagsmálum var þann veg
háttað í þjóðfélagi okkar, að á býsna mörgum heimilum
reyndist full erfitt að hafa til hnífs og skeiðar, þótt þar
væri lítil, eða jafnvel engin ómegð. En þau sýndu það í
verki, Bergrún og Jóhann á Ósi, að „mikið má, ef vill“.
Enda hefur lengi verið og er ennn og ekki að ástæðu-
lausu mjög á orði haft hið óvenjulega þrek og harð-
fylgi Jóhanns Helgasonar. Meira að segja Elli kerlingu
virðist ætla að reynast fangbrögðin við hann óvenjulega
erfið, því enn gengur hann, 76 ár að aldri að hvers kon-
ar stritvinnu, sem býðst og lætur hvergi sinn hlut eftir
liggja, beinn í baki, snar í snúningum og hvergi kulsæll,
því það hef ég fyrir satt, að hann láti sjaldan á sig
vettlinga og höfuðfat þó enn sjaldnar.
Bergrún hefur heldur ekki látið sinn hlut eftir liggja
um að sjá heimili þeirra farborða. Má því til sanninda
geta þess, að þótt hún hafi lengst af ævi sinni alls ekki
356 Heima er bezt