Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 9
kunnugur mundi vilja fallast á að ættin hafi spillzt við blóðblöndun frá Birtingaholti og Reykjum. Jörðin Skip fyrr og nú. Jörðin Skip liggur að sjó, tvo kílómetra austur af Stokkseyri. Fjaran fyrir landinu þarna er breitt skerja- belti með djúpum lónum og rásum á milli, sem á stöku stað má rekja til lands. í sunnanstormum er þarna brima- samt, og teygjast brimtungurnar þá hátt til himins. Var bærinn fluttur vegna sjávargangs um miðja 17. öld, þangað sem hann stendur nú. Skipa er fyrst getið í heim- ildum 1591. Um Skipa er það talið sennilegast af fræðimönnum, að þar hafi byggð risið þegar á söguöld og þá helzt í sambandi við siglingu kaupskipa um Knarrarsund, en þar var lending fræg í fornöld og útræði öldum saman, og mun staðurinn hafa dregið nafn sitt af því. Skipavatn er til norðurs frá Skipum. Við vestari enda þess er Haugavað. Þar var í langa tíma þjóðbraut til upp- og austursveita. Eru þar við götuna fjórir haugar mjög fornir, sem Kristján Eldjárn telur einhverja hina merk- ustu sem fundizt hafa. Þar er heygður landnámsmaður Stokkseyrar, Hásteinn Atlason, og synir hans Atli og Olver, og Hrafn Þorvarðarson, sem veginn var við vað- ið um 930. Jörðin var að fornu léleg slægjujörð, en útræði var gott og miklar nytjar af fjörunni: trjáreki, sölvatekja, fjörubeit, selveiði og æðarvarp, og silungsveiði í Skipa- vatni. Útheyskap varð að sækja nálega allan að, oft langt. Þetta gerbreyttist með tilkomu tilbúna áburðarins og véltækninni, og þar sem jörðin var vel fallin til ræktun- ar, hóf Ingvar faðir Jóns mikla ræktun og varð manna fyrstur hér um slóðir til að taka allan heyskap á rækt- uðu landi, einnig varð hann manna fyrstur til að hefja garðrækt í stórum stíl fyrir Reykjavíkurmarkað. Arið 1949 hófu þau hjónin, Jón Ingvarsson og Ingi- gerður Eiríksdóttir, búskap á Skipum. Þau fengu keypta % hluta jarðarinnar, en urðu að byggja öll hús frá grunni, gripahús og íbúðarhús. Ingvar bjó á móti þeim til 1962, en þá andaðist hann. Síðan þá hefur stjúpa Jóns búið á móti þeim, en hún varð áttræð í ágústmánuði í sumar. Foreldrar Ingigerðar húsfreyju á Skipum: Ragnheiður Agústs- dóttir og Eirikur Þorsteinsson, Löngumyri, Skeiðum. Myndin er tekin á gullbrúðkaupsdaginn 30. júni 1965. Þegar Jón byrjaði búskapinn átti hann þrettán kýr og tvo hesta, en síðastliðinn vetur var hann með á fóðrum 50 nautgripi og 90 fjár. Hann tekur allan heyskap á ræktuðu landi, og beitir einnig fénaðinum að mestu leyti á ræktað land. Hann byggði í upphafi hlöðu og fjós fyrir 15 gripi og geymslu fyrir jarðarávöxt, þar næst íbúðarhús, og fjós fyrir 38 gripi. Þar næst byggði hann safnþró og haughús, votheyshlöðu og votheysturn, þá fjárhús fyrir 100 fjár og vélageymslu. Það tók Jón 7 ár að byggja þetta upp og rækta, en við ræktunina bætist enn árlega. Vinnudagur þeirra hjóna var á fyrstu búskaparárun- urn tíðum alllangur, svo að sumum þótti nóg um. Er Jóni minnisstætt ljóðabréf frá einum móðurbræðra konu hans. Hann óttaðist að Jón yrði niðurbrotinn og gamall fyrir aldur fram með sama háttalagi. Jón setti saman vísu og sendi honum, en í henni segir hann, að bak sitt hafi í öndverðu verið gert til að brotna að lokum, og engan hroll setji að sér, þó að herðarnar taki að lotna. A stórum búum þarf mikinn og góðan vélakost. Myndin sjnir vélakost bóndans á Skipum. Heima er bezt 345

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.