Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 28
Þórðarsonar og í þeirri mýri, er Þorbjörn féll, og heitir
þar nú Spjótsmýrr.“
Nú er Spjótsmýrr orðin að grænu, grasgefnu túni.
í lok þessa þáttar get ég ekki stillt mig urn að segja
hér frá rninni fyrstu og einu sjóferð yfir Hrútafjörð.
Hrútafjörður skerst, sem fyrr segir langt inn í landið.
Innst er fjörðurinn mjög mjór. Frá Reykjatanga vfir að
Borðeyri er því stutt sjóleið, en þó hafa menn drukkn-
að á þeirri leið, en frá því verður ekki sagt í þessum
þætti.
En þá kemur saga mín um sjóferðina:
Það var í júnímánuði 1926, að við fjórir vestanmenn
úr Dölum og Snæfellsnesi, fórum ríðandi norður á Ak-
ureyri, á aðalfund Sambands íslenzkra samvinnufélaga.
Þessir fulltrúar voru: Bjarni Jensson, bóndi Asgarði,
Jón Olafsson, kaupfélagsstjóri Króksfjarðarnesi, Bene-
dikt Magnússon, kaupfélagsstjóri Tjaldanesi, og undir-
ritaður Stefán Jónsson, þá skólastjóri Stykkishólmi.
A suðurleið gistum við félagarnir að Flögu í Vatns-
dal. Komum þar laust eftir miðnættið og fórum þaðan
ekki fyrr en um hádegið daginn eftir.
Er við komum vestur á Hrútafjarðarháls, vorum við
allir nokkuð farnir að þreytast, en Bjarni í Ásgarði var
ákveðinn í, að halda heirn um nóttina. Bjarni sýndi oft
kapp og fágætt þrek í ferðalögum, og lét ekki telja sér
hughvarf. Hann var, er þetta gerðist sextíu og eins árs.
Er við komum á Hrútafjarðarháls, stakk einhver okk-
ar upp á því, að við fengjum okkur mann, til að fara
með hesta okkar í kringum Hrútafjörð að Borðeyri, en
við færum á bát yfir og tækjum þar við hestum okkar,
en maðurinn færi aftur til baka á bátnum, sem við kom-
um á yfir fjörðinn. Þetta var samþykkt samhljóða.
Við riðum því heim að Gilsstöðum og kvöddum þar
dyra. Þar var okkur vel tekið og erindislok urðu þau,
að bóndinn færi með hesta okkar í kringum fjörðinn,
HnkarlaskipiÖ Ófeigur frá Ófeigsfirði á Ströndum.
Pétur Aðalsteinsson safnvörður Byggðasafnsins.
en fyrst fylgdi hann okkur niður í fjöruna. Þar stóð
smábátur, sem við áttum að fara á vfir fjörðinn. Sjó-
leiðin er ekki löng, eins og fyrr segir. Veður var kyrrt,
en þó aðeins undiralda, sem lagði inn fjörðinn.
Var nú bátnum ýtt á flot, en þegar þar var kornið,
kom það í Ijós, að varla kunni nokkur okkar áralagið.
Og vandaðist nú málið. Þegar ég kom í Stykkishólm,
kunni ég alls ekki áralagið, en hafði þó aðeins lært það,
þessi ár sem ég hafði dvalið í Stykkishólmi og tekið í ár
með öðrum á milli lands og eyja. Ég var því einna
skárstur af þessum landkröbbum. Mig minnir þó að Jón
í Króksfjarðarnesi hefði einhvern tíma tekið í ár. En
sá, sem aldrei hafði difið ár í sjó, var Bjarni í Asgarði,
og hann sagði mér það síðar, að hann nvti sín aldrei
á sjó. Bjarni var ætíð glaður og reifur í ferðalögum á
hestbaki, og var þá yfirleitt ekki að hefla orðbragðið,
en nú brá svo við er hann var kominn út í bátinn, að
hann sagði ekki eitt einasta orð, þar til að við stigum á
land á Borðeyri. Þá þurfti ekki að toga orðin úr honum,
en glens og gamanyrði fuku af vörum hans, eins og áður.
Ég fer ekki að lýsa sjóferðinni yfir fjörðinn, en vafa-
laust hefðu góðir sjómenn brosað að aðförum okkar.
Sannast þar gamla máltækið: „Það verður engum að list,
sem hann ekki leikur.“
Stefán Jónsson.
364 Heitna er bezt