Heima er bezt - 01.12.1968, Qupperneq 2
Hálfrar alclar fullveldi
Um fáa daga í sögu þjóðar vorrar ætti að leika meiri
ljómi en 1. desember 1918. Þann dag endurheimti þjóðin
fullveldi sitt eftir nær sjö alda ófrelsi.Þess vegna er l.des-
ember hinn raunverulegi frelsisdagur íslendinga. Lýð-
veldisstofnunin 1944 var rökrétt framhald þess, er gerð-
ist 1918. Annað gat naumast orðið.
Hálf öld er ekki langur tími í ævi þjóðar. En samt
hafa þessi ár orðið viðburðaríkari í sögu vorri en all-
ar liðnar aldir íslandssögunnar samanlagðar. Á þessum
áratugum hefur þjóðfélagið og þjóðlífið allt umskap-
azt svo gjörsamlega, að við sjálft liggur, að vér, sem þá
vorum að vaxa úr grasi, þekkjum oss varla lengur. Eða
öllu heldur umhverfi og þjóðlíf bernsku vorrar var svo
ólíkt nútímanum, að engu er líkara en það iiggi aftur
í einhverri órafjarlægri fortíð, enda þótt atburðir þeirra
ára standi oss jafn ljóst fyrir hugskotssjónum og þeir
hefðu gerzt í gær.
Ekkert er því eðlilegra á slíkum minningardegi en
staldra við, horfa um öxl og bera saman það sem var
og það sem er og spyrja: „Höfum vér gengið til góðs,
götuna fram eftir veg?“
Þótt margt hafi að vísu gerzt öðruvísi en oss dreymdi
þá í rómantískri bjartsýni aldamótanna, hljótum vér
samt að svara spurningunni játandi. Gerum vér það
ekki, erum vér vissulega komin í hópinn til nátttröll-
anna, sem dagaði uppi og urðu að steini á sínum tíma.
Árið 1918 var lokaár heimsstyrjaldarinnar fyrri, sem
lagði hinn gamla heim í rústir og skildi við þjóðirnar
flakandi í sárum. Vér íslendingar urðum að sönnu
furðulítið fyrir beinum harðræðum vegna styrjaldar-
innar, og ýmis höpp féllu oss í skaut, en ekki fengum
vér þó varizt því, að sú hugarfarsbreyting og þjóðfé-
lagsbylting, sem fór um löndin eftir styrjöldina, bærist
einnig hingað. Og vér hlutum sem aðrar þjóðir að lúta
þeim örlögum, að önnur heimsstyrjöld dundi yfir enn
ægilegri en hin fyrri áður en nokkurt jafnvægi hafði
skapazt í hugum þjóðanna. Og þótt vart sé liðinn aldar-
fjórðungur síðan síðari styrjöldinni lauk, er margt sem
bendir til að þriðja holskeflan geti riðið yfir áður en
varir.
Ef vér viljum skilja þróun og sögu þjóðar vorrar
þessi 50 ár verðum vér sífellt að hafa í huga, að hún
hefur orðið í skugga og umróti tveggja ægilegustu
hamfaranna, sem yfir mannkynið hafa dunið á öllum
ferli þess. Og þótt hörmungar og umrót styrjaldanna
sjálfra hafi sneitt verulega hjá vorum garði, hefur það
skapað oss örðugleika eigi síður en öðrum þjóðum. Og
að sumu leyti höfum vér átt við meiri vandamál að
stríða. Oss var fyrirvaralítið kastað inn í hringiðu um-
heimsins, þar sem vér hlutum að fylgjast með eftir
aldalanga kyrrstöðu og einangrun. Allt í einu hlutum
vér að sjá um oss sjálfir, og gátum á enga lund varpað
áhyggju vorri á aðra þjóð. Og samtímis hlutum vér að
beina orku vorri og pólitík að innanlandsverkefnum, og
gátum ekki lengur látið viðhorfið til Dana ráða vorri
pólitísku sannfæringu.
Þegar vér vöknuðum þannig 1. des. 1918 var Ijóst, að
flest var enn ógert af því, sem menningarþjóð þurfti
að gera, og vér stóðum öllum vorum nágrönnum langt
að baki. Vér stóðum á forgömlu frumstigi í atvinnu-
háttum og tækni á flestum sviðum. Lífskjör flestra
harðla fátækleg og naumast mannsæmandi, og allt sem
hétu félagsleg málefni á frumstigi eða alls ekki til.
Enda þótt þjóðin sýndi ekki nokkur sérstök ytri
hrifningarmerki 1918, er þó víst, að hún var þá ein-
huga um að varðveita það fullveldi, sem henni hafði
hlotnazt, og að skapa gróandi þjóðlíf, með því að lyfta
því Grettistaki, sem nauðsynlegt var, til þess að skapa
sér viðunandi lífskjör. Og ef vér lítum á húsakynni
nútíðarinnar, vegi og samgöngutæki á sjó, landi og í
lofti, vinnuvélar, félagslegt öryggi og daglegar lífsvenj-
ur, verður því ekki móti mælt, að hér hefur gerzt krafta-
verk. Frá því að vera einangruð, vanþróuð þjóð á hjara
veraldar, stöndum vér nú á mörgum sviðum í fremstu
röð. Oq' ekki hafa síður gerzt undraverðir atburðir í
menningarmálum, um það vitna skólar og hvers kyns
menningartæki, bókagerð og gróandi í hvers konar list-
um og vísindum, þótt margt sé enn óunnið, sem vér
vildum óska á þessum sviðum. Öllu þessu ber að fagna,
og hvert spor, sem stigið er fram á við sé oss eggjun
til frekari dáða. Og víst er um það, að margt af þessu
væri ógert enn, ef vér hefðum ekki notið fullveldis og
frelsis on hlotið að standa á eimn fótum.
D D
Þetta er að vísu aðeins ein hliðin á margflötungi þjóð-
lífs vors og ekki verður því neitað, að á ýmsar hliðar
þess ber nokkra skugga.
Hið gamla, íslenzka þjóðfélag var fátækt og frum-
stætt og menning þess einhliða. En þjóðin hafði alið
með sér ýmsar dyggðir og mannkosti. Hún var nægju-
406 Heima er bezt