Heima er bezt - 01.12.1968, Side 7
Svipmynd frá Lourdes.
þrýstu sér inn í sál manns og byggju þar um sig til
íangrar dvalar. Það hefði verið steinhjarta sem ekki
hefði hrifist af sjálfum tónunum, þó orðin skildust ekki,
og af þeirri upphefjandi samstillingu, sem fór um sal-
inn frá sjálfu fólkinu.
Það var eins og andi Guðs fyllti hvelfingu þessa vold-
uga musteris hans og að sjálfur Kristur stæði við hlið
hvers og eins kirkjugests. Enda sagði hann eitt sinn að
hvar sem tveir eða þrír væru samankomnir í sínu nafni
þar væri hann mitt á meðal þeirra. En þarna voru tugir
þúsunda samankomnir í hans nafni, enda voru áhrifin
mjög sterk og ógleymanleg.
Oll sú mikla viðhöfn og skraut, sem þarna átti sér
stað, með tóni og söng, ásamt reykelsisbrennu, sem
fyllti loftið ljúfri angan, fyllti helgidóminn óumræði-
legum hátíðleik.
Eftir einn og hálfan tíma var sjálfri messugerðinni
lokið og þá fór fólkið að streyma út en á meðan hljóm-
uðu kirkjuklukkurnar og hljómur þeirra blandaðist
djúpum tónum orgelsins.
Sessunautur minn og ég tókumst í hendur og ítalska
kveðjan hljómaði þítt og innilega: „Af-gúr-í“. Eg svar-
aði með íslenzku kveðjunni: „Vertu blessuð og sæl“.
Tvær verur höfðu mættst, sem ekki skildu tungutak
hvorrar annarrar en þær fundu og skildu að þær áttu
eitt og hið sama föðurland sem heyrir himninum til.
Ég var nú orðinn viðskila við mitt samferðafólk, en
ég vissi að það gerði ekkert til. Einhver mundi hirða
mig, lesa á mér mark og númer, sem ég bar í jakkalaf-
inu og þá yrði mér skilað á réttan stað. Ég þurfti held-
ur ekki að bíða lengi. Ung stúlka í skátabúningi kom
til mín og leit brosandi eftir marki á mér, ég gerði það
sama á henni og sá þá að hún var frá Hollandi.
Hún sagði Skandinafi. — En það var sameiginlegt
mark okkar allra frá Norðurlöndum. — Ég svaraði „Is-
land“, og benti á mig. „Holland,“ sagði hún og benti
á sjálfa sig, svo tókumst við brosandi í hendur. Hún
fór dragandi með kerruna mína, en þar sem brattast
var voru ótal hendur réttar til hjálpar, svo ferðin gekk
greiðlega heim á hótelið, þar sem hún skildi við mig
hjá rúminu mínu.
Eftir miðdaginn kom hr. Lerche, fararstjórinn okk-
ar, til mín og spurði mig hvort ég vildi fara „Kross-
veginn“, sem svo er kallaður og var ég fljótur að játa
því.
Farið var með mig í kerrunni góðu og dró hr. Lerche
hana sjálfur. Tveir sjúklingar aðrir voru með í förinni.
Þeir voru ævinlega í hjólastólum og svo var í þetta sinn.
Heima er bezt 411